Sumardagurinn fyrsti - 18.04.1957, Blaðsíða 7

Sumardagurinn fyrsti - 18.04.1957, Blaðsíða 7
SUMARDAGURINN FYRSTI J, manmnr ^JCrist, -fanóion: ÆSKA OG IJTILIF Erinili þ)>t(a var flntí í Bíkisiítvarpiffl þami 23. marz s.l. ojí var 1. crintli í flnkku- nm Hrimili og skóli. sem Ríkisntvarpiffl hefur tekiffl um tíma iim á tiagskrá sína. Nútíma þjóðfélag hefur nú öðlast allríka og heilbrigða skyldutilfinningu fyrir því að varðveita atorku og lífsgleði þegna sinna. Eitt af einkennum aldarfarsins, og það einkennið, er varpar mestum ljóma á 20. öldina, er afstaðan til uppeldis- málanna, afstaðan til barnsins og æskunnar í landinu. Hvort heldur sem litið er til þeirrar aðstöðu, er síðustu tímar hafa skapað, að hver og einn fær nú aflað sér nokk- urrar almennrar menntunar og síðar sérmenntunar, eða hinnar almennu heilsugæzlu, sem látin er í té, kemur sama upp á teningnum, að aldrei fyrr hefur jafnmikið verið látið af hendi rakna til bernsku- og æskufólks í landinu og nú. Það er skoðun mín, að þrátt fyrir það, þótt oft heyrist raddir um, að ekki takist ávallt svo vel til sem skyldi um uppeldi æskunnar og mönnum bregði oft í brún, er þeir virða fyrir sér hinar sívaxandi upphæðir, sem árlega er varið til skólamála og annarrar skildrar starfsemi í þágu uppeldis og líkamsræktar, þá muni ekki vera yfirvofandi hætta á að kippt verði að sér hendi, um fjárframlög til þessarar þjónustu. Viðfangsefnið verður því miklu fremur þess eðlis, að hafa ávallt í frammi samvizkusama leit og hugkvæmni, svo að tryggt verði sem bezt, að hið mikla fjármagn komi að sem hagkvæmustum og heilladrýgstum cotum fyrir þá, sem ætlað er að njóta þess. I þessu til- felli, fyrir börn og unglinga þessa lands. Almennt er viðurkennt hvað langvarandi kyrrsetur, fá- breytt störf við mismunandi holl vinnuskilyrði innanhúss hafa lamandi áhrif hvorttveggja á andlegt og líkamlegt heilsufar. Nægjanleg hreyfing utan dyra, nokkur tilbreyting frá daglegum störfum, við og við að einhverju leyti breyttur sjóndeildarhringur, eykur lífsgleði og almenna velsæld. — Sá veit gerzt sem reynir. — Það er því mikið í húfi, að unglingar eigi kost á hag- kvæmum skilyrðum til útiveru, það er, að skilyrði þessi séu nægjanlega aðlaðandi fyrir börn og unglinga, svo að þau fáist til að njóta hinna hollu áhrifa útilofts, frá blautu barnsbéini. En fyrirgreiðsla og kostnaður, er hið opin- bera lætur af hendi í þessu skyni, fæst margsinnis endur- goldin í aukinni heilbrigði og auknum afköstum síðar meir. Eitthvert þýðingarmesta atriði þessa vandamáls er í þvi fólgið að laða hugi barnsins til hollrar útivistar, því að hneigð fólks ræður svo miklu um lífsvenjur þess. Hér á ég við það, að ef börnum líðst að sækja úr hófi fram lé- legar inniskemmtanir, gerast þegar á unga aldri þaulsætnir kvikmyndahúsgestir eða hanga tímunum saman í veitinga- krám, verður slíkt að ávana, sem nær svo sterkum tökum á unglingnum, að hann telur sig ekki geta án þess verið. Reynslan, hér í vaxandi þéttbýli, sýnir augljóslega að allt of stór hópur ungs fólks er háður þessari hneigð, og af- leiðingin er sú, að heilbrigt skemmtanalíf undir beru lofti fer halloka í samkeppninni við heilsuspillandi skemmtanir innan húss. Þá skal vikið að meginefni þessa erindis og virt fyrir sér, hver sé hinn jákvæði hlutur skólanna í þessu efni. Hvað gert hefur verið og hvað gert- er frá þeirra hálfu til þess að varðveita heilbrigði og líkamsatgervi nemenda og glæða hneigð þeirra til hollrar útivistar í frítímum þeirra, og metin aðstaða skólanna til að rækja þetta hlutverk. Á þessu ári munu vera liðin 100 ár frá því að fyrsti fimleikasalurinn var byggður hér á landi og var það leik- fimissalur Menntaskólans hér í Reykjavík. Skólaleikfimi hefur síðan verið stunduð í skólum lands- ins í vaxandi mæli, eftir því sem skilyrði hafa smám sam- an aukizt og er nú svo komið, að víðast hvar eru góð skil- yrði, svo langt sem það nær, við vel flesta skóla landsins. Sund hefur verið skyldunámsgrein í skólum í 16 ár, og hefur á undra skömmum tíma tekizt að skapa hér á flest- um stöðum hin ákjósanlegustu skilyrði til sundkennslu. Þá ber þess að geta, að á síðustu árum höfum við eign- ast vel menntaða og áhugasama íþróttakennarastétt. Framh. á bls. 7.

x

Sumardagurinn fyrsti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumardagurinn fyrsti
https://timarit.is/publication/1751

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.