Fréttablaðið - 20.12.2022, Side 12
Taumlaus gleði
og erfið reynsla
Íþróttaárið 2022 færði okkur margar góðar stundir, stór afrek
en einnig erfið töp. Í því kristallast íþróttirnar og hvað innlend-
an vettvang varðar, sem og afrek Íslendinga á erlendri grundu,
var af nægu að taka og er því stiklað á stóru í innlendum
íþróttaannál Fréttablaðsins og eftirfarandi listi ekki tæmandi.
Fram undan er nýtt ár og spennandi innlent íþróttaár .
aron@frettabladid.is
UFC
Gunnar Nelson sneri aftur í bar
daga búrið á vegum UFC í London
í mars eftir rúmlega tveggja ára
fjarveru. Gunnar vann yfirburða
sigur gegn Takashi Sato en meiðsli
komu síðan í veg fyrir að Gunnar
keppti aftur á árinu. Hann stefnir
hins vegar á bardaga á komandi
ári.
Golf
Atvinnukylfingurinn Guðmundur
Ágúst Kristjánsson varð í nóvem
ber aðeins annar Íslendingurinn
til að tryggja sér þátttökurétt á
Evrópumótaröð karla í golfi, næst
sterkustu mótaröð heims. Með því
fetaði Guðmundur í fótspor Birgis
Leifs Hafþórssonar sem komst
fyrstur Íslendinga á Evrópumóta
röðina árið 2006.
Perla Sól Sigur brands dóttir úr
Golf klúbbi Reykja víkur ritaði nafn
sitt í sögu bækurnar á árinu þegar
hún varð Ís lands meistari í golfi og
það að eins 15 ára gömul. Perla Sól
er næstyngsti kylfingurinn til þess
að verða Íslandsmeistari í kvenna
flokki á eftir Ragnhildi Sigurðar
dóttur. Fyrir Íslandsmeistaratitilinn
hafði Perla tryggt sér Evrópumeist
aratitilinn í flokki stúlkna 16 ára og
yngri á European Young Masters. Í
karlaflokki varð Kristján Þór Einars
son Íslandsmeistari.
Fótbolti
Breiðablik varð Íslandsmeistari
karla í fótbolta í annað skipti í
sögu félagsins og í fyrsta sinn
síðan árið 2010. Keppt var eftir
nýju keppnisfyrirkomulagi í efstu
deild karla þar sem deildinni var
skipt í tvo hluta eftir að öll lið
höfðu leikið heima og að heiman
hvert við annað. Blikar voru vel að
titlinum komnir og hömpuðu að
lokum hinum nýja Bestu deildar
skildi.
Þá bar Valur sigur úr býtum í
Bestu deild kvenna og hefur félag
ið því hampað Íslandsmeistaratitl
inum þrettán sinnum í kvenna
flokki. Það héldu Valskonum
engin bönd í Bestu deildinni og fór
svo að liðið endaði með sex stiga
forskot á toppnum. Valskonur
bættu um betur og tryggðu sér
einnig bikarmeistaratitilinn með
sigri á erkifjendunum í Breiðabliki
í úrslitaleiknum. Valur er þannig
orðinn sigursælasta félagið í sögu
bikarkeppni kvenna
Víkingur Reykjavík varði bikar
meistaratitil sinn í karlaflokki með
því að leggja FH að velli í úrslita
leik Mjólkurbikarsins. Víkingar
hafa einokað bikarmeistaratitilinn
undir stjórn Arnars Gunnlaugs
sonar og unnið hann þrisvar
sinnum í röð.
Körfubolti
Valsmenn náðu að binda enda
á 39 ára bið félagsins eftir Ís
landsmeistaratitli í karlaflokki
í körfubolta með því að leggja
Tindastól að velli í úrslitaeinvígi
Subwaydeildarinnar sem fór alla
leið í oddaleik. Sá leikur reyndist
síðasti leikur íslensku körfubolta
goðsagnarinnar Pavels Ermolinskij
á ferlinum.
Stjarnan varð bikarmeistari
karla í körfubolta eftir átta stiga
sigur á Þór Þorlákshöfn í úrslita
leik sem leikinn var í Smáranum
í Kópavogi. Stjörnumenn hafa
undanfarin ár gert sig gildandi í
bikarkeppninni en þetta var fjórða
árið í röð sem liðið komst alla leið
í úrslitaleikinn.
Í kvennaflokki varð það Njarð
vík sem hampaði Íslandsmeistara
titlinum eftir sigur í oddaleik gegn
Haukum í úrslitaeinvígi Subway
deildarinnar. Þetta er í annað
skiptið í sögunni sem Njarðvík
verður Íslandsmeistari kvenna
í körfubolta en fyrsti Íslands
meistaratitill liðsins kom í hús árið
2012.
Þá urðu Haukar bikarmeist
arar kvenna eftir sjö stiga sigur á
Breiðabliki í úrslitaleiknum.
EM í hópfimleikum
Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum keppti til
úrslita á Evrópumeistaramótinu í Lúxemborg sem fór
fram í september og endaði liðið í öðru sæti. Þá gerði
íslenska stúlknalandsliðið sér lítið fyrir og nældi sér í
bronsverðlaun í unglingaflokki á sama móti. Karla
landsliðið í náði ekki á verðlaunapall á sama móti en
liðið endaði í fjórða sæti.
Sund
Anton Sveinn McKee synti til
úrslita í 200 metra bringusundi á
Heimsmeistaramótinu í 50 metra
laug sem fór fram síðasta sumar.
Anton endaði í 6. sæti í úrslita
sundinu, aðeins sekúndubrotum
frá Íslandsmeti sínu í greininni
en um var að ræða þriðja besta
árangur Íslendings á HM í 50 metra
laug til þessa. Hann fylgdi því
eftir og lenti í sjötta sæti á EM í 50
metra laug í sömu grein.
Íslensku landsliðin í
handbolta
Íslenska karlalandsliðið í hand
bolta endaði í 6. sæti á Evrópumót
inu sem fór fram í Ungverjalandi
og Slóvakíu í byrjun árs. Strákarnir
okkar þurftu að yfirstíga mikla
erfiðleika er Covid19 herjaði á
lykilmenn liðsins en frammistaða
liðsins á mótinu gefur góð fyrirheit
fyrir komandi heimsmeistaramót
sem hefst í janúar. Ómar Ingi Magn
ússon varð markahæsti leikmaður
mótsins með 59 mörk.
Tveir fremstu handboltamenn
Íslands, þeir Ómar Ingi Magnússon
og Gísli Þorgeir Kristjánsson, urðu
Þýskalandsmeistarar með liði
sínu Magdeburg og þá var Ómar
Ingi valinn besti leikmaður þýsku
úrvalsdeildarinnar með miklum
yfirburðum. Einnig urðu þeir félag
arnir heimsmeistarar félagsliða
með Magdeburg sem hafði betur
gegn Barcelona í úrslitaleik Heims
bikarsins sem fór fram í Damman í
SádiArabíu.
Íslenska kvennalandsliðið í
handbolta náði ekki að tryggja sér
sæti á EM í handbolta í gegnum
undankeppni mótsins þar sem
liðið þurfti að láta í minni pokann
gegn Serbum og Svíum. Hins vegar
náði liðið að tryggja sér umspils
leiki við Ungverja um laust sæti
á HM 2023 eftir samanlagðan 17
marka sigur úr einvígi liðsins við
Ísrael.
Landslið Íslands í fótbolta
Kvennalandslið Íslands í fótbolta
komst taplaust í gegnum riðla
keppni EM í knattspyrnu sem fór
fram á Englandi í sumar, allir leikir
liðsins enduðu með jafntefli og
þar með lauk þátttöku Íslands á
mótinu. Liðið komst einnig í um
spilsleik um laust sæti á HM 2023
en þurfti þar að þola slæmt tap á
útivelli gegn Portúgal.
Karlalandslið Íslands í fótbolta
tók þátt í Bdeild Þjóðadeildar
UEFA í ár, gerði jafntefli í öllum
fjórum leikjum sínum og endaði í
2. sæti síns riðils. Árið var hugsað
sem undirbúningsár fyrir 2023
þar sem liðið hefur leik í undan
keppni EM 2024. Þá tók liðið þátt
og bar sigur úr býtum á Baltic Cup
æfingamótinu undir lok árs.
Handbolti
Það héldu karlaliði Vals í handbolta engin bönd á
árinu sem er að líða. Liðið sópaði til sín öllum þeim
titlum sem í boði voru hér heima og gerði sig gildandi
í riðlakeppni Evrópudeildarinnar nú á seinni helmingi
ársins. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu undir
stjórn Snorra Steins Guðjónssonar og verður spenn
andi að fylgjast með liðinu á árinu 2023.
Í kvennaflokki var það Fram sem varð Íslands
meistari í handbolta en liðið lagði að velli nágranna
sína í Val í úrslitaeinvígi Olísdeildarinnar.
Hið öndverða var uppi á teningnum er kom að
bikarkeppni kvenna í handbolta en þar tryggðu Vals
konur sér bikarmeistaratitilinn með sigri á Fram í
úrslitaleiknum.
Landsliðin í körfubolta
Karlalandslið Íslands í körfubolta
hefur verið að gera flotta hluti í
undankeppni HM á árinu og var um
tíma mjög nálægt því að tryggja sér
sæti á HM í fyrsta sinn. Þetta hefur
liðið gert í fjarveru lykilmannsins
Martins Hermannssonar sem hefur
glímt við meiðsli. Og þó svo liðið
hafi þurft að sætta sig við vond
úrslit undir lok árs er hægt að horfa
á þetta ár björtum augum.
Kvennalandslið Íslands í körfu
bolta lék þrjá leiki í annarri umferð
undankeppni EM í körfubolta núna
í nóvember. Liðið vann síðari leik
sinn á móti Rúmenum en hafði
áður tapaði gegn þeim, Spán
verjum og Ungverjum og situr í
þriðja sæti riðilsins þegar tveir
leikir eru eftir.
Íþróttir Innlendur annáll 20. desember 2022 þriÐJUDAGUr