Leikhúsmál - 01.03.1940, Page 13

Leikhúsmál - 01.03.1940, Page 13
Leikhúsmál 13 Halla í 2. þœlti 1!)30 (Anna Borg). Þjóðhátíðarárið 1930 var Fjalla-Eyvindur enn sýndur hér í Reykjavík, í tilefni af Al- þingishátíðinni. Eins og áður er sagt stóð nýr leikflokkur að þeim sýningum. Þá urðu sýningarnar 18, og hafði þá Fjalla- Eyvindur verið sýndur 73 sinnum hér í Reykja- vík. Nú hirtist þessi góðkunni leikur reykvískum leikhúsgestum enn á ný, og nú með nýrri Höllu. Soffía Guðlaugsdóttir er þriðja íslenzka leikkonan, sem leikur hana hér í höfuðstaðn- um. —• Þótti Leikfélagi Reykjavíkur viðeig- andi að taka þetta ágæta verk til sýningar, eftir 10 ára hvíld, og á sextugasta árinu, sem liðið er frá fæðingu höfundarins. Hefir það jafnan virzt svo, að hin betri íslenzku leikrit ættu drjúg ítök í hugum íslenzkra leikhús- gesta. Svenn Aggerholm leikari lézt í vetur Kaup- mannahöfn 65 ára að aldri. Hann hafði verið leikari í 45 ár. Hann kom hingað til íslands í fyrra og hafði hér þá röð af upplestrum úr verkum Paludan-Mullers á vegum háskólans hér. —■ Hann var giftur leikkonunni Ellen Aggerholm, sem lifir mann sinn. Láms Sigurbjörnsson: Fyrstu leikritaskóld Islands. I. Sigurður Pétursson. Þegar rætt er um fyrstu íslenzku sjónleik- ina og fyrsta sjónleikshald hér á landi, hefir það verið venjan, að telja sjónleikina sprottna upp úr skólalífinu í Hólavallarskóla í Reykja- vík á síðasta tug 18. aldar og Sigurð sýslu- mann Pétursson höfund íslenzkrar sjónleiks- ritunar. Þá er að vísu gengið fram hjá sjón- leiksgildi sjálfrar Herranæturinnar, sem var upphaf skólaleiksins, og ekki tekið tillit til eldri leikrita eins og „Gestur og garðbúi“ eftir séra Einar Hálfdánarson (1695—1752), „Sperð- ill“ eftir séra Snorra Björnsson á Húsafelli (1710 —1803) og „Bjarglaunin“ eða „Brandur" eftir Geir Vidalín biskup. Þó skriður hafi þannig verið kominn á leikritun hér á landi fyrir daga Sigurðar Péturssonar, þá verða það samt leik- rit hans, sem telja verður hyrningarstein ís- lenzkrar leikritunar, og hvað sjónleikshaldinu viðkemur, valda þau tímamótum í íslenzkri leiksögu. Með sýningum leikrita Sigurðar í Hólavallarskóla hefst raunverulega islenzk leiklist, þó aðdragandann megi rekja lengra fram á öldina. Önnur merkileg tímamót í þró- un þeirrar leiklistar, sem vér enn búum að, verða um það bil, er Jón Guðmundsson rit- stjóri heldur fyrstur manna sjónleik gegn að- gangseyri laust eftir miðja 19. öld, og þegar ráðist er í að stofna leikfélög utan um sjón- leikshaldið á tveimur síðustu tugum aldarinn- ar, en af þessum leikfélögum fékk Leikfélag Reykjavíkur mesta og varanlegasta þýðingu. Raunverulega stöndum vér enn á þessu stigi þróunarinnar og er þá bilið til leikrita Sig- urðar Péturssonar ekki svo ýkja langt. Sig. Pétursson var einn hinn merkilegasti maður sinnar tiðar. Furðu fátt hefir verið um hann ritað, lengst og greinilegast í ævisögu hans, sem Árni Helgason stiptprófastur ritaði framan við útgáfu ljóðmæla Sigurðar og leik- rita. 1846. Þegar frá er skilin hin góðgjarna lýsing stiptprófasts á manninum og skáld- inu, hefir Sig. Pétursson ekki verið virtur að

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.