Sumardagurinn fyrsti - 18.04.1957, Blaðsíða 9

Sumardagurinn fyrsti - 18.04.1957, Blaðsíða 9
SUMARDAGURINN FYRSTI 7 Framh. af bls. 5. Þegar þetta er athugað, má með nokkrum rétti segja, að við séum ekki í orði kveðnu a. m. k. eftirbátar annarra nienningarþjóða, hvað þessum þætti viðvíkur, nema síður sé, og á ég hér sérstaklega við sundskylduna. Þó er hér ýmislegt við þetta að athuga. Þar sem íbúatala fræðsluhéraðanna hefur aukizt með óeðlilega örum hætti, er þegar tilfinnanlegur skortur á skólahúsnæði, og er það í sjálfu sér ekkert óeðlilegt, ef all- ar aðstæður eru metnar af sanngirni. Þessi skortur á kennsluhúsnæði á ekki hvað sízt við hér í Reykjavík. Hér eru líka flestir skólar staðsettir og n.l. % hlutar allra nem- enda í landinu. Húsakostur til sund- og fimleikakennslu er því eðlilega hér í höfuðstaðnum einnig af mjög skornum skammti, mið- að við mannfjöldann, og hlýtur að vera það enn um langt ára bil. Það mun láta nærri að Reykjavíkurskólarnir þyrftu að auka húsakost sinn um 4—6 leikfimisali og 2 kennslulaug- ar, til þess að hægt sé að fullnægja tilskyldum kröfum um leikfimi og sundkennslu. Nú má það teljast vonum fram, ef það tekst að byggja á næstu árum húsakost til kennslu vegna eðlilegrar aukn- ingar nemendafjöldans, og ef til vill nokkru betur til að bæta aðstöðu vegna þess fjölda, er fyrir er. Það er því augljóst mál, að mjög erfitt verður um vik í þessu efni í nánustu framtíð. Miðað við þessar aðstæður, er hér hefur verið gerð grein fyrir, gefur það augaleið, að því lakar sem fræðsluhéruðin eru stödd í þessu efni, því brýnni nauðsyn ber til þess að athuga hvort ekki væri hægt að bæta það upp að nokkru, með því að hefja skipulagða og markvissa þjónustu i skól- um landsins til fjölþættari leikstarfsemi og líkamsiðkana með nemendum undir beru lofti, og hefði ég þó sérstaklega í huga eldri nemendur barnaskóla og nemendur unglinga- stigsins. Skulu nú að nokkru athuguð skilyrði til þessa. Því miður eru þau eins og nú standa sakir ekki góð, en með tiltölulega litlu fjármagni væri hægt að bæta þá aðstöðu til mikilla muna. f fyrsta lagi eru sjálfir leikvangar skólanna litlir og raunar sums staðar engir og örsnauðir af áðlaðandi leik- 1;ækjum, þar til gerðum hlaupabrautum eða afmörkuðum reitum til boltaleikja. Þá er það staðreynd, þótt sumum finnist kannski einkennilegt, að nú orðið eru fá eða engin hentug svæði í námunda við skóla, þar sem kennarar og nemendur hafa frjálsan aðgang að til hlaupa og útileikja eins og áður var. Hér er mikil þörf á lagfæringu og er það tiltölulega auð- leyst. Bæjarfélögin þurfa að láta skólunum í té auð svæði í útjöðrum bæjanna eða í námunda við þá til þessara afnota. Þetta þurfa ekki að vera fínir íþróttavellir, síður en svo. Þó þurfa þetta að vera sléttir vellir til hlaupa og leikja. Aflíðandi brekkur til skíðaiðkana er snjór fellur, og helzt handhæg aðstaða til að gera skautasvell við og við þegar þannig háttar tíðarfari. Ef ve] er að gáð, mun víða hvar finnast í námunda við bæinn hentug svæði, er lagfæra mætti án mikils kostnaðar og ráðstafa í þessu skyni. Hér væri ágætt og tilvalið verkefni fyrir vinnuflokka unglinga, að ryðja og slétta þessi svæði, þurrka þau og afmarka. Leggja þangað vegaspotta frá aðalvegum, gera bifreiðastæði við þá o. fl. þess háttar. — En eins og kunn- ugt er, efna nú nokkur bæjarfélög til hinnar svokölluðu unglingavinnu á vorin og framan af sumri, og hefur Reykja- víkurbær haft frumkvæði að þessari eftirtektarverðu og hagnýtu nýbreytni í þágu unglinga. Þessi afmörkuðu svæði yrðu síðan afhent skólum bæj- anna til afnota fyrir elztu nemendur barnaskólanna og nemendur unglingaskólanna, og þyrftu þeir að eiga kost á að sækja þá minnst einu sinni í mánuði hverjum og gætu gjarnan 2 bekkir sótt leikvanga þessa samtímis. Þar sem gera verður ráð fyrir, að staðsetning þessara Framh. á bls. 10.

x

Sumardagurinn fyrsti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumardagurinn fyrsti
https://timarit.is/publication/1751

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.