Fréttablaðið - 20.12.2022, Page 30
Mér finnst ég eiga
tilfinningalegt sam-
band við jökla og fjöll.
Laufey Elíasdóttir
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@
frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078:
Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
www.husgagnahollin.is
Sími: 558 1100
PINTO
U-sófi með vinstri eða hægri tungu. Koníakslitað
Kentucky bonded leður. 349 x 206 x 85 cm.
349.990 kr. 419.990 kr. SPARAÐU 70.000 KR.
AFGREIÐSLUTÍMI
NÆSTU DAGA
20. DES. ÞRIÐJUDAGUR 11–19
21. DES. MIÐVIKUDAGUR 11–19
22. DES. FIMMTUDAGUR 11–19
23. DES. FÖSTUDAGUR 11–20
24. DES. LAUGARDAGUR 10–13
25. DES. JÓLADAGUR LOKAÐ
26. DES. 2. Í JÓLUM LOKAÐ
27. DES. ÞRIÐJUDAGUR 11–18
ECLIPSE
Borðstofuborð, svartur askur. Stækkanlegt.
200 x 110 x 77 cm. 249.990 kr. 279.990 kr. SPARAÐU 30.000 KR.
LUCIA
Hornsófi, hægra eða vinstra horn. 310 x 204 x 81 cm.
469.990 kr. 569.990 kr. SPARAÐU 100.000 KR.
ONTARIO
Borðstofustóll, grár eða
drapplitaður. 26.990 kr.
33.990 kr. SPARAÐU 7.000 KR.
CRESTON
Borðstofustóll, ýmsir litir.
31.990 kr. 39.990 kr.
SPARAÐU 8.000 KR.
MATIS
U-sófi með hægri eða vinstri tungu. 317 x 186 x 78 cm.
229.990 kr. 279.990 kr. SPARAÐU 50.000 KR.
Hönnuðurinn María Erics-
dóttir Panduro og Laufey
Elíasdóttir ljósmyndari
standa fyrir prentseríu sem
kallast Takk, jöklar. Þær vinna
grafíkverk upp úr öllum
jöklum á Íslandi út frá með-
vitund um aðsteðjandi ógn
vegna hnattrænnar hlýnunar.
ninarichter@frettabladid.is
„María var að vinna fyrir systur
mína fyrir rúmlega tíu árum. Þar
kynntumst við,“ segir Laufey Elías-
dóttir um aðdraganda verkefnis-
ins. „Svo kemur María í heimsókn
til mín og langar í samstarf. Hún
sér Snæfellsjökul, orginalinn, uppi
á vegg hjá mér og heillast svona af
honum. Við ákváðum að fara af stað
með jöklaverkefni og búa til grafík
úr ljósmyndum. Við erum búnar
að mynda Eiríksjökul en ætlum að
mynda f leiri jökla. Sá eini sem er
tilbúinn er Snæfellsjökull,“ segir
hún.
Ljósmyndin sem María sá á
veggnum hjá Laufeyju var tekin af
Snæfellsjökli á Djúpalónssandi í
nóvember 2017.
„Mér finnst ég eiga tilfinninga-
legt samband við jökla og fjöll. Mér
finnst erfitt að vita af hlýnun jarðar
og að jöklarnir okkar séu að bráðna
og hverfa, hægt og rólega. Mér finnst
mikilvægt að tengjast. Það er ein-
hver náttúrutenging,“ segir Laufey
sem segist fara mikið í sjóinn og
sækja þangað kraft. Hún segir mikil-
vægt að anda inn í hjartað til að við-
halda umræddri tengingu.
Hissa yfir áhrifunum
„Ég var hissa þegar ég sá jökla-
myndina hjá Laufeyju,“ segir
María. „Mér fannst þetta svo f lott
og var hissa yfir hvað þetta hafði
mikil áhrif á mig. Mér finnast fjöll
og jöklar klisju kennd, eins og sólar-
lag. Ég er hönnuður og hugsa svo
mikið visjúal. Ég vil alls ekki hafa
sólarlagsmynd í kringum mig,“ segir
María og hlær.
Hún tekur þó fram að hún eigi
mynd af Heklu sem hún fann á
nytjamarkaði, sem tekin var fyrir
mörgum árum. „Hún er mislituð
og hefur furðu mikil áhrif á mig.
Ég heillast mikið af Heklu. En mér
fannst þetta skemmtilegt verkefni,
að reyna að sjá jökla í öðru ljósi,
sérstaklega út af hlýnun jarðar. Þó
að ég færi inn í verkefnið með þetta
markmið er ég samt hissa yfir hvað
það hefur verið skemmtilegt, og
hvað ég hlakka mikið til að vera í
kringum þessa jökla,“ segir hönn-
uðurinn. María segist fá mikið út
úr því að ferðast í kringum Eiríks-
jökul og bætir því við að hún hafi
aldrei keyrt í kringum hann eða
upp að honum áður. Skemmtilegt
hafi verið að búa til verk af jökli
sem hana langaði að horfa á inni í
stofu. „Litirnir hjálpa líka. Svo er
gaman að blanda tegund af mynd
af náttúru við abstrakt list. Ég er
ánægð með hvernig það kom út,“
segir María.
Þær stefna á að vinna myndir af
öllum jöklum og síðastur verður Ok,
jökullinn sem nú er horfinn. „Við
endum á honum. Við stefnum á þrjú
til fimm ár til að klára þetta allt. Við
ætlum að fara af stað í janúar, keyra
inn á Kjöl og taka Langjökul. Svo
þurfum við að fara vestur – og út
um allt,“ segir María. „Hugsunin er
líka að mynda jöklana alltaf í ljósa-
skiptunum. Þegar maður gerir það
verður myndin svona blá sem er
mjög heillandi,“ segir María.
Myndin af Snæfellsjökli hangir
uppi í Kaffifélaginu á Skólavörðu-
stíg. n
Allir Íslands jöklar verða
prentuð grafíklistaverk
Laufey Elíasdóttir og María Panduro Ericsdóttir heillast af jöklum og lyfta þeim í listinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRyGGUR ARI
ninarichter@frettabladid.is
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, hefur
haft í nógu að snúast á aðventunni.
Í Mosfellskirkju í kvöld klukkan 20
heldur hún síðustu tónleikana fyrir
jól undir yfirskriftinni Diddú og
drengirnir, en umræddir drengir
eru blásarasextett sem starfað hefur
með söngkonunni í aldarfjórðung.
„Við höfum gert þetta árlega og
Mosfellskirkja hefur verið okkar
heimahöfn öll árin. Við höfum
farið víða,“ segir Diddú létt í bragði.
Vegna 25 ára samstarfsafmælis hafa
Diddú og drengirnir leikið fleiri tón-
leika á þessu ári en vanalega.
„Við erum með mjög fjölbreyti-
legt prógramm. Þetta er alltaf rosa-
lega notaleg stemning í sveitinni.
Það er bara hægt að kaupa miða við
innganginn. Við höfum þetta sveita-
legt og heimilislegt,“ segir Diddú.
„Við syngjum íslensk og ítölsk og
frönsk jólalög. Þetta er mjög jólalegt
og alþjóðlegt prógramm sem við
erum með. Svo syngja allir saman í
lokin, Heims um ból,“ segir hún.
Er Diddú búin að undirbúa jólin
2022?
„Nei, það er svo erilsamt alla
þessa aðventu að ég hef ekki komist
í það ennþá,“ segir hún.
„Ég fæ alltaf alla heim á aðfanga-
dag og er að dúlla í eldhúsinu allan
daginn. Þess vegna hef ég ekki tekið
að mér söng á aðfangadag. Ég verð í
faðmi fjölskyldunnar.“ n
Diddú og drengirnir í aldarfjórðung
Diddú slær upp tónleikum í Mosfells-
kirkju í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFáN
22 Lífið 20. desember 2022 FréttAblAðið