Leikhúsmál - 01.03.1940, Síða 14

Leikhúsmál - 01.03.1940, Síða 14
14 Leikhúsmál maklegu, hvorki af samtíðarmönnum né seinni tíma mönnum. Það hefir heldur þótt hlýða að hnjóða til hans en hitt og veldur þar vafalaust nokkuru, að menn hafa ekki átt aðgang að ritum hans nema i hinni meingölluðu útgáfu frá 1846, sem nú má raunar teljast ófáanleg hók. Hvað leikritin snertir nægir að benda á, að þau eru prentuð eftir uppskrift, sem sann- anlega hefir verið höfð um hönd á leiksýn- ingum, en ekki eftir eiginhandarriti skálds- ins. Þá hafa ,,Bjarglaun“ (Brandur) Geirs Vídalíns flotið með inn í útgáfuna, og skiptir það í sjálfu sér ekki miklu máli, en sýnir hroðvirknina. Hvað ljóðmælin snertir hefir Finnur Jónsson prófessor safnað þeim að nýju í mjög aðgengilegu handriti, sem nú er í eigu Bókmenntafélagsins, og þyrfti nauðsynlega að bæta úr útgáfunni frá 1846 með nýrri útgáfu ljóðmæla og leikrita Sigurðar. Helztu æviatriði Sigurðar Péturssonar eru þessi. Hann er fæddur 1759 og átti til auðugra að telja. Var hann settur til náms í Hróars- kelduskóla í Danmörku og varð stúdent þaðan, en prófi í lögfræði lauk hann 1788. Á stúdents- árunum kynntist hann Geir Vídalín, sem síðar varð biskup, og skildu þeir eigi vináttu upp frá því. Skömmu eftir að Geir var orðinn prest- ur í Reykjavík, fékk Sigurður veitingu fyrir Kjósarsýslu, og bjó hann síðan alla ævi í Reykjavík eða nágrenni bæjarins. Er hann hið fyrsta Reykjavíkurskáld, og bregður lýsingum á bæjarlífinu fyrir í leikritum hans. Sýslumannsembætti í Kjósarsýslu gegndi Sigurður frá 1789 til 1801, en lausn frá em- bætti fékk hann 1803. Hafði hann aldrei verið heill heilsu síðan hann kom til íslands aftur, en hann dó 6. apríl 1827, örsnauður og ein- mana. Hann kvæntist aldrei og átti ekki börn, safnaði heldur ekki veraldarauði í embættinu, því honum var einkar illa lagið að innheimta gjöld sín. Um fátækt hans á efri árum er sagt, að hann hafi ekki komizt á mannamót sökum fataleysis. En 1814, þegar „Jakob von Tyboe“ var leikinn fyrir forgöngu Rasmus Rasks, lék Rask þó hlutverk Stygotiusar í frakka af Sig- urði. Árni Helgason segir í ævisögunni, að leikrit Sigurðar hafi verið samin í miklum flýti fyrir skólapilta til sýningar á Herranóttum þeirra. Fyrra leikritið, sem nú er tíðast nefnt „Hrólfur“ eftir aðalpersónu leiksins í fyrstu þáttunum, hét frá höfundarins hendi „Slaður og trúgirni“. Það var fyrst sýnt 5. des. 1796 og aftur snemma á árinu 1798. Hitt leikritið, „Narfi“, eða réttara „íslenzki narrinn með dönsku ósniði", var sýnt 28. jan. 1799 á síð- ustu Herranótt, sem haldin var í skólanum. Hvortveggja leikritið er gamanleikur. Eru þau hæði samin að hætti Holbergs, en fullkomlega sjálfstæð, hvað ádeilu þeirra snertir. í eiginhandarriti Sigurðar af báðum leikrit- unum, sem varðveizt hefir og nú er geymt á Landsbókasafninu, er margt athvglisvert og öðru vísi en í prentuðu útgáfunni. T. d. er „Narfi“ þar í 5 þáttum eða flokkum, en ekki nema í 3 í útgáfunni. Þó er þáttaskiptingin í „Hrólfi“ athyglisverðari. Af eiginhandarritinu má greinilega sjá, hvernig þessi fyrsti íslenzki sjónleikur, sem ætlaður var til sýningar við ákveðið tækifæri, varð til. Þó leikrit Sigurðar Péturssonar séu raunar fram komin fyrir tilviljun, en ekki að höf. hafi fundið hjá sér köllun til þess að halda spegli leiksviðsins fyrir samtið sína, þá rýrir það ekki gildi leikritanna. í þeim eru góðar aldarfarslýsingar og þau sýna, að Sigurður Pétursson hefir búið að þeim hæfileikum, sem fleyta leikritaskáldinu lengst, skarpri greind, samfara góðum athyglisgáfum. Áhrif leikrita Sigurðar Péturssonar á ís- lenzka leikritun hafa verið mikil og langvinn. Er ekki fjarri lagi að segja með Indriða Ein- arssyni, að allir íslenzkir leikritahöfundar fram á daga Jóhanns Sigurjónssonar hafi tek- ið sér þau að einhverju leyti til fyrirmyndar. Víst er um það, að eftir að leikritin komu út 1846 fór fyrst verulega að komast skriður á íslenzka leikritun. Leikritin voru bæði býsna oft sýnd framan af. Auk þeirra sýninga, sem getið hefir verið, voru bæði leikritin sýnd í Reykjavík 1814, en „Narfi“ eitt fyrir sig 1860 og léku þá kandi- datar og stúdentar. Á ísafirði var „Hrólfur" leikinn 1856, en báðir leikirnir á Akureyri 1862, en síðan víða um land og oft.

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.