Barnadagsblaðið - 19.04.1951, Blaðsíða 5
BARNADAGSBLAÐIÐ
3
Séra Sveinn Víhngur:
Góður vinnumaður
Einu sinni var drengur. Hann átti heima í sveit. Foreldrar
hans voru vel efnuð, faðirinn háskólagenginn. Þeim þótti
vænt um drenginn. Þau ólu í brjósti nokkurn metnað hans
vegna. Þau voru á eitt sátt um það, að setja drenginn til
mennta og láta ekkert til sparað, að afla honum skólalær-
dóms og embættisframa.
Dag einn kölluðu þau á drenginn og sögðu honum frá fyrir-
ætlunum sínum. Og þau spurðu hann: „Hvað langar þig nú
mest til að verða, þegar þú ert orðinn stór?“ Drengurinn
hugsaði sig lengi um. Foreldrarnir biðu með óþreyju eftir
svarinu. Að lokum leit hann upp og sagði: „Ja — ég vil nú
helzt bara verða góður vinnumaður".
Nú er þessi drengur gildur og dugandi bóndi. Hann hefur
húsað bæ sinn, sléttað og aukið túnið. Bráðum grænkar túnið
hans og haginn. Börnin leika sér á gróandi grundinni fyrir
neðan bæinn í sólskini vorsins.
Oft hef ég hugsað um svar þessa drengs. Stundum segja
bömin það á sinn einfalda, auðskilda og hreinskilna hátt,
sem furðu lengi er að vefjast fyrir þeim, sem eldri eru og
lærðari.
Er það ekki í raun og veru augljóst og auðskilið mál, þegar
barnið hefur bent oss á það, að höfuðtakmark alls uppeldis
og allra skóla, er blátt áfram þetta, að stuðla að því — og
stuðla að því fyrst og fremst — að hin vaxandi kynslóð vilji
verða og verði góðir vinnumenn í hvaða stétt, sem starfað
er? En ef svo er, þá er það líka helzta og fremsta skylda
foreldranna, kennaranna og þeirra, sem kennslu- og uppeldis-
málunum ráða, að haga starfi sínu og afskiptum í samræmi
við þetta megin sjónarmið að svo miklu leyti, sem því verður
við komið.
Foreldrar ættu jafnan að hugsa sig vel um, áður en þeir
nota þjóðfélagsaðstöðu sína til þess að troða börnum sínum
í skóla og keyra þau, oft sárnauðug þá löngu menntabraut,
sem liggur til hinna svonefndu „fínni“ embætta. Þeir ungl-
ingar, sem þvingaðir eru til þess náms, sem hvorki hugur
hneigist til né hæfileikar samsvara, verða sjaldnast „góðir
vinnumenn" og ber raun því víða vitni. Hins vegar má ætla,
að þetta fólk hefði margt notið sín prýðilega, ef það hefði
fengið að velja sér það starfssvið, sem bezt samhæfði gáf-
um þess og hæfileikum.
Og hvað er að segja um hið umfangsmikla og dýra skóla-
kerfi vqrt? Er þar fyrst og fremst unnið að því að miða
kennslutilhögun, námsgreinaval og skólaandann við það að
þroska nemendurna til þess að verða fjó'öir vinnumenn?
Hvað virðist yður? Hvað segir reynslan yfirleitt í þeim
efnum?
Það er ekki nema gott og blessað að kenna þjóðinni að
skrifa og lesa og reikna. En það er hvorki mögulegt eða hollt
fyrir alla að lifa af því að skrifa og lesa og reikna. Skrif-
stofunum er ekki hægt að fjölga í það óendanlega. Ég held
að vér þurfum að skilja það og læra, að þar skiptir óendan-
lega litlu máli hvað starfið heitir, sem vér stundum, heldur
skiptir hitt máli, hvernig vér rækjum það, hvort vér reyn-
umst þess umkomnir að leysa það af höndum með samvizku-
semi, trúmennsku og dugnaði, — hvort vér viljum vera og
verðum góðir vinnumenn.
Og það er þetta, sem heimilin, kirkjan og skólarnir verða
sameiginlega að vinna að. Virðing fyrir starfinu, ásamt trú
á Guð og gildi og sigur hins sanna og góða, eru þær náms-
greinir, sem vér sízt höfum efni á að vanrækja.
//,
oretam
1. Elskið barn yðar einhuga og af öllu. hjarta, allri sálu
og öllum mætti.
2. Lítið ekki á barn yðar sem einhvern hlut, er þér eigið,
heldur eins og sjálfstæða veru, sérstæðan persónuleika.
3. Kappkostið að ná ást og virðingu barnsins. Það má þó
ekki koma fram sem krafa, heldur sem skilningsrík ósk
yðar um ást og virðingu.
4. Hvert sinn, er þolinmæði yðar er að þrotum komin, vegna
þroskaskorts eða breka barns yðar, ættuð þér að minn-
ast þess, að þér hafið einu sinni barn verið.
5. Munið, að það er einkaréttur barns yðar að líta á yður
sem hetju, og reynið að keppa að því að vera það.
6. Gleymið ekki, að gott fordæmi og persónutöfrar eru þús-
und sinnum áhrifaríkari en aðfinnslur og siðaprédikanir.
7. Reynið að vera bami yðar ráðhollir leiðtogai’, án þess
að troða því slóð eða bera það á höndum.
8. Kennið barni yðar að standa á eigin fótum og berjast
eigin baráttu.
9. Kennið barni yðar að skynja fegurð, ástunda hið góða,
elska sannleikann og lifa í sátt við meðbræðurna.
10. Keppið að því að eignast fyrirmyndar heimili, gi’óður-
reit yðar eigin hamingju, barna yðar, vina fjölskyld-
unnar og barna þeirra.
(Úr bókinni: THE CHILD).
„SÓLSKIN" kemur út í 22. sinn
Það er skemmtilegt að vanda og fjölbreytt. Efni þess er frum-
samin kvæði og þulur, þýddar sögur, leikrit, þrautir, gátur og
getraun.
Frú Vilborg Sigurðardóttir, uppeldisfræðingur, annaðist út-
gáfu „Sólskins" fyrir stjóm Sumargjafar að þessu sinni, eins og
í fyrra. Bókin er prýdd mörgum teikningum, er Halldór Péturs-
son og Ursula Moray Williams hafa gert.
„Sólskiri1 er orðin mjög vinsæl barnabók. Stórt upplag hennar
selst svo að segja upp á rúmum einum degi. Enda er þetta ódýr-
asta sumargjafabókin handa bömum.
„Sólskin" kostar kr. 10,00, eins og undanfarið.
Kaupið „Sólskin!“