Sumardagurinn fyrsti - 18.04.1957, Blaðsíða 15

Sumardagurinn fyrsti - 18.04.1957, Blaðsíða 15
BARNADAGSBLAÐIÐ 13 Börnin og gróðurinn Það er ekki ósjaldan, að fullorðið fólk rejmir að kasta skuldinni af því, sem miður fer í umgengni og hirðu heim- ilanna, á herðar barnanna og segja eitthvað sem svo, að það sé ómögulegt að gera þetta eða hitt vegna barnanna, þau eyðileggi allt jafnhraðan. Erum við ekki að löðrunga sjálfa okkur, þegar við skjótum skuldinni á börnin okkar? Ég held að okkur sé hollt að minnast þess, sem oft hefur sagt verið, að börnin séu spegilmynd heimila sinna. Hvað höfum við gert, til að minna börnin okkar á það sem er fagurt og gott, og hvernig breytum við í dagleg- um háttum okkar, sem verða má börnunum til fyrirmyndar og fagurrar eftirbreytni ? Getum við vænzt þess, að börnin breyti eftir boðorðum, sem við sjálf höfum að engu? Við skulum vera þess minnug, að við kaupum ekki börn með sælgætismola, til þess að vera þekk og hlýðin, svo að við hinir fullorðnu getum haft ró og næði til að sinna þeim hugðarefnum, sem við höfum áhuga á. Börn eru börn og við verðum að gera okkur það að skyldu að veita þeim nokkurt umburðarlyndi, og við verðum einnig að sýna þeim það á áþreifanlegan hátt, að við treystum þeim til að vera þátttakendur í okkar eigin starfi. Þau mega ekki vera lítil börn, heldur bara stór börn og dugleg. Okkur hendir sjálf margs konar glappaskot og slysni og við verðum að líta óhöpp barnanna sömu augum. Fáir kunna betur að dá fegurð blóma, en börn. Fyrsti fífill vorsins er þeim dýrmætari en öll önnur gull. En hversu glöð og ánægð mættu þau ekki vera, ef þau ættu kost á því að vera sjálf þátttakendur í ræktun margra fagurra blóma, gerast garðyrkjumenn við hliðina á pabba og mömmu og finna inn á það, að garðurinn í kringum húsið þeirra er til orðinn þeirra vegna, svo að þau geti notið sólarinnar og fegurðarinnar í garðinum á þeirra eigin heimili. En því miður hafa fæst af börnum okkar fengið nokkuð athafnasvæði við slík skilyrði, ef við höfum á annað borð lagt út í að prýða umhverfi okkar. Þeim er óvíða ætlað nokkurt athafnasvæði í garðinum og þá sjaldan sem slíkt kemur til greina, er þeim valinn staður á baklóðinni í námunda við þvottasnúrur, eða jafn- vel sorpílát. Er nema von þótt börnin leiti í sólarljósið úr skugganum? Við höfum engan rétt til að misbjóða þeim, það er ekki á okkar valdi að banna þeim að njóta sólar- ijóssins, sem guð sendir þeim. Það er okkar að skilja það, að börnin eru dýrmætustu blómin, sem við eigum og að okkur ber að hlú vel að þeim. Við ræktum gróðurinn í moldinni, til þess að þau megi betur skilja fegurð og gagn- semi hans og með því stuðlum við að auknum þroska barn- anna, þau verða sjálf að vera virkir þátttakendur og við verðum að ala á metnaði þeirra um það, að sem beztur árangur náist í ræktunarstarfinu. Við eigum að vekja hjá þeim eftirvæntingu, t. d. með því að sjá hvenær fyrsta jurtin, sem þau gróðursettu, sýnir þeim blómlit sinn. Ef við förum þessa leið í uppfóstri barna okkar þurf- um við ekki að kvíða þess, að ræktunarviðleitni okkar verði árangurslaus, en barnið okkar mun búa að því alla ævina að hafa verið með í því að skapa fegurra og betra heimili fyrir mömmu og pabba. HafliSi Jónsson: Starfsemi Sumargjafar... Framh. af bls. 11. Rekstrarfyrirkomulag var hið sama og verið hefur. Dag- heimili voru starfrækt í fjórum húsum, þ. e.: Vesturborg, Tjarnarborg, Laufásborg og Steinahlíð. Leikskólar voru starfræktir í eftirtöldum húsum: Drafn- ai’borg, Tjarnarborg, Laufásborg, Grænuborg, Barónsborg og Brákarborg. Félagið rak clagvöggustofu í Laufásborg. Dvalardagar og barnafjöldi hennar er talin með í starfsskýrslu dagheimilisins. Föndurdeild var starfrækt í Grænuborg frá 1. janúar til 1. maí og frá 1. október til 22. desember. Uppeldisskóli Sumargjafar var til húsa í Grænuborg. Starf- aði hann frá 1. janúar til 1. maí og frá 1. október til 31. des- esmber. Skólastjóri var frú Valborg Sigurðardóttir. 1. maí brautskráðust átta námsmeyjar úr skólanum, 1. október inn- rituðust síðan tíu námsmeyjar. Námstími í skólanum er 1 Y> ár. Heilsufar var gott á árinu. Engar sérstakar farsóttir höfðu áhrif á reksturinn eins og t. d. var síðastliðið ár. Stjórn félagsins árið 1956 var þannig skipuð: Arngrímur Kristjánsson formaður, Jónas Jósteinssonar varaformaður, Þórunn Einarsdóttir ritari, Páll S. Pálsson gjaldkeri. Meðstjórnendur Helgi Elíasson, Valborg Sigurð- ardóttur og Emil Björnsson. Framkvæmdastjóri Bogi Sig- urðsson. Á árinu störfuðu um 80 stúlkur daglega við barnagæzlu og umsjón á barnaheimilum Sumargjafar. Auk framkvæmda- stjóra starfaði ein stúlka 4 stundir á dag á skrifstofu félags- ins og einn fastráðinn smiður vann hjá félaginu. Félagsmenn voru í árslok 753. Forsíðumyndm Forsíðumyndin að þessu sinni er táknmynd frá Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna, en Barnahjálparsjóðurinn var stofnaður haustið 1947. íslendingar stóðu að stofnun þessari frá öndverðu, og var stofnfram- lagi okkar aflað með almennri fjársöfnun um land allt fyrrihluta árs 1948. Framlag íslendinga nam rúmum 4 $ á íbúa og var það hæsta framlag, miðað við íbúatölu, enda vakti það alþjóða athygli. Jafnframt því að sumardagurinn fyrsti er haldinn hátíðlegur vegna íslenzkra barna, er gott að minnast hins mikla starfs, sem unnið «r á sviSi alþjóSa bamahjálpar á vegum Sameinuðu þjóðanna.

x

Sumardagurinn fyrsti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumardagurinn fyrsti
https://timarit.is/publication/1751

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.