Sumardagurinn fyrsti - 18.04.1957, Blaðsíða 12

Sumardagurinn fyrsti - 18.04.1957, Blaðsíða 12
10 SUMARDAGURINN FYRSTI FRÁ LEIKVANGINUM VIÐ BARDNSBDRG. Æska og útilífi Frmh. af bls. 7. leikvalla myndi þurfa að vera í nokkurri fjarlægð frá skólum (jafnvel 10—20 km. fjarlægð) verður ekki hjá því komist að greiða fyrir flutningi nemenda til og frá þessum leikvöllum. Þar sem bæjarfélögin reka strætisvagna til mannflutn- inga, eins og t. d. hér í Reykjavík, félli það í hlut þeirra að láta skólunum þessa þjónustu í té. Að vísu mundu þéssir flutningar kosta nokkuð fé, er skólarnir yrðu að greiða, en þó ber að athuga það, að langsamlega miklu meira fjár- magn, en sem þessu svarar, er ekki innt af hendi eins og nú standa sakir, vegna þess að skilyrði til leikfimis- og sundiðkana innanhúss eru ekki til staðar, svo sem áður hefur verið gerð grein fyrir. Þá ber einnig að athuga, að ef það skyldi koma á daginn, að þessi frjálsa en þó skipu- lagsbundna leikjastarfsemi undir beru lofti, gegni jafn vel því hlutverki að vernda heilsu og líkamsþrótt nemenda, og hin kerfisbundna líkamsþjálfun innan dyra, eru það kostir en ekki ókostir ef það reynist ódýrara í framkvæmd. Flest börn í bæjum eignast reiðhjól, er þau hafa náð 10—12 ára aldri, eða hafa afnota af hjóli, við og við. I styttri ferðalög eru hjól handhæg og skemmtileg far- artæki, og væri því ágætt, vor og haust, að láta heila bekki fara á reiðhjólum til leikvanganna. — En nú er sá galli á gjöf Njarðar, að það mundi að óbreyttu teljast viður- hlutamikið, sérstaklega í þeim þrem bæjum, þar sem ég er kunnugastur, þ. e. í Reykjavík, Kópavogskaupstað og í Hafnarfirði. Á öllum þjóðleiðum í nágrenni þessara bæja er umferðin þegar svo mikil, að af þeim sökum eru hóp- ferðir barna og unglinga á reiðhjólum mjög áhættusamar. Á þessum þjóðleiðum ætti hið allra fyrsta að leggja góðar hjólreiðabrautir 15—-20 km. vegalengdir meðfram þjóðveg- um í næsta nágrenni kaupstaðanna og mundi slík sam- göngubót verða til mikils menningarauka og hagræðis, ekki hvað sízt fyrir æskufólk bæjanna. Jafnframt þessu væri leitast við að auka öryggi gangandi fólks á vegum úti. Flest íþróttafélög hafa nú fengið úthlutað svæðum innan takmarka bæjanna og eru nú í óðaönn með tilstyrks hins opinbera að lagfæra þau og gera sér þar æfingavelli. Samvinna milli skóla og íþróttafélaganna um notkun æfingaleikvanganna mætti teljast mjög hagkvæm báðum aðilum, og þar sem svo stæði á, að slíkir vellir væru stað settir í námunda við skóla, mundi að verulegu leyti h»gN að spara flutning á nemendum hlutaðeigandi skóla, þar ÁVn þeir með sérstöku samkomulagi ættu aðgang að æfingavelli íþróttafélagsins. En þótt málið verði hægt að leysa fyrir einstaka skóla, með þessum hætti, vil ég engu síður hvetja til þess að skólarnir fái til afnota öruggan farkost. Reynslan mundi sýna að slíkt yrði skólum ómetanlegt og mundi greiða fyrir því, að beztu þættir skólalífsins fengju notið sín enn betur en nú gerist. Til viðbótar því, er hér hefur verið sagt, skal minnzt á tvö atriði, er traustur farkostur gæti þjónað. Nú hefur góðu heilli að tilhlutan lögreglustjóranna verið hafin umferðakennsla í skólum í auknum mæli, frá því sem verið hefur. Bezt er að kenna umferðareglur og umferðar- menningu í, eða í námunda við megin umferðina. Hent- ugasta tækifæri til umferðakennslu mundi einmitt bjóð- ast, er nemendur væru á ferðum sínum til og frá útileik- vangi. Að síðustu skal það viðurkennt, að oft hefur það viljað við brenna, að börn og unglingar fá ekki staðgóða fræðslu um nánasta umhverfi síns eigin bæjar, og þá hefur það að sjálfsögðu einnig láðst að hvetja þau til náttúruskoð- unar og vekja athygli þeirra á sérkennilegum og fögrum stöðum í námunda við fæðingarbæinn. Reynslan sýnir, að bæði yngri og eldri leita oft langt yfir skammt í þessu efni. Stuttar ferðir með nemendur skólanna í næsta nágrennið er kannski einasta og haldbezta tryggingin fyrir því, að fólk verði það vel að sér um sögu og náttúru nánasta um- hverfis, að sómasamlegt megi teljast. Arngrímur Kristjánsson.

x

Sumardagurinn fyrsti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumardagurinn fyrsti
https://timarit.is/publication/1751

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.