Sumardagurinn fyrsti - 01.06.1972, Blaðsíða 2

Sumardagurinn fyrsti - 01.06.1972, Blaðsíða 2
2 SUMARDAGURINN FYRSTI Valborg Sigurðardóttir Fóstruskólinn 25 ára RœÖa skólastjóra við sklóaslit 22. maí 1971 Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til þessara skóla- slita og brautskráningar: nemendur, foreldra nemenda, kenn- ara, fóstrur, forstöðukonur og aðra velunnara skólans, skóla- nefnd og stjórn Sumargjafar. Ég þakka borgarstjóranum í Reykjavík fyrir þá sæmd, er hann sýnir skólanum með því að sækja þessa skólahátíð. Án styrks og atbeina Reykjavíkurborgar hefði þessi skóli ekki komizt á fót. Skólinn fagnar í dag ágætum norskum gesti, frú Evu Balke, rektor fóstruskólans í Osló, sem er heiðursgestur okkar í dag. Skólinn brautskráir í dag 31 nemanda, en í þeim hópi eru þó þrjár, sem ekki hafa lokið hluta af verklega náminu. Þetta er 19. hópurinn, sem skólinn brautskráir. Við kennararnir gleðjumst með þeim, þökkum þeim ljúfa og skemmtilega sam- fylgd og óskum þeim fararheilla. Að lcveðja er að deyja að nokkru. — Svo lýsa Frakkar þeim trega, sem tengdist kveðjustund. Við kveðjum hér, en þó með brosi á vör, því að þið, nemendur, gangið hinu starf- andi lífi á hönd, en við tökum við nýjum hópi stúlkna og jafn- vel pilta, og þannig heldur Fóstruskólinn sér eilíft ungum og lifandi eins og allir aðrir skólar æskumanna gera. En skólinn væntir þess að eiga ykkur allar að í þeirri sókn, sem er hafin til að efla skólann og treysta fóstrumenntunina í landinu. I þessari sókn veit ég, að nemendur brautskráðir héðan — og fóstrustéttin öll — slær skjaldborg um skóla sinn, — honum til trausts og halds. Við höldum reyndar tvöfalda hátíð, því að í dag minnumst við einnig þess, að næsta haust eru liðin 25 ár frá því að Fóstruskólinn komst á fót. Hófu þá nám í skólanum 9 nem- endur og þótti vel af stað farið. Fram til ársins 1962 voru að jafnaði 10 til 12 stúlkur í hverjum hóp, og voru nemendur teknir inn í skólann annað hvert ár. En árið 1962 var horfið að því ráði að taka inn nemendur á hverju ári, þrátt fyrir húsnæðisþrengsli og kröpp kjör. Var þá fyrirsjáanlegur stór- felldur skortur á fóstrum, þar sem fjölgun á barnaheimilum í Reykjavík var hafin um það leyti. Var þá sem skólinn tæki fjörkipp, og upp úr því hófst sú gróskaí aðsókn að skólanum og áhuga á honum, sem síðan hefur haldizt og farið æ vaxandi. Alls hafa verið brautskráðir 278 nemendur frá Fóstruskól- anum — að þessum nýja hópi meðtöldum. Þar af luku 88 námi á árabilinu 1948—1961, en síðustu 10 árin eru braut- skráðir 190. Sýna þær tölur glöggt, að skólanum hefur vaxið fiskur um hrygg, þótt því fari fjarri, að hann geti veitt við- töku nú öllum þeim stúlkum, sem sækja um skólavist og skólinn vildi geta tekið tveim höndum. Um skólavist sækja um 130 stúlkur, en aðeins er unnt að taka við 30. — Einn daprasti þáttur í starfi skólastjóra er að þurfa að neita efni- legum stúlkum um skólavist. í dag mun ég ekki gera neina tilraun til að rekja samfellt og skipulega sögu skólans. Til þess vinnst vonandi tóm síðar á öðrum vettvangi. Ég vil þó nota þetta tækifæri til að minn- ast stuttlega þeirra, sem helzt áttu frumkvæði að stofnun skólans og grípa á fáeinum þáttum í starfi hans, sem mér eru hugstæðastir á þessum tímamótum. Eins og flestir vita, sem hér eru, átti frk. Þórhildur Ölafs- dóttir forstöðukona hugmyndina að stofnun Fóstruskólans. Sá hún snemma sem var, að til óheilla myndi horfa, ef haldið yrði áfram á þeirri braut að reka barnaheimili án sérstak- lega menntaðs starfsliðs. Hvatti hún stjórn Sumargjafar til þess að koma á fót skóla til að mennta fóstrur til starfa á barnaheimilum. Undir stjórn þáverandi formanns Sumar- gjafar, ísaks heitins Jónssonar, tókst að fá styrk frá Reykja- víkurborg og ríkinu til þess að stofna Uppeldisskólann, eins og hann hét fyrst, en síðar var nafninu breytt í Fóstru- skólann. Minnist ég þessara tveggja brautryðjenda með hlýhug og virðingu, áhuga þeirra, skilnings og atorku. Er mér það sérstök ánægja, að frk. Þórhildur er hér gestur okkar í dag. Býð ég hana sérstaklega velkomna og þakka henni tryggð hennar við skólann. Lengi býr að fyrstu gerð. Það fyrirkomulag helzt enn, að skólinn er rekinn af Barnavinafélaginu Sumargjöf með fjárhagslegum atbeina ríkisins og Reykjavíkurborgar. í reyndinni hefur það þó orðið svo, að skólinn hefur notið miklu meira frá Reykjavíkurborg, þar eð Sumargjöf hefur ævinlega greitt allan rekstrarhalla og verður hann æ meiri eftir því sem skólinn stækkar og eflist. Fyrsta árið sem Fóstruskólinn starfaði, var hann til húsa í barnaheimilinu Tjarnarborg í einni lítilli stofu og naut gistivináttu forstöðukonunnar þar, frk. Þórhildar Ólafsdótt- ur. Frá því að skólinn var í Tjarnarborg og þangað til hann fékk Lækjargötu 14 til umráða árið 1969, hafði hann verið á einum 6 stöðum og ævinlega í sambýli við aðrar stofnanir, aðallega barnaheimili. Sannleikurinn er sá, að húsnæðismál Fóstruskólans voru lengst af ein allsherjar hrakningasaga. Þarf ekki að fara í grafgötur um, hve mjög þessi sífelldi bú- ferlaflutningur og húsnæðisþrengsli hafa hamlað vexti skól- ans og viðgangi, en ég minnist þó með ánægju og þakklæti samvinnunnar við forstöðukonur og aðra forráðamenn á hinum einstöku viðkomustöðum skólans. 1 þróunarsögu Fóstruskólans urðu skýr þáttaskil, er hann fékk inni á Fríkirkjuvegi 11 árið 1963. Fyrst þá fékk skólinn nokkurn veginn viðunandi húsrými, þótt hann væri þar í sam- býli við aðra stofnun, nefnilega Æskulýðsráð, enda fjórfald- aðist nemendafjöldi skólans áður en varði. Eins og ég sagði áðan, fékk svo Fóstruskólinn núverandi húsnæði sitt í gamla Búnaðarfélagshúsinu haustið 1969 — og hefur skólinn þá raunar lokið hringferð sinni umhverfis Tjörnina. Er skólinn nú í fyrsta skipti sér um húsnæði og lofar einbýliö sem vert er. Vil ég flytja Reykjavíkurborg, og alveg sérstaklega fræðslustjóra borgarinnar, þakkir fyrir þessa úrlausn í húsnæðismálunum, en skólinn er þegar vax- inn upp úr þessu húsnæði, og því er ekki að leyna, að skólinn hyggur á aukna landvinninga í þessu sambandi og væntir enn góðs atbeina borgarinnar. INNRI STARFSEMI Ég vík nú nokkrum orðum að innri starfsemi skólans, námi og kennslu. Námið í Fóstruskólanum er tvíþætt: bóklegt og verklegt, og er því starfssvið skólans mjög víðtækt. Náms- tíminn skiptist nokkurn veginn jafnt milli bóklegs náms og verklegs náms. Til skamms tíma var Fóstruskólinn 2ja ára skóli, en árið 1968 var sá háttur tekinn upp að hafa for- skóla eða undirbúningsdeild með bóklegu og verklegu námi í 714 mánuð. Tel ég það eitt hið mesta framfaraspor í sögu skólans. Hójmr sá, er nú brautskráist er sá fyrsti, er lýkur námi eftir 3 ár. 1 bóklega náminu hafa uppeldis- og sálarfræði skipað önd-

x

Sumardagurinn fyrsti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumardagurinn fyrsti
https://timarit.is/publication/1751

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.