Sumardagurinn fyrsti - 18.04.1957, Blaðsíða 3

Sumardagurinn fyrsti - 18.04.1957, Blaðsíða 3
SUMARDAGURINN FYRSTI ÚTGEFANDI: BARNAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJÖF „Barnadagsblaðið“ kemur út fyrsta sumardag ár hvert RITSTJ.: ARNGRÍMUR KRISTJÁNSSON 24. ár Gylfi Þ. Gíslason, menntamdlardðherra.: Göíugt verkefni Það er góður siður að helga börnunum og velferðarmálum þeirra einn dag á ári. Og það er einkar vel til fallið að velja til þess einmitt sumardaginn fyrsta. Æskan og vorið eiga svo margt sameiginlegt. Vorið er tími gróandans, hœkkandi sólar, nýrra vona. Æskan er það, sem koma skal, sú framtíð, sem við hljótum að kappkosta að verði bjartari og fegurri en fortíðin. Hagsœld þjóðar er undir þrennu komin: Náttúruauðlindunum, sem hún rœður yfir,tœkj- unum, sem hún hefur til þess að hagnýta þœr, og þekkingu og dugnaði fólksins. Af þessu þrennu er þáttur mannsins sjálfs mikilvœgast- ur. Náttúruauðlindir einar sér verða ekki und- 1. sumardag 1957 —------------- ------------9 irrót velmegunar, ef skortur er þekkingar til þess að hagnýta þœr. Og fullkomin fram- leiðslutœki nœgja ekki, ef þeim er ekki beitf af dugnaði. Maðurinn sjálfur er styrkasta stoð hvers konar framfara og traustrar velmegun- ar. Þess vegna er það öruggasta ráðið til þess að búa vel í haginn fyrir framtíðina að búa vel að börnunum. Engin fjárfesting er arðvœn- legri en sú að mennta œskuna vel og efla með henni dug og drengskap, heilbrigði og lífs- gleði. Ekki má þó líta á það, sem fyrir börnin er gert og á að gera, einvörðungu frá því sjónar- miði, að það sé hagkvœmt fyrir þau sjálf og þjóðarheildina. Aukin velmegun ein tryggir ekki aukna hamingju. Þess vegna á starfið fyrir börnin að hafa enn stœrra takmark — að stuðla að því að þau verði farsœlir einsfakl- ingar. Það er göfugt verkefni. Barnavinafélagið Sumargjöf starfar að þessu af sfórhug og myndarskap sem ber að þakka. Megi árangur félagsins verða sem mestur og beztur! LANDSBok ASAFN '^r 211344 ÍSLANOS

x

Sumardagurinn fyrsti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumardagurinn fyrsti
https://timarit.is/publication/1751

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.