Barnadagsblaðið - 19.04.1951, Qupperneq 14

Barnadagsblaðið - 19.04.1951, Qupperneq 14
12 BARNADAGSBLAÐIÐ TAUGAVEIKLUÐ MÓÐIR Flramh. af bls. 7. veruna, og ýkir starfssvið sitt svona hroðalega. Hún berst við óhreinindin og rykið eins og það væri sjálfur Satan. Hún vill hafa allt í röð og reglu. Hún mundi vilja búa í vegleg- ustu íbúð, sem fáanleg væri. Og börnin hennar skyldu þá bera af öðrum börnum um framkomu og þroska. Börnin! Aðra stundina eru þau skjölluð og kjössuð, hina stundina ávítuð og hegnt án minnsta tilefnis. Einn daginn lætur móðirin allt eftir þeim, — þau eru svo sæt, greyin! Næsta dag gerir hún ósanngjörnustu kröfur til þeirra. Dag og nótt er hún síkvíðin, vegna barnanna. Hafi þau skroppið út, lítur hún kvíðafull á klukkuna. Og komi þau ekki aftur á nákvæmlega tiltekinni stundu, hleypur ímyndunaraflið með hana í gönur, og hún gerir sér fáránlegustu hugmyndir um afdrif þeirra. Hún sér í huganum börn sín verða undir bíl, rænd, misþyrmt. Fjórðungur stundar líður, og börnin koma ekki. Hún er ofurseld hræðslunni. En þá er dyrabjöllinni hringt. — Með ofsafögnuði ræðst hún að börnunum og tekur þau í faðm sinn með kossaflóði. Helzt mundi hún vilja hafa þau hjá sér alltaf. Og auðvitað nota börnin sér þessi óvæntu gæði, með því að ofbjóða móður sinni við hentugt tækifæri. Og þá grípur hún til þess að hræða þau með hótunum: „Alfreö! Þú mátt vera viss um, að ég kem þér burt af heim- ilinu. Ég þoli þig ekki hér, ég kem þér á barnaheimili. Bíddu bara, þangað til pabbi þinn kemur heim!“ Og svo kemur pabbi heim í bezta skapi, hamingjusamur yfir því að fá að vera með börnunum svo sem hálfa stund. En í stað þess verður hann að leika dómara, strangan dóm- ara, sem börnin eru hrædd við. Hann verður að halda heiðri sínum sem húsbóndi á heimilinu. Og geri hann það ekki, er honum gefið í skyn, að hann kunni ekki að ala upp börnin, og að það sé ómögulegt að ráða við drenginn, ef pabbinn hlægi að strákapörum hans. Auðvitað veit pabbi það ofur- vel, að í æsku sinni var hann sízt betri, ef ekki verri, en sonurinn. Honum er ef til vill ljóst, að happadrýgra er að lofa bömunum að reyna sig sjálf og reka sig á, en að vera sí og æ að ávíta þau. „Veslingurinn litli“, hugsar hann, sem þúsund sinnum á dag verður að hlusta á: „Þetta máttu ekki! Þetta er ekki viðeigandi! Þetta er bannað! Þetta er ljótt! Þetta er ósæmi- legt!“ o. s. frv. Og sé barnið óþekkt, er auðveld leið að gera samanburð á því og pabba: „Það eru engin undur, að Alfreð er eins og hann er. Þetta hefur hann frá þér“. Taugaveikluð kona segir margt við börnin, — auðvitað í æsingi —, sem hún alls ekki ætti að segja. Læknir slíkrar konu er þreyttur á henni og ráðþrota. Kvartanir hennar og klögumál eru óteljandi. Og tíðum tjáir hún nýja vanlíðan fyrir lækni sínum. Hún hrekkur upp á nóttunni af vondum draumi með hræðilegum hjartslætti. Hún hefur ískyggilegan verk í brjóstinu og heldur helzt, að hún muni deyja. Kallað er á lækninn í flýti, og hann reynir að draga úr hræðslunni með hughreystandi orðum. En daginn eftir eru nýir hugarórar komnir á kreik. Að þessu sinni er það engin ímyndun. Hún er viss í sinni sök, og enginn pró- fessor getur haft hana ofan af því, að hún hafi krabba. Og eftir nokkra daga kemur svo annar sjúkdómur til sögunnar. Jafnvel þrautreyndur læknir stendur uppi höndum ráðalaus, að ekki sé minnst á eiginmanninn. Taugaveikluð móðir er ofreynd af kvíða og hræðslu og gefur sig á vald ímyndana sinna. Ekkert er mönnum óbæri- legra en hræðsla við eitthvað, sem enginn veit, hvað er. Tauga- veiklaða konan veit ekki, að hún er í raun og veru hrædd við sjálfa sig, og þau sjúklegu öfl, sem berjast um sál hennar. Hún veit ekki, að hún krefst meira af lífinu en það getur gefið henni. Allt líf hennar er barátta og hrakningar frá skyldum til ásakana. Og hún krefst þess, að læknirinn hjálpi henni. Hún lýsir fyrir honum ímynduðum þjáningum sínum, sem eru sízt minni, en þó að þær væru raunverulegar. Og hún lítur svo á, að það hljóti að vera til meðal, sem geti læknað hana. En hvernig á læknir að geta hjálpað við svo erfiðar aðstæður? Það er sannarlega mjög erfitt hlutverk. Það mundi þurfa að leita til undraheims og fá þaðan sér- staklega þolinmóða vinnustúlku, umhyggjusaman og enn þol- inmóðari eiginmann, og gáfuð, fjörug og góð börn, þ. e. a. s. þvílík, að hvergi fyrirfinnast. Yfirleitt mundi læknirinn þurfa að búa sig undir að fullnægja kvabbi og kröfum, sem eru eitt í dag og annað á morgun. Hann yrði einnig að hugsa fyrir meðali við ófullnægðri og sjúklegri ástarþrá hennar, sem höfuðorsök þjáninganna. Því að taugaveiklaðar konur eru fyrst og fremst óhamingjusamar, vegna þess, að þeim er fyrirmunað að fullnægja þrám sínum. Og oft heyrast svo- hljóðandi kvartanir: „Ég mundi vera hamingjusöm, ef ég væri ekki „nervös“. Ég þarf aðeins ró, og þá verð ég hamingjusöm“. Þetta er blekking, sem mennirnir reyna að lækna sig með. Þessar konur geta ekki umflúið þau ósannindi, þó að þeim bjóðist tækifæri til þess. Eftir nokkra friðsæla hamingju- daga þrá þær aftur „nöldrið“ sitt. Þá hafa þær, að minnsta kosti ekki tíma til að hlusta á raddirnar í eigin brjósti. Þær þreytast á að hlusta á tælandi raddir hjartans, sem minna á ást og fullnægingu og ævintýralegt líf, fyrst þær þurfa að fóma sér við hversdagsleg störf, amstur og áhyggjur. Og þá er komið að því, að hægt er að ljósta upp leyndar- málinu: Taugaveikktöa konan veit ekki, hvaö hún vill. Hún er kon- an, sem hvorki fær aiö vita, né vill vita, hvaö aö henni gengur. Og bömin! Þau ánetjast þessum ósköpum. Þau verða sjálf ókyrr og taugaóstyrk, rellin og brekasöm, vilja sífellt láta snúast í kring um sig, og leika meistaralega hátterni móður sinnar. Hjálparhellan hér væri rólyndur og skapstilltur eig- inmaður. En í svona hjónabandi eru þeir sjaldgæfir. Svo vill oftast fara, að eiginmaðurinn dragist ofan í sama svaðið og konan. Hafi hann ekki verið taugaveiklaður, þegar þau gengu í hjónaband, hlýtur hann að verða það, í flestum til- fellum. Freistandi væri að taka slíkan eiginmann til nánari athug- unar. En það verður að bíða betri tíma. „Hvað skyldu börnin okkar segja?“ Framh. af bls. 5. skal það, sem lengi mun verða minnst og lengi á að standa: „Hvafi skyldu bömin okkar segja?“ ísland er einnig eitt af yngstu ríkjum heimsins. Og það byggir þúsund ára gömul menningarþjóð. Hvað skyldu börnin okkar segja um ráðsmennsku okkar, störf og framkvæmdir, eftir svo sem fimmtíu ár? — í. J.

x

Barnadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.