Leikhúsmál - 01.03.1940, Qupperneq 10

Leikhúsmál - 01.03.1940, Qupperneq 10
10 Leikhúsmál svo sem Gunnþórunn Halldórsdóttir og Frið- finnur Guöjónsson. Kostnaður við uppsetningu leiksins nam hátt á sjöunda þúsund króna. Mun það vera hið mesta, sein kostað hafði verið til einnar leiksýningar hér á íslandi. — En hin mikla aðsókn að sýningunum, með mjög hækkuðu verði aðgöngumiða, endurgreiddi hinn mikla stofnkostnað, jafnframt kvöldkostnaði hverrar sýningar, sem var hærri en áður hafði þekkst hérlendis. Olli þar nokkru um, að kaup allra aðalleikaranna var mun hærra en áður, og auk þess urðu sýningarnar að greiða þann kostn- að, sem leiddi af dvöl aðkomuleikaranna hér, á meðan sýningar á leiknum stóðu yfir, eða fram til 27. júlí, er Anna Borg varð að hverfa aftur til útlanda, þar sein verkefni hiðu hennar. Eftir þessa vel heppnuðu byrjun, vildu for- stöðumenn þessarar sýningar hefja sjálfstæða leikstarfsemi um haustið 1930. — Hófst sú væntanlega starfsemi með æfingum á nýju leikriti eftir Karl Gandrup. — Þegar hér var komið, tóku forstöðumenn Leikfélags Reykja- víkur að leita samvinnu við hinn nýja flokk. Stóðu að þeim samningum ýmsir eldri leik- félagsmenn, svo sem Einar H. Kvaran, Jakoh Möller o. fl. — Stóð það samningamaklc all- lcngi, og lauk með því, að samkomulag náð- ist milli leikflokks Haraldar Björnssonar og Leikfélags Reykjavíkur, á þeim grundvelli, að •sjö manna ráð, valið úr báðum leikflokkun- um, skyldi stjórna og bera ábyrgð á rekstri leikstarfseminnar í næstu þrjú ár, og skyldi starfsemin ganga undir nafni Leikfélags Reykjavíkur. Þar sem Leikfélagið var nú í allmiklum skuldum, varð það eitt af aðalskilyrðunum fyrir þessari samvinnu, frá hendi nýja leik- flokksins, að þjóðleikhússjóður keypti leik- tjöld þau, búninga og handrit, er Leikfélag Reykjavíkur nú átti, fyrir tíu þúsund krónur, og skyldi því fé varið til greiðslu á nokkru af skuldunum. Þetta 7 manna ráð hlaut nafnið „Ábyrgðar- mannafélag Leikfélags Reykjavíkur“, og undir þeirra stjórn, og á þeirra ábyrgð, var leikstarf- semin svo rekin frá 1930 til 1933. (Frh.) Islenzkir leikarar erlendis. Skáldið og dóttir Indra (H. Gabiielsen — Anna Borg). Anna Borg. Eitt af frægustu leikritunum eftir sænska leikritaskáldið Ágúst Strindberg heitir „Et Drömmespil“. Forleikur þess fer fram á hinin- um, þar sem dóttir guðsins Indra talar við föður sinn. — Hún vill fara niður til jarðar- innar, gerast mennsk kona og lifa lífi fátækr- ar eiginkonu á jarðríki. — Guðinn Indra gefur henni leyfi til þess. — Síðan sést hin himneska guðavera svífa niður til jarðarinnar. Leikrit þetta er í fjórtán sýningum, sem sýna ýmsar hliðar á lífi þessarar konu hér á jörð. — Lendir hún í ýmsu, og á við marga og mikla erfiðleika að búa. — Fer svo að lokum, að hún óskar þess, að mega hverfa aftur til sinna fyrri heimkynna. — 1 síðasta atriðinu — hinni brennandi höll — hverfur hún inn í logana og svífur með hinum blaktandi logatungum til himna. Leikendur í leiknum eru um fimmtíu. Anna Borg hefir leikið aðalhlutverkið — dóttur guðsins — á Kgl. leikhúsinu í vetur og unnið glæsilegan sigur að allra dómi, enda er hlutverkið mjög við hennar hæfi.

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.