Fréttablaðið - 20.12.2022, Blaðsíða 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767
| Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn:
Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is,
s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
sjofn@frettabladid.is
Í tilefni þess að Gunna Sigga vann
þessa vinsælu keppni var hún feng-
in til að fullkomna brauðtertuna og
setja hana í jólabúning í þættinum
Mat og heimili á Hringbraut þar
sem boðið var upp á eitís-jólakaffi
eins og það gerist best. Brauðtertan
var í forgrunni og sló í gegn.
Gunna Sigga er fædd og uppalin
á Ísafirði og er yngst átta systkina.
Foreldrar hennar eru Guðrún Val-
geirs og Matthías Vilhjálmsson.
Gunna Sigga vinnur sem ritari hjá
Háskólasetri Vestfjarða þar sem
hún nýtur sín í starfi og er í raun
miklu meira en ritari. „Til Ísafjarðar
hafa komið um eða yfir 200 nem-
endur og ég hef trúlega komið eitt-
hvað að matargerð fyrir þau öll, fer
í hlutverk móður á meðan þau eru
hérna í haf- og strandsvæðanámi
og sjávarbyggðanámi,“ segir Gunna
Sigga sem er mikill ástríðukokkur.
„Ég hef alltaf unnið eitthvað í
kringum mat um ævina hvort sem
það var í frystihúsi um fermingu
eða í veislum á veitingastaðnum
Krúsinni á Ísafirði, kokkur á togara
eða sem smurbrauðsfrú í Kaup-
mannahöfn.“
Þegar Íslandsmótið í brauð-
tertugerð, sem haldið var á vegum
Ormsson, var auglýst í haust, varð
Gunna Sigga strax heit fyrir því að
taka þátt. „Ég sá eftir að hafa ekki
tekið þátt í keppninni árið 2019 en
hún var haldin á vegum Brauð-
tertufélags Erlu og Erlu á Menn-
ingarnótt. Ég ákvað því að slá til að
þessu sinni þegar ég sá þessa aug-
lýsingu frá Ormsson, skráði mig til
leiks og keyrði í bæinn eftir vinnu á
föstudegi, en keppnin var haldin á
laugardegi.“
Kom, sá og sigraði
Spurð segir Gunna Sigga að upp-
skriftin að rækjubrauðtertunni sé
nokkuð svipuð og oft áður nema
hún hafi bætt við einu leynihrá-
efni sem hafi toppað bragðið. „Ég
setti ferskt dill í brauðtertuna
sem gerir svakalega gott bragð
og kemur bragðlaukunum á flug.
Yndisleg hjón gáfu mér mikið af
salati, dilli, eggjum og sítrónum
sem þau rækta í Önundarfirði sem
ég notaði í brauðtertugerðina en
rækjurnar eru frá Kampa Ísafirði.
Ég setti brauðtertuna saman á
föstudagskvöldi þegar ég kom
til Reykjavíkur en skreytti hana
síðan á laugardagsmorgni rétt fyrir
keppnina.“
Dómnefndin gat ekki staðist
þessa girnilegu rækjubrauðtertu
og er Gunna Sigga því Íslands-
meistari með bragðbestu brauð-
tertuna.
Ómissandi að baka á aðventunni
Kræsingar sem voru í boði á
níunda áratugnum, eins og
áhorfendur sáu í Verbúðinni í sjón-
varpinu, eru í miklu uppáhaldi hjá
Gunnu Siggu. „Ég er frekar mikið
fyrir brauðtertur og finnst gaman
að bjóða upp á kökur, pönnukökur,
kleinur og mat,“ segir hún.
„Núna þegar styttist í jólin
og aðventugleðin ómar um allt
finnst mér mikilvægt að það séu til
mömmukökur, sörur og lagkökur,
það eru mínar uppáhaldskökur og
ómissandi að baka á aðventunni.
Ég baka ekki mikið meira fyrir
mig og Karl Eron, einkasoninn,
kannski meira fyrir vini og kunn-
ingja. Síðan finnst mér ómissandi
að fara í góða vestfirska skötu á
Þorláksmessudag hjá Björgunar-
félagi Ísafjarðar og pylsu í Hamra-
borg á hádegi á aðfangadag. Mér
finnst síðan jólin koma þegar
byrjað er að sýna jólamyndirnar
en jólin eiga að snúast um samveru
og frábært að komast líka á jóla-
tónleika.
Fyrir eitís-jólakaffið í þættinum
Mat og heimili var hátíðarborðið
dekkað í eitís-stíl og veitingarnar
sem bornar voru fram sömu-
leiðis. Hrafnhildur Þorleifsdóttir,
blómaskreytir og eigandi Blóma-
Jólasmákökurnar njóta vinsælda og
gleðja bæði auga og munn. Hér eru
þær fallega settar á disk.
Rækjubrauðtertan hennar Gunnu Siggu
Rækjusalatið á
brauðtertuna
450 g rækjur (byrja á að láta þær
þiðna)
6 egg, söxuð
400 g majónes
¼ tsk. aromat
¼ tsk. sítrónupipar
¼ tsk. grillkrydd
¼ tsk. engifer
½ -1 tsk. saxað ferskt dill
Fyrir brauðtertuna
og skraut
Eitt brauðtertubrauð, skorið
langsum (gerir fjórar hæðir)
Majónes og sýrður rjómi til að
smyrja brauðtertuna með eftir
smekk
Egg, agúrkur, sítrónur, salat, dill
og rifsber í skreytingu
Geymið smá af rækjunum. Getið
auðvitað notað það grænmeti sem
til er að hverju sinni.
Byrjið á því að gera rækjusal-
atið. Þegar það er tilbúið er brauð-
tertan sett saman, ég geri fjórar
hæðir. Skerið endana af brauðinu.
Hrærið saman majónes og sýrðan
rjóma, jöfn hlutföll. Smyrjið
brauðtertuna að lokum með
blöndunni af majónesi og sýrðum
rjóma. Geymið í ísskáp yfir nótt.
Skreytið rétt áður en þið berið
brauðtertuna fram. Rifsberin setja
brauðtertuna í jólabúninginn. n
Elva Ágústsdóttir stílisti og Hrafnhildur Þorleifsdóttir blómaskreytir sáu um að dekka hátíðarborðið í eitís-stíl og
nutu jólakræsinganna með Gunnu Siggu og Sjöfn Þórðar. FRéttABLAðið/VALLi
gallerís við Hagamel, sá, ásamt
Elvu Stefánsdóttur stílista, um
að dekka borðið þar sem rauðar
jólastjörnur og grænt greni spiluðu
aðalhlutverkið enda mikið um
rauðar jólastjörnur á heimilum
landsmanna á níunda áratugnum.
Mánaðarbollarnir voru teknir
fram enda eru þeir fullkomnir
fyrir heitt súkkulaði jafnt sem
kaffi. Gunna Sigga sá um að setja
vinningsbrauðtertuna í jólabúning
og boðið var upp á uppáhaldssmá-
kökur viðstaddra, mömmukökur,
vanilluhringi, piparkökur, spesíur
og súkkulaðibitakökur. Loks var
boðið upp á lagterturnar sem hafa
fylgt þjóðinni í áranna rás, bæði
ljósa og brúna sem bakaðar voru
af bakarameistaranum Steinþóri í
Björnsbakaríi. Eitís-jólakaffið var
síðan toppað með jólakonfektinu
frá Nóa Síríusi sem borið var
fram í fallegum konfektkassa þar
sem íslensk náttúra skartaði sínu
fegursta.
Gunna Sigga sviptir hér hulunni
af uppskriftinni að vinningsbrauð-
tertunni sem tilvalið er að bjóða
upp á með jólakaffinu í ár. Hver
man ekki eftir jólaböllunum sem
haldin voru um land allt þar sem
boðið var upp á dýrindis brauð-
tertur, jólasmákökur og lagtertur?
Jólahefðir og -siðir eins og þessar
eru klassík sem gaman er að halda
á lofti með yngri kynslóðunum
og rifja upp hlýjar jólaminningar
úr bernsku. Lítil jólasmákaka eða
dýrindis brauðterta getur komið
okkur á bragðið og jólaminn-
ingarnar verða til. n
Margir baka lagtertur fyrir jólin, hver
með sínu nefi, annað hvort hrærðar
eða hnoðaðar.
Ég er frekar mikið
fyrir brauðtertur
og finnst gaman að bjóða
upp á kökur, pönnu-
kökur, kleinur og mat.
Guðrún Sigríður
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB
SKOÐIÐ
NETVERSLUN
LAXDAL.IS
Glæsilegur
hátíðarfatnaður
2 kynningarblað A L LT 20. desember 2022 ÞRIÐJUDAGUR