Barnadagsblaðið - 19.04.1951, Qupperneq 7
BARNADAGSBLAÐIÐ
5
ursdóttir. Mikil vinátta var alla tíð milli bæjanna. Við sáum
nú fljótt að þarna myndi Sigurður bóndi vera á ferð. Sig-
urður var frekar lítill vexti, nettfríður, stillilegur og prúður.
Við gerðum nú hlé á leik okkar og fylgdum honum með
augunum. Við sáum, að í annarri hendi hafði hann brodd-
staf, en æðistóran hvítan böggul í hinni, ekki ólíkt hveiti-
poka. Við sáum hann pjakka í ísinn á læknum áður en hann
fór út á hann. Síðan gekk hann til okkar. Hann heilsaði
okkur með handabandi, hverju fyrir sig, bað síðan eitthvert
okkar að ganga með sér heim, því hann þyrfti að finna hana
mömmu okkar. En við fórum náttúrlega öll, og ég hugsa,
að það hafi verið gott fyrir hvítskúruðu baðstofugólfin á
Miklabæ, hversu göngin voru löng, svo að mesta svaðið var
dottið af fótunum á okkur þegar við kominn í baðstofuna.
„Mamma, hann Sigurður á Víðivöllum vill finna þig, hann
er með hvítan böggul“. Þetta kom úr fjórum börkum 1 einu.
Mamma gekk nú fram til Sigurðar, og við sáum að þau
heilsuðust, og að hann rétti henni hvíta pokann um leið og
hann sagði:
„Þetta eru nú smámunir, en ég gerði þetta rétt að gamni
mínu, ég geymdi „sína velluna“ af hverju: kaffi, sýkri og
hveiti og skipti því jafnt milli þín og konunnar minnar. Það
er svo leiðinlegt að geta ekki fengið sér kaffisopa á sumar-
daginn fyrsta“.
Við stóðum svolítið til hliðar í göngunum, og heyrðum
hvert orð, og nú var heldur farið að gefa olnbogaskot og
illt að standa lengi kyrr. Enda þurfti þess ekki lengi, því
mamma fór með Sigurð til baðstofu, eftir að hún hafði þakk-
að honum gjöfina, en við hlupum út, til að gefa gleðinni út-
rás með hlaupum og ærslagangf.
Það lá enginn á liði sínu þennan dag á Miklabæ. Eftir litla
stund barst ilmandi kaffilykt um allan bæinn, og ekki skal
ég fortaka að bökunarlykt hafi fylgt í kjölfarið.
Það var jmdislegt að vakna morguninn eftir. Mamma færði
okkur sjálf kaffi ásamt fullum diski af kökum, hvert okkar
fékk sinn smádisk eins og venjulega á hátíðum, um leið bauð
hún okkur „gleðilegt sumar!“ — „Gleðilegt sumar, þakka
fyrir veturinn“. Allur bærinn hljómaði af þessari fallegu
kveðju. Og það var létt yfir öllum, ekki einungis vegna kaff-
isins og sykursins og kaffibrauðsins, heldur vegna þess, öllu
fremur, að komin var rakin sunnanátt og yndislegt veður,
sem góðir veðurspámenn sögðu að myndi haldast og myndi
koma ísnum burtu aftur, sem líka varð raunin á.
Ég man ekki, hvort við fengum sumargjafir í þetta sinn.
Stundum fengum við það, smágjafir, svo sem: vettlinga, il-
leppa, skyrtu, svuntu eða þess háttar. En eftir öðru man ég,
það voru allir glaðir, fólkið kom út til að leika sér. Við fór-
um eins og endra nær niður á „Kerhól“, þar fórum við í
Skessuleik og Eyjuleik, og ef til vill miklu fleiri leiki. Og
við náðum því þráða marki að fá stærstu vinnukonuna til
að vera skessu.
Sumardagurinn fyrsti leið og það komu margir góðir dag-
ar þar á eftir, dagar, sem ráku hafísinn út í hafsauga og
komu með skip fullfermt af nauðsynjavörum. Vorið færði
okkur röð yndislegra viðburða. Einn daginn var nýtúsprung-
in sóley undir bæjarveggnum. Uppi í hlíðinni, ofan við bæ-
inn, söng lóan ástarsöngva sína til vorsins. Og er út var
komið einn morguninn, var nýr gestur kominn í hlaðvarp-
ann, það var maríuerlan og niður á túnfæti var lítið grá-
tittlingshreiður. Einn daginn voru smálömb farin að leika
sér á túninu, og annan daginn varð einhver var við nýfætt
„^Jdua^ ólyldu, lömin oíhar
a
?
«
Eitt yngsta ríki plánetu vorrar er Ísraelsríki. En þegnar
þess eru, sem kunnugt er, af ævafornri menningarþjóð, sem
um aldaraðir hefur farið landflótta um flest ríki veraldar,
og er nú loks að sækja heim á ný, til fyrirheitna landsins,
eins og forðum til Kanaanlands.
Á fréttum má heyra, og af skrifum má sjá, að mikla at-
hygli vekur, hversu þessi þjóð hagar landnámi sínu, og þá
einkum það, hve hún lætur sér annt um börn sín. Heim I
fyrirheitna landið kemur hrjáð þjóð með sín gömlu 10 boð-
orð, frá spámanninum Móse. En sagt er, að þjóðin hafi á
langvarandi hrakningum lært nýtt boðorð, sem hjóðar svo:
„Heiðra skaltu son þinn og dóttur!“
Og þetta er sagt vera meira en innantóm orð. Verið er að
byggja upp nýtt ríki — Ísraelsríki —, framtíðarríki. Stefn-
ur, störf og framkvæmdir miðast því mjög við börnin og
hag þeirra.
Ung hjón keppast við að komast til fyrirheitna landsins,
áður en böm fæðast, til þess, að afkvæmin geti fæðst í lang-
þráðu föðurlandi. Þegar koma þarf upp bráðabirgðaþorpum
fyrir innflytjendur, er byrjað á vatnstumi, því að enginn
kemst af án vatns. En því næst er ævinlega ráðist í að koma
upp bamaheimilum, þá eru byggðir leikvellir fyrir bömin.
Og að því búnu hefjast aðrar, nauðsynlegar framkvæmdir.
Kjörorð þessarar þjóðar virðist vera: „Ekkert olnbogabam
í okkar ríki“. Og þegnamir virðast vera prýðilega samtaka
um að framfylgja því fagra fyrirheiti.
„Sjáðu þessi föt, þau eru handa þeim litlu!“
„Þetta máttu til með að smakka. Bæði mjólkin og graut-
urinn eru sérstaklega ætluð fyrir börnin“, — kvað mörg móð-
irin segja við gest, sem að garði ber.
Ferðalangurinn undrast það, að í verzlunum ber óvenju
mikið á barnafötum, barnavögnum og leikföngum fyrir börn.
Og það sem meira er: vörur þessar kváðu vera til einstakrar
fyrirmyndar, hvað gerð og gæði snertir. Auðsjáanlega gerð
af vísindalegri nákvæmni og móðurlegum skilningi á þörfum
barnsins. Og gluggar bókabúða em að hálfu þaktir bama-
bókum, en í hinum hlutanum ber mikið á bókum um upp-
eldismál, hyggindi, sem í hag koma við uppeldi bamanna.
Já, allar aðgerðir hins unga ríkis kváðu vitna fagurlega
um næman skilning þegnanna á því, að bömin eru framtíð
þjóðarinnar.
í hinum „gömlu“ ríkjum þykir eðlilegt að börn spyrji:
„HvaS skyldi pabbi og mamma segja?“
En í hinu nýja Ísraelsríki leggja foreldrarnir fyrir sig
eftirfarandi spumingu, þegar úr vöndu er að ráða, og ákveða
Framh. á bls. 12.
folald — ! Nei, viðburðaröðin hélt áfram, og öllu var tekið
með einskærri gleði.
En að síðustu vil ég aðeins segja ykkur, svona í mesta
trúnaði, að mér fannst lengi vel, — svona undir niðri — að
það hefði raunverulega verið Sigurður á Víðivöllum, sem kom
með sunnanvindinn, sem rak hafísinn burt. Ef til vill hefði
hafísinn líka bara orðið hræddur við stóra broddstafinn hans,
— því kannske gat hafísinn verið ferlegt tröll! Um það gat
lítil stúlka ekki sagt.
Gleðilegt sumar! Sigríður Bjömsdóttir