Fréttablaðið - 20.12.2022, Síða 8

Fréttablaðið - 20.12.2022, Síða 8
n Halldór n Frá degi til dags Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjórar: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is, Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, helgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Neysla vímugjafa er í sumum tilfellum ekkert annað en plástur á blæðandi sár. ALLT FYRIR JÓLIN Í EINNI FERÐ Maður heyrir stundum frasann að fólk geti sjálfu sér um kennt. Oft eru það hinir velmegandi, þeir sem hafa fæðst með silfur- skeið í munni, sem tala þannig. Það gleymist stundum að þeir sem sagðir eru geta sjálfum sér um kennt – geta oft alls ekki sjálfum sér um kennt. Ekki ef grannt er skoðað. Bjargir okkar til að blómstra í lífinu eru nefni- lega ójafnar. Sum börn eiga aldrei séns, eins og vinkona mín í ljósmæðrastétt nefndi við mig kvöld eitt. Fyrr um daginn hafði hún tekið á móti barni. Barni sem fæddist með mikinn þunga á grönnum herðum: erfiðar félagslegar aðstæður og grun um meðgönguskaða. Við gleðjumst yfir því ljósi sem skín þegar nýtt barn kemur í heiminn en sum okkar áttu aldrei séns, sum börn fá enga forgjöf. Þeir sem draga stutta stráið eiga betra skilið en að þurfa allt lífið að heyra að andbyrinn sé þeirra sök. Þegar heimilislausir fengu orðið á Hringbraut fyrir skömmu sagði einn kunningi við mig að það væri ótrúlegt að fólk „kysi sjálft svona lífs- stíl“. Upp úr því spunnust umræður um hvort nokkur kysi eymdina sjálfviljugur. Samtalið leiddi til þeirrar spurningar hvað hefði gerst í lífi hins heimilislausa áður en fíknin náði yfirhöndinni. Því neysla vímugjafa er í sumum tilfellum ekkert annað en plástur á blæðandi sár, mein sem aldrei grær. Við ættum kannski í aðdraganda jólanna að varast að dæma aðra. Hvort sem um ræðir efna- litla eða heimilislausa, þá sem reyna af veikum mætti að brosa til okkur í gegnum vímuna. Sumir stjórnmálamenn líta þó ekki á það sem æskilegt markmið að auka jöfnuð í sam- félaginu með sköttum eða öðru sem heldur þeim á floti sem verst standa. Kannski sprettur sú fáfræði upp vegna skorts á skilningi á að aðeins sum okkar hafa úr raunverulegum tæki- færum að spila. Aðeins sum okkar geta sjálfum sér um kennt. Sumir trúa að með vinnusemi, áræðni, dugnaði og vilja geti hver sem er náð fram markmiðum, grætt á daginn og grillað á kvöldin. Þeir mættu íhuga eftirfarandi: Jöfnuður minnkar fátækt. Jöfnuður leiðir til heilbrigðara samfélags. Jöfnuður eykur lífslíkur. Jöfnuður minnkar hættu á ofbeldi. Jöfnuður eykur möguleika á haldbærri menntun. Jöfnuður eykur lífsgæði fatlaðra og annarra jaðarsetta. Jöfnuður er efnahagslega mikilvægur. Jöfnuður er vörn gegn órétti. n Dómharkan Björn Þorláksson bth @frettabladid.is gar@frettabladid.is Ófærð fyrir byrjendur Nokkuð snjóaði á suðvestur- horni landsins á föstudagskvöld og fram á laugardag. Setti það strik í ýmsa reikninga. Þótt um hafi verið að ræða uppá- komu af alvanalegu tagi urðu margir hvumsa vegna hinna óhjákvæmilegu afleiðinga sem fylgja ofankomu í slíku formi og magni. Lesendur sem þekkja og muna ítölsku teiknimyndafígúr- una Línuna gátu þar séð hana endurspeglast í viðbrögðum sumra samborgara sinna sem heimtuðu að geta komist leiðar sinnar hnökralaust og það á stundinni. Sjálfskaparvíti Þótt einhverjir hafi kannski brugðist við snjóþyngslunum og ófærðinni með dálítið ýktum hætti er ekki annað hægt en að viðurkenna að sumt hefði mátt betur fara er kom að því að greiða leið fyrir hina önnum köfnu borgara. Þeir voru þó þegar enn betur er að gáð ef til vill sjálfum sér verstir með því að ana af stað og stinga sér á bílum sínum á bólakaf í næsta skafl og sitja þar fastir og koma með því í veg fyrir að hreinsun gatnakerfisins gæti gengið snurðulaust fyrir sig. En góðu tíðindin er þó alltaf þau að nú er kominn jólasnjór – þótt hann verði kannski orðinn útblásturs- brúnn á aðfangadag. n Við afgreiðslu fjárlaga í desember fór fram hinn árlegi jólagjafaleikur ríkisstjórnarinnar. Sá leikur hefur það eitt að markmiði að geta við lok hans barið sér á brjóst og sagt: „Sko, víst erum við góð við öryrkja!“ Leikurinn hefst á því að fjármála- og efnahagsráðherra leggur fram strípuð fjárlaga- og fjáraukalagafrumvörp þegar kemur að réttindum öryrkja. Við umfjöllun í fjárlaganefnd og afgreiðslu málanna eru svo, á elleftu stundu, lagðar fram breytingartillögur sem oft eru samhljóða því sem stjórnarandstaðan hefur áður lagt fram og þær afgreiddar með lúðrablæstri. Eftir fimm ára setu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur treysti hún sér loks til að hækka frítekjumark atvinnutekna öryrkja í 200 þúsund krónur á mánuði til samræmis við frítekjumark eftirlaunafólks en frítekjumarkið hefur staðið í stað frá því að Samfylkingin var síðast í stjórn. Eingreiðsla, svokallaður jólabónus, upp á 60 þúsund krónur var einnig afgreidd en hana var ekki að finna í upphaflegum tillögum fjármála- ráðherrans. Samfylkingin fagnar því að sjálfsögðu innilega að tekjulægstu íbúar landsins fái sinn jólabónus. Hann kemur sér örugglega vel. Fyrir hækkuðu frítekjumarki atvinnutekna hefur Samfylkingin barist árum saman enda löngu tímabær breyting. Afleiðing kerfisins Á Íslandi býr fatlað fólk og þau sem misst hafa starfsgetuna eða glíma við langvinna sjúkdóma við fátækt og jaðarsetningu. Það er mannanna verk. Afleiðing kerfis sem heldur fólki undir oki fátæktar jafnvel kynslóð fram af kynslóð. Sumir virðast hafa sætt sig við að sú staða sé óumbreytanleg en það gerir Samfylkingin ekki. Það er pólitískt forgangsmál okkar að breyta örorkulífeyriskerfinu svo að það byggist á mann- réttindum fólks en ekki tilfallandi greiðslum sem eiga meira skylt við ölmusu en nokkuð annað. n Ölmusa eða réttindi Þórunn Sveinbjarnar- dóttir þingkona Sam- fylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands Sam- fylkingin fagnar því að sjálf- sögðu innilega að tekju- lægstu íbúar landsins fái sinn jólabónus. Skoðun Fréttablaðið 20. desember 2022 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.