Barnadagsblaðið - 19.04.1951, Qupperneq 6

Barnadagsblaðið - 19.04.1951, Qupperneq 6
4 BARNADAGSBLAÐIÐ Þegar hafísinn var rekinn út í hafsauga Eftir Sigríði Björnsdóttur frá Hesti Sennilega hefur viðhorf íslenzkrar æsku til náttúrunnar breytzt nokkuð á síðustu áratugum. Þó trúi ég því tæplega, að ekki leynist enn, — að minnsta kosti hjá sveitabarninu — eitthvað áþekkar tilfinningar og ríkjandi voru meðal okkar barnanna, sem ólumst upp kring um aldamótin. Ekki veit ég hvort það hefur stafað af hinni miklu vor- þrá okkar, hversu vel við fylgdumst með öllum merkis- dögum og tímatali, einkum seinnipart vetrar, þó hygg ég það. Við þekktum vel Þorra gamla, Góu og Einmánuð. í mín- um huga voru þau sérstakir persónugerfingar. Þorri var að- sópsmikill karl, alskeggjaður, skinnklæddur með klakadröngla hangandi í skegginu, og þessa klakadröngla fannst mér hann hrista framan í okkur, og var hann þá ekki beint árenni- legur. Góa fannst mér oftast vera eldri kona í bládropóttri dag- treyju og dökku pilsi með köflótta dúksvuntu. En þetta átti aðeins við, þegar hún reyndist sólrík og kyrrlát. En þannig fannst mér hún oft vera. En þegar hún var hörð, var hún heldur í öðrum ham. Að ofanverðu var hún þá klædd mó- rauðri duggarapeysu, með uppbrotið pils og svart ullarsjal á höfði. Á fótum hafði hún stóra leðurskó og alltaf var hún í ljótum togsokkum, sem hólkuðust niður um mjóa leggina. Eiginlega var þetta lýsing á förukerlingu, sem okkur virtist stundum anda kalt frá, en var tíður gestur heima. Einmánuður fannst mér gleiðgosalegur umrenningur, sem illt var að treysta of vel. En svo kom Harpa með sumardeginum fyrsta. Nafnið sjálft minnti á fallegt lag. I mínum huga var hún ung og fögur stúlka með mikið slegið hár. Mér fannst hún sitja á steini undir fossi með hörpuna við hlið sér. Útmánuðirnir reyndust oft erfiðir og fulllangir þegar illa gekk. Flest fór það fram hjá okkur börnunum. Áhyggjurnar báru þeir, sem breiðari bökin höfðu, og þó gat það ekki al- gerlega farið fram hjá okkur, ef eitthvað ábjátaði venju fremur. Mér fannst t. d. kvíði setjast að í sál minni, þegar ég heyrði eldhússtúlkuna tala um, að nú væri eldiviðurinn að þrotum kominn. En út yfir tók, ef ég hlustaði á viðræður mömmu og pabba, og þau voru eitthvað uggandi um horf- urnar með mat eða annað. Ég trúði á dómgreind þeirra, og væru þau óttaslegin út af einhverju, þá var og ástæða til að óttast. Og nú ætla ég að segja ykkur af óvenju hörðum vetri — ísavetri, sá vetur hefur verið fyrir aldamótin, að ég hygg. Góa og Einmánuður höfðu verið óvenju höi’ð, þrálát norð- an stórviðri með miklu fannkyngi. Og hafísinn var kominn og orðinn landfastur fyrir Norðurlandi. Þetta voru ægileg tíð- indi. Hafísinn, sem var okkar „forni fjandi", sem ekki ein- göngu bar kulda að landinu, heldur einnig teppti allar sigl- ingar til þess. Inn á hvern fjörð hafði þessi óttalegi gestur lagt leið sína, og teygði helkaldar nágreipar ,sínar utan um hvert nes og hvern skaga, og spjó hríðarkólgu inn yfir landið. Nú fór ástandið heldur að versna í sveitinni. Flestir bæir áttu töluvert af rúgmjöli og bankabyggi og jafnvel hrísgrjón- um, en um munaðarvöruna var nú heldur minna, bæði kaffi, sykur og hveiti. Enginn gat heldur gizkað á, hvað hafísinn yrði lengi, hann gat setið fastur fram eftir vorinu, og þá gátu afleiðingarnar orðið alvarlegar. Við systkinin hugsuðum ekki langt fram í tímann. Okkar hugsun snerist mest um sumardaginn fyrsta. Til hans vor- um við mikið búin að hlakka. En ef allt yrði í snjó og ís og ekkert yrði til, ekki sykur, kaffi né kökur. Ekkert laufa- brauð með hangiketinu, það var þó einn sjálfsagðasti liður- inn í sumarfagnaðinum. Og svo yrði fullorðna fólkið náttúr- lega svo niðurdregið, vildi kannske ekkert leika sér við okk- ur, — en það var held ég eini dagur ársins, sem fullorðna fólkinu fannst það ekki frágangssök að leika sér líka, jafnvel fara í eltingaleiki. Það var ekki lítill fögnuður að sjá það í Skessuleik og Eyjuleik, eða það fannst okkur að minnsta kosti. Seinustu vetrarvikurnar voru langar og leiðinlegar — sí- feldir norðanstormar og illviðri. Mamma reyndi að brenna rúg og hafa í kaffistað, en það þótti engum gott. Banka- byggið var malað og haft í lummur, en þá vantaði sykurinn! Pabbi sagði okkur sögur af fólki, sem hefði haft það mikið verra, það var „hér áður“, það hafði haft lítið sem ekkert að borða. Ennþá hefðum við þó nógan mat, brauð, kjöt og slátur, meira að segja hangikjöt. Dagana síðustu fyrir sumardaginn fyrsta var logn og sól- skin. Miklibær stendur, sem kunnugt er, því sem næst í miðri Blönduhlíðinni, og liggur mjög vel við sól, í austanátt er því logn, en sunnanáttin og norðanáttin eru óbeizlaðar, en eru mjög ólíkar systur. Strax og hlýnaði í veðri og stillti til, fórum við systkinin að hyggja að búslóð okkar, sem fljótlega kom upp úr snjón- um. Búslóð þessi voru horn og leggir, sem úti höfðu orðið um haustið og því legið undir snjó. Ætlaði maður sér að eignast reglulega fínan gæðing, var gott að láta hann liggja undir snjó, þá fór öll fita úr honum, hann varð hvítur og tók vel lit. Um hádegisbilið síðasta vetrardag erum við syst- kinin alveg upptekin við þetta starf. Það var svolítil brekka milli lækjar og bæjar. Höfðum við brekkuna fyrir Blönduhlíðarfjöllin, en vorum bændurnir, sem bjuggu undir þeim, hvert með sitt afmarkaða landsvæði. Allt í einu fann ég að hárið var farið að fjúka til á mér og slást framan í andlitið, en mér var þó ekkert kalt. Ég var nýbúin að finna ágætan vekring í mínu fjalli, og hélt á honum í vatnsloppinni hendinni. Ég kastaði til höfðinu, en hárið kom aftur fram í andlitið, ég fer að skyggnast um. Það er komin gola — sunnangola. „Krakkar, það er komin hláka“, kalla ég ósköp spekingslega. — Við lítum öll í suðurátt, rétt til að finna vorboðann leika um kinnar okkar. „En hvað var þetta? Var ekki einhver að koma þarna sunnan að, í áttina frá Víðivöllum?“ Víðivellir var næsti bær fyrir framan Miklabæ. Þar bjuggu valinkunn sæmdarhjón, Sigurður Sigurðsson og Guðrún Pét-

x

Barnadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.