Sumardagurinn fyrsti - 01.06.1972, Blaðsíða 5

Sumardagurinn fyrsti - 01.06.1972, Blaðsíða 5
SUMARDAGURINN FYRSTI 5 vill sæmd hans og eflingu. Gengi barnaheimila og fleiri fé- lagsstofnana veltur á því, að vel menntað og áhugasamt starfslið veljist til starfa þar. Ég tel algjöra óhæfu að byggja barnaheimili án þess að geta séð þeim fyrir menntuðum fóstrum. Ef fjölga á leikskólum og dagheimilum eins og krafizt er í dag, verður að efla og stækka Fóstruskólann aö sama skapi. Þetta tvennt verður að haldast í hendur, ef barna- heimilin eiga að verða uppeldisstofnanir en ekki bara ómerki- legar gæzlustofnanir. Að lokum vil ég á þessum tímamótum í sögu Fóstruskólans þakka öllum, sem stutt hafa vöxt hans og viðgang á s.l. 25 árum. Ég vil þakka öllum kennurum mínum — bæði fyrr og nú, — skólanefndinni og stjórn Barnavinafélagsins Sumar- gjafar, forstöðukonum og öllum brautskráðum fóstrum fyrir samveruna og tryggð við mig persónulega og við skólann. Frú Kristínu Jónsdóttur, fóstru, vil ég sérstaklega þakka frá- bært og elskulegt samstarf. Einnig þakka ég Þuríði Kristjáns- dóttur, magister, sem leysti mig af hólmi sem skólastjóra s.l. ár meðan ég dvaldist erlendis, fyrir framúrskarandi starf í þágu skólans. Betri staðgengil hefði ég ekki getað kosið. Aldarfjórðungur er að baki í starfi Fóstruskólans — tími mótunar, dýrmætrar og á stundum dýrkeyptrar starfs- reynslu, þar sem freistað hefur veið að samlaga skólann þörfum íslenzks þjóðfélags og íslenzkra aðstæðna með er- lenda reynslu eingöngu að bakhjarli. Sú festa, sem komizt hefur á námstilhögun, er vissulega mikils virði, en kennsla og nám eru sífelld veröandi og eiga ávallt að vera í mótun. Skólinn vill vera síungur, næmur fyrir nýjum viðhorfum, aflvaki nýrra hugmynda. Hann vill vera jafn ungur í anda og þær ungu stúlkur, sem hingað sækja menntun og þroska -— en þó svo lítið virðulegri og ráðsettari. Það er heilög skylda þessa skóla, að hlúa að ungviðinu, yngstu borgurunum og stuðla að þroskavænlegu uppeldi þeirra. „Skólinn skal upp“ var vígorð merks skólastjóra í byrjun þessarar aldar og urðu áhrínsorð. Það er einnig stefnumið Fóstrúskólans. Megi hollar vættir gefa þeim orðum sigur og vaka yfir velferð skólans, hag hans og sæmd og þeirra mörgu nemenda, er sækja hann heim. * A varp við brautskráningu nemenda 22. maí 1971 Sný ég nú máli mínu til ykkar, elskulegu nemendur, sem brautskráist á þessum hátíðisdegi í ævi Fóstruskólans. Nú er komið að kveðjustund. Við kennarar ykkar sam- öleðjumst ykkur og þökkum ykkur ljúfa og skemmtilega samfylgd og óskum ykkur brautargengis um alla framtíð. Enn einu sinni á ég því láni að fagna að brautskrá hóp nemenda, sem unnið hefur hug minn og hjarta. Margs er að minnast, en samveran er aðeins of stutt, mér finnst við i'étt að byrja, þegar kveðjustundin rennur upp. Uppeldisfræðileg þekking er hverjum uppalanda nauðsyn- leg og þá ekki sízt fóstrum. Fóstruskólinn hefur kappkostað að veita ykkur undirstöðuþekkingu, m. a. í uppeldis- og sálarfræði, og reynt að vekja og efla áhuga ykkar á þeim fræðum, vekja ykkur til umhugsunar um þau og síðast en ekki sízt vekja fróðleiksfýsn ykkar — löngun ykkar til að halda áfram að afla ykkur þekkingar. Skólaveru ykkar er að vísu lokið — en námi ykkar alls ekki. Nú hefst hið sjálf- stæða nám í skóla lífsins og ég vona, að það fararnesti, sem þið hafið héðan með ykkur, reynist ykkur drjúgt. Bókleg þekking á uppeldis- og sálarfræði er dýrmæt og vekjandi, en engan veginn einhlít. Uppeldisfræðin ein — eða bókleg þekkingin ein, gerir engan að góðum uppalanda. Ýmsir eðliskostir og þjálfun í starfi eru hér þung á metunum. Fóstrustarfið er fjölþætt starf og lífrænt — starf, sem gerir miklar kröfur til persónuleika fóstrunnar og fram- komu. Engin þekking og engin leikni á afmörkuðu sviði er hér ein nægjanleg. Fóstran þarf að hafa hæfileika til að umgangast börn, löngun til þess að hlúa að þeim og skilja þau, taka þátt í sorg- um þeirra og gleði — lifa sig inn í hugarheim þeirra. Hugar- heimur barnssálarinnar er veröld út af fyrir sig, sem öllum er hollt að kynnast. Sérhvert barn skapar heila veröld — bjarta eða myrka, hlýja og litauðuga eða gráa og kalda. Þið ungu fóstrur eruð þátttakendur í þessari sköpun. Þið auðveldið eða torveldið börnunum að skapa bjartan heim og fagran. Að vera þátt- takandi í slíkri sköpun er eitthvert mikilvægasta og tign- asta hlutverk, sem nokkur einstaklingur gengst undir. Heimur hvers manns markast af lífsviðhorfi hans. Heimur þess manns, sem mestu mótlæti hefur mætt í lífinu, er ekki ævinlega sá myrkasti og kaldasti. Því fer fjarri. Það fer eftir lífsviðhorfi okkar, hvernig við bregðumst við örlögum okkar. Hvort við rísum undir þeim, þroskumst af mótlæti og raun, eða brotnum og verðum bitur og köld. Þið — góðu fóstrur — eigið mikla hlutdeild í að skapa lífs- viðhorf barnanna. Þið eigið ótal færi á að vekja gleði og valda sorg — einnig að sefa sorg og drepa gleði. Allt þetta á sinn þátt í að lita hugarheim barnanna, móta lífsviðhorf þeirra og viðbrögð, sem vara um alla framtíð. Verið örlátar á gleð- ina, en sínkar á að valda sorg. Hjálpið börnunum til að skapa sér fagra veröld, og þau munu vissulega launa ykkur það með því að endurspegla sína fögru veröld í ykkar hugar- heimi. Tagore, indverska nobelsverðlaunaskáldið lýsir þessu fleygum. orðum í gullfallegri dæmisögu á þennan hátt: „Hver vill ráða mig til sín?“ hrópaði ég, er ég reikaði um morguninn eftir steinlögðum veginum. Með sverð í hendi kom konungurinn í stríðsvagni sínum. Hann tók í hönd mína og sagði: „Ég vil vista þig og gjalda þér völd mín að launum.“ En völd hans voru einskis virði, og hann ók burtu í stríðs- vagni sínum. I brennheitri hádegissólinni voru öll hús lokuð. Ég reikaði um bugðóttan veg. Gamall maður kom út með gullpoka sinn. Hann var íbygginn á svip og sagði: „Ég vil vista þig fyrir auð minn.“ Hann taldi peninga sína, einn og einn í senn, en ég hélt leiðar minnar. Kvöld var komið og limgerðið var alsett blómum. Fögur mær kom út úr húsi sínu og sagði: „Eg vil vista þig fyrir bros mitt.“ En bros hennar fölnaði og breyttist í tár, og hún sneri við og fór ein inn í myrkrið. Sólin glitraði á sandinum, og kenjóttar öldur brotnuðu við ströndina. Þar sat barn og lék sér að skeljum. Það leit upp og virtist þekkja mig og sagði: „Ég vil ráða þig til mín fyrir ekki neitt.“ Og síðan hafa þessi kaup, sem ég átti við barnið í leik þess, gert mig að frjálsum manni. Fóstrustarfið færir hvorki auð eða völd — en það veitir innra frelsi og lífsfyllingu. Með þessum orðum vil ég kveðja ykkur, elskulegu nem- endur. Hamingjan fylgi ykkur.

x

Sumardagurinn fyrsti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumardagurinn fyrsti
https://timarit.is/publication/1751

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.