Fréttablaðið - 20.12.2022, Side 28

Fréttablaðið - 20.12.2022, Side 28
pappann af, þá var glansdúkurinn alveg stamur og það var ekki séns. Á síðustu stundu ákvað ég að taka handahlaup,“ segir fyrrverandi antisportistinn. „Þetta er rokklag og maður þarf að hafa þetta grand,“ bætir hann við. „Þetta er bara hreyfiþörf, við skulum orða það þannig. Ég hef bara alltaf verið svona kvikur, þrátt fyrir fyrrum hatur mitt á almennri líkamsrækt. Ég hleyp og fer í lík- amsrækt sem öllum vinum mínum finnst sjúklega fyndið. Það byrjaði bara fyrir þremur árum. Lífið hittir mann stundum á mjög furðulegum mómentum. Ég var að syngja í Bandaríkjunum í tvær, þrjár vikur og fór út með tilbúið prógramm. Þá er maður með heilmikinn tíma á höndum sér. Þá hugsaði ég: Jæja, ég ætla að prófa hvort ég geti vanið mig á að hlaupa. Ég hljóp á hverjum einasta degi í tæpan mánuð, fyrst bara eitthvað smá. Eftir það hef ég hlaupið og stundað líkamsrækt og finnst það bara frábært.“ Handahlaupin á laugardags- kvöldið áttu sér þannig ekki langan aðdraganda. „Ég ákveð þetta bara í tröppunum þegar þeir voru að kynna mig. Ég var með sendi límd- an á mig og í sparifötum og athugaði hvort þetta héngi ekki allt á sínum stað.“ Gissur útskýrir að þannig hafi meðsöngvarar hans ekki verið með öllu upplýstir um uppátækið. „Þeir vissu að ég ætlaði að gera eitthvað en þeir vissu ekki hvað. Svo var sviðið ekki stórt.“ Jólastemning í janúar Gissur er altalandi á ítölsku eftir átta ára búsetu á Ítal- íu. „Ég var þar að læra söng. Fyrsta skipti sem við konan mín fórum í stórmarkað að kaupa í matinn var kom- inn miður janú- a r, jólin búin og allt. Ég tók eftir því að það var dúndrandi jóla- stemning í búð- inni og verið að spila hvert jólalagið á fætur öðru. Svo fattaði ég: Já, þetta eru auðvitað öll ítölsku dægurlögin sem Björgvin hefur dundað sér við að taka og breyta í jólalög. „Ef ég nenni“ er ekkert jólalag heldur late eighties popplag á Ítalíu.“ Að sögn Gissurar eru: „Ítalir sjúk- ir í gömlu góðu eighties og nineties músíkina sína og þetta rúllar dag- inn út og inn.“ Gissur segist hafa hlustað mikið á Jólahjól í f lutningi Stefáns Hilmars- sonar og Snigla- bandsins þegar hann var barn, og seg ist hafa dýrkað það þegar hann var tíu ára gamall . „Þett a var svalasta lag í heimi,“ seg ir hann. „Stefán er mikill Ítalíumað- ur og okkur datt í hug að það væri sniðugt og fyndið að ég myndi snara þessu yfir á ítölsku, þannig að ég þýddi og staðfærði lauslega stutt erindi. Jólahjól er ekki ítalskt dægurlag og þá fannst okkur fyndið að gera þetta aftur á bak. Taka íslenskt hreinræktað jóla- lag og setja ítalskan texta inn í það.“ Fengu formlegt leyfi Veður og færð settu strik í dag- skrána hjá mörgum Íslendingum um helgina og þar voru gestir og f lytjendur Jólagesta ekki undan- skildir. „Trommarinn og hljómborðs- leikarinn, býsna mikilvægir póstar í hljómsveitinni, voru báðir veður- tepptir á tónleikadag fyrir austan fjall. Þeir komu klukkutíma fyrir show, alveg sultuslakir. Það var rosa prósess. Það var sendur risajeppi að ná í þá og það þurfti að fá formleg leyfi til að keyra lokaða vegi,“ segir Gissur. Íslendingar lögðust þannig á eitt til að geta haldið jólagesti? „Já klárlega!“ n Sjá nánar á frettabladid.is Þeir vissu að ég ætlaði að gera eitthvað en þeir vissu ekki hvað. Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson stal senunni á Jólagestum Björgvins sem fram fóru í Laugardalshöll á laugardagskvöld. Gissur tók sig til í miðjum flutningi á laginu Jólahjól, og fór á handahlaupum niður stiga og inn á sviðið og hóf upp raust sína í nýju erindi lagsins á ítölsku. ninarichter@frettabladid.is „Ég sit hérna og reyni að ná tökum á lífi mínu í þessum ágæta jóla- mánuði,“ segir stórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson og skelli- hlær. Það liggur beint við að spyrja hvort glæst fimleikafortíð liggi að baki þessum ógleymanlegu töktum á Jólagestum Björgvins um helgina, þar sem Gissur framdi sitt eigið jólahjól í handahlaupum á sviðinu. „Fimleikafortíðin er engin. Ég var annálaður antisportisti á mínum menntaskólaárum í Menntaskól- anum í Kópavogi og barðist með eldi og brennisteini fyrir því að fá að taka bóklega leikfimi, sem ég fékk ekki,“ segir Gissur. „Það er bakgrunnurinn. Ég reif kjaft þarna alveg eins og ég gat en þurfti á end- anum að taka mína leikfimi.“ Ákveðið á síðustu stundu Söngvarinn bætir við að þarna sé um að ræða blöndu af gríðarlegu keppnisskapi og ADHD. „Ég hef alltaf verið mjög kvikur og lipur. Þegar við vorum að æfa innkom- una í Jólahjólið, og nú er Jólahjól ekki aðal-tenórlagið í sýningunni – hugsaði ég hvað ég ætti að gera,“ segir hann. „Þá byrjaði ég á að koma hlaup- andi niður tröppurnar, henda mér á hnén og svona rokk-slæda inn á sviðið. Það var rosa töff. En vandinn var sá að þá var pappi á gólfinu til að verja glansdúk á sviðinu. En þegar ég ætlaði að reyna þetta þegar búið var að taka Á handahlaupum inn á sviðið á ítölsku jólahjóli Gissur Páll Gissurarson gerði sér lítið fyrir og snaraði og staðfærði í ítalskt erindi af klassíska smell- inum Jólahjól. mynd/mummi Lú / AnítA ELdjárn 20 Lífið 20. desember 2022 ÞRIÐJUDAGURFréttablaðiðLífIÐ Fréttablaðið 20. desember 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.