Barnadagsblaðið - 19.04.1951, Qupperneq 9
BARNADAGSBLAÐIÐ
7
„Hvernig eiga foreldrar, sem sjálf eru vanheil,
að geta alið og fóstrað heilbrigða kynslóð?"
TAUGAVEIKLUÐ MÓÐIR
Eftir dr. Wilhelm Stekel
(Kafli úr bókinni: ERZIEHUNG DER ELTERN)
Taugaveikluð móðir er alltaf þreytt. Hún getur varla á
heilli sér tekið, þegar hún vaknar á morgnana. Það er eins
og henni hafi ekki komið dúr á auga alla nóttina. Marga
nóttina liggur hún andváka og festir ekki blund. Oft hrekk-
ur hún upp af móki, böðuð í svita, með ofsalegum hjartslætti.
Þá rekur hún upp hálfkæfð angistaróp. Hana hefur dreymt,
að hún væri að hrapa ofan í djúpa gjá. Vera má, að vinnu-
stúlkan, sem hún var nýbúin að kenna húsverkin, hafi birzt
henni og tilkynnt, að hún væri að fara úr vistinni. Kannske
hefur hana dreymt, að heitt elskaður maður hennar hafi
kysst laglegustu vinkonu hennar, ellegar hún er elt af ó-
freskju og hendir sér fram af hömrum. Þessir árekstrar í
undirvitundinni bergmála í sál hennar, þegar hún vaknar
að morgninum. Henni er ljóst, að nóttin hefur ekki unnað
henni neinnar hvíldar, að örþreytt sál hennar hefur í draum-
um háð baráttu við óleysanlegar gátur og erfiðleika lífsins.
Hún er örþreytt. Henni er þungt í höfði, og það er sem blý-
lóð hangi við arma hennar. Hún er ráðþrota, henni er órótt.
Hún ann sér ekki neinnar hvíldar. Hún er hertekin af ómót-
stæðilegri þörf fyrir tilbreytni í störfum.
En þó að hún sé þreytt og syfjuð á morgnana, vakna nýir
kraftar hjá henni, þegar fer að kvölda. Henni finnst hún
gæti dansað og sungið alla nóttina. Hún væri fús til að fara
í leikhúsið, og að því búnu inn í eitthvert kaffihúsið, til þess
að ræða áhrif leiksins við vinkonu sína. Þá er hún aldrei
syfjuð.
Hún leitar skjóls hjá manninum, sem er þreyttur eftir
dagsverkið og þarfnast svefns og hvíldar. Að hugsa sér: Hún
segir frá markverðum fréttum, sem vinkonan hefur sagt
henni, — frá nýja kjólnum, sem saumakonan stórskemmdi.
Hún talar — og eiginmaðurinn hrýtur samúðarlaus. Hann
hefur beinlínis sofnað undir harmatölum hennar, — já, og
án þess að bjóða góða nótt, og án þess að gefa henni skyldu-
kossin, — þennan óláns skyldukoss. Það er svo sem auðvitað.
Hann elskar hana ekki lengur. Hann hefur aldrei elskað
hana. Nei annars, með því væri honum sýndur óréttur. Hann
elskaði hana — elskaði hana heitt. En ástin hefur kulnað.
Og sjálf er hún, eins og allar taugaveiklaðar konur, þjáð af
ófullnægðri ást. Hún þráir sífellt ást og umhyggju. Hún vildi
mega flýja í faðm eiginmannsins, eins og hjálparvana barn,
og hljóta ljúf aðlot. Hún vildi gjarnan sjá þess vott dag-
lega, að hann elskaði hana ennþá. Hún ásakar hann, og hon-
um finnst ásakanir hennar vera ósanngjamar. Hann, sem
hefur í svo mörgu að snúast. Hún verður vond, æsir hann
og þreytir. Og þegar öll sund virðast lokuð, reynir hún að
vekja hjá honum afbrýðissemi, svo að hann verði reiður og
heimti, að hún standi fyrir máli sínu. 0, þá er hún ósegjan-
lega hamingjusöm. Þegar hann hellir úr skálum reiði sinnar
yfir hana, þá ímyndar hún sér, að hann elski hana. Og af
næmum kvenlegum skilningi er hún hittin á að klóra honum
á sneggstu blettum. Hún er svo hrífandi í vanmætti sínum,
að hinn „strangi dómari“ liggur eins og saklaust lamb fyrir
fótum hennar. Því að taugaveikluð kona hefur óskiljanleg
tök á að hrífa mann sinn. Heilbrigð kona er jafnan sjálfri
sér lík, hvort hún er vond eða góð, trú eða ótrú. Tauga-
veiklaða konan er sinn daginn hvað, og býður manni sínum
upp á heilan herskara af tilbrigðum. Á sunnudögum er hún
Nóra, mánudögum Hedda Gabler, þriðjudögum Margareta,
miðvikudögum Medea, fimmtudögum Messalína, föstudögum
Mærin frá Orleans, og á laugardgum leikur hún aftur töfr-
andi unga stúlku. 1 stuttu máli sagt: Hún leitar allra bragða.
Það, sem einn daginn er henni til sannrar gleði, er henni
næsta dag ofurþung byrði, óbærileg kvöl. Og veslings eigin-
maðurinn, sem ætlar í dag að uppfylla óskir hennar frá því
x gær, stendur fullkomlega ráðþrota frammi fyrir þessum
óútreiknanlegu mótsögnum.
Auðvitað er hin taugaveiklaða móðir misskilin af þessum
vonda heimi, og af öllum sínum nánustu. Enginn þekkir
verðleika hennar, og enginn skilur hana. Henni veitist erfitt
að eignast vinkonur, og hún kvartar sáran yfir því. „Aðrar“,
segir hún, „eiga svo marga vini, en ég á ekki einn einasta.
Ég veit, að vísu, að ég er ólík öllum öðrum og á ekki sam-
leið með venjulegu fólki. Það er nú svo sérstakt með mig“.
En hún er sannfærð um, að þetta mundi ekki saka neitt,
aðeins ef maður hennar skildi hana. En hann er með allan
hugann við störf sín og framkvæmdir. — Alltaf starfsannir,
áhyggjur og hversdagsumsvif! Hvers vegna hafa aðrir eigin-
menn alltaf tíma til að sinna konum sínum? Af hverju á
maðurinn minn ætíð svona annríkt?
En raunverulega slítur þessi kona sér út sjálf. Allur starfs-
dagur hennar er óslitið taugastríð. Hún er síhrædd um að
verða of sein, — að börn hennar verði of stein í skólann,
að maturinn verði of síðbúinn, að henni vinnist ekki tími
til að skipta fötum nægilega snemma fyrir heimboðið. Eitt
rekur sig á annað í huga hennar og störfum. 1 sama mund
og saumakonan birtist með reikninginn, kemur grænmetis-
salinn og nýja vinnukonan, og þá þarf drengurinn endilega
að príla upp á stól, detta og meiða sig. Hún er í sífelldum
æsingi, og allt líf hennar er gegnsýrt af óþarfa umstangi
og amstri. Hún þráir kyrrð, og æskir friðar stundar að deg-
inum. En hvar er hana að finna? Taugaveikluð kona á örðugt
með að gera skyldu sína sem húsmóðir og móðir, meðan hún
vinnur sér svona erfitt, lítur þetta sjúklegum augum á til-
Framh. á bls. 12.