Sumardagurinn fyrsti - 01.06.1972, Blaðsíða 4

Sumardagurinn fyrsti - 01.06.1972, Blaðsíða 4
4 SUMARDAGURINN FYRSTI „slides“-myndir, svo eitthvað sé nefnt. Þörf er á að stórauka þessa starfsemi og vinna að því, að gera þetta að verulegum námskeiðum til að auka og viðhalda starfsmenntun starfandi fóstra og forstöðukvenna. En til þess þarf peninga og auk þess þarf kennara, sem hafa menntun, sem starfsemi barna- heimilanna kemur að gagni. Þá er kannske ennþá erfiðara að fá. Þessi starfsemi þarf að vera fastur og skipulagður liður í Fóstruskólanum og í samvinnu við barnaheimilin. — I fram- haldi af þessum starfsþætti er eðlilegt að minnast á nauð- syn þess, að koma á „endurhæfingar námskeiÖum“ fyrir fóstrur, sem hætt hafa störfum um árabil en óska eftir að fara í fóstrustörf aftur. Til þess að fara aftur í starf, þarf töluvert átak, margt er gleymt, margar nýjungar í starfs- háttum á barnaheimilum komið fram hin síðari ár, enda fóstrumenntunin hér á landi aukizt og eflzt á ýmsum svið- um. Er ég sannfærð um, að úr hópi þessara kvenna væri unnt að fá fyrirtaksfóstrur, ef þær yrðu hvattar til starfa og þeim gæfist kostur á endurhæfingu. Um framhaldsmenntun fóstra og sérhæfing væri freist- andi að ræða, en þar eð ég hefi gert það nýlega á fundi í Fóstrufélagi íslands, leiði ég það hjá mér að sinni, enda er mér efst í huga nú að vekja áhuga á að treysta og tryggja staðgóða almenna fóstrumenntun í landinu. Treysta þarf grunninn áður en yfirbyggingin er reist. STÖRF OG STARFSVIÐ. I Reykjavík eru starfandi á vegum Barnavinafélagsins Sumargjafar 20 barnaheimili og 1 skóladagheimili. Til við- bótar munu mörg barnaheimili eiga að rísa af grunni innan fárra ára á vegum Reykjavíkurborgar. Þau heimili, sem þeg- ar eru starfrækt, skortir enn fóstrur. Auknar kröfur um lengri opnunartíma krefjast vaktaskipta. Úti á landi er mér kunnugt um a. m. k. 20 barnaheimili (leikskóla og dagheimili) í 19 bæjarfélögum. I mesta lagi hefur helmingur þessara stofnana fóstrulærða forstöðukonu, og aðeins örfáar þeirra hafa með sér fóstru til starfa. Starfssvið fóstra er alls ekki bundið við dagheimili og leikskóla, þótt mest áherzla sé lögð á að mennta þær til starfa þar. Auk skorts á fóstrum á dagheimilum og leikskólum í Reykjavík og utan Reykjavíkur, er mikil eftirspurn og vax- andi þörf á fóstrum á fjölda stofnana, þar sem börn á aldrinum 0—7 ára dveljast um lengri eða skemmri tíma. Sem dæmi um slíkar stofnanir eru: Sérskólar eins og t. d. Höfðaskólinn, Jaðar, Hlaðgerðarkot. Dagheimili fyrir vangefin börn. Vistheimili fyrir vangefin börn. Heyrnleysingjaskólinn. Blindraskólinn. Vistheimili eða upptökuheimili (fyrir vanrækt eða mun- aðarlaus börn) t. d. Dalbraut og Vöggustofa Thorvald- sensfélagsins. Stofnanir fyrir fötluð og lömuð börn. Sjúkrahús: Geðdeildir fyrir börn og almennar barnadeildir. Leikvellir. Sumardvalarheimili fyrir borgarbörn. Enn aðrar stofnanir má nefna, sem hljóta að þurfa á hand- leiðslu fóstra að halda: Sex ára deildir barnaskóla, sem hljóta að þurfa á hand- leiðslu fóstra að halda. Skóladagheimili. Heimavistir fyrir yngstu börn barnaskólanna. Fóstruskólinn. Þar er þörf á fóstrum með framhaldsmennt- un til kennslu og sem verknámsleiðbeinendur. Loks er þörf á fóstrumenntuðum eftirlitsmönnum eða upp- eldisráðgjöfum fyrir barnaheimili og við dagvistun barna á einkaheimilum. Greinilegt er, að gífurlegur skortur er í landinu á fóstrum nú og í náinni framtíð, ef ekki verður unnt að stækka Fóstru- skólann að mun. Hingað til hefur ekki verið unnt að stækka skólann meir en raun ber vitni, m. a. og fyrst og fremst af því, að ekki hefur verið gerlegt að taka fleiri nemendur í verklegt nám á barnaheimilunum. Með þeirri f j ölgun á barna- heimilum, sem orðið hefur nú allra síðustu ár og þeirri, sem væntanleg er næstu árin, ætti að vera hægt að tvöfalda nem- endafjölda skólans innan skamms. — Skortur á aðstöðu til verklegs náms stendur þeirri fjölgun tæplega fyrir þrifum lengur, en þá er húsnæðið að Lækjargötu 14 B of lítið. Það rúmar ekki allan þann f jölda, enda raunverulega allt of lítið húsrými fyrir starfsemina eins og hún er. Við skólann kenna um 20 kennarar, en engin kennarastofa önnur en almenn skrifstofa, sem er smáherbergi. Þar hefur einnig verið bóka- safn skólans, þar sem 64 nemendur þurfa að afla sér bóka. Ef unnt er að bæta úr húsnæðisþörf skólans næsta ár, tel ég, að með góðu samstarfi við forstöðukonur barnaheimila í Reykjavík og nágrennis, verði hægt að taka inn 2 undirbún- ings- eða forskóladeildir í haust eða 40 til 50 nema í allt. Þetta kostar að sjálfsögðu einnig aukið starfslið við Fóstruskól- ann. FRAMTÍÐARSKIPULAG Ef Fóstruskólinn á að geta vaxið og dafnað, verður að koma honum á fastan fjárhagslegan grundvöll og búa hon- um tryggan og verðugan sess í fræðslukerfinu. Hann er nú sérskóli, sem starfræktur er af Barnavinafélaginu Sumar- gjöf, með fjárhagslegum atbeina ríkis og Reykjavíkurborgar. Þegar hugleitt er, hver skipun á þessum skóla sé hyggileg- ust til frambúðar, eru vissulega ýmsir kostir hugsanlegir. Kæmi m. a. til greina að tengja hann Kennaraskólanum nýja, a. m. k. að leita samstarfs við hann. Ég ætla þó, að um nokkurt skeið verði skólinn starfræktur sem sérskóli með inntökuskilyrðum, sem eðlilega hljóta að aukast. Hef ég reyndar oft áður lýst þeirri skoðun minni, að mjög ræki að því, að stúdentspróf eða sambærileg menntun yrði inntöku- skilyrði í Fóstruskólann, eins og víða er orðið á Norður- löndum, eftir því sem menntunarmöguleikar almennings aukast. Sérskólar, er mennta starfsmenn félagsstofnana, eru yfir- leitt ríkisskólar, og mælir margt með því, að Fóstruskólinn verði það einnig. Þarf nauðsynlega að setja lög um fóstru- menntunina og vitaskuld kæmi til greina lögmælt aðild ríkis og Reykjavíkurborgar og e. t. v. fleiri sveitarfélaga — að skólanum, svo mjög sem sveitarfélögin eiga undir því að vel takist um störf skólans. Geta má þess, að fleiri nemend- ur í skólanum eru búsettir utan Reykjavíkur en í Reykja- vík. Hins vegar nýtur Reykjavíkurborg enn sem komið er í miklu ríkara mæli starfskrafta fóstranna en landsbyggðin, og væntir Fóstruskólinn þess að mega ávallt njóta velvildar og stuðnings Reykjavíkurborgar, eftirleiðis sem hingað til. Af hálfu skólastjóra og skólanefndar hefur farið fram rækileg athugun á frambúðarskipulagi Fóstruskólans. Hefur verið óskað eftir því við borgarráð og menntamálaráðu- neytið, að nefnd verði skipuð hið bráðasta til að setja fram tillögur í þessu efni. Þolir enga bið að afstaða sé tekin til málsins og lög sett um skólann, og vænti ég þess að sú nefnd- arskipun verði næstu daga. Við hljótum að ala þá von, að nú verði gengið rösklega að starfi og að þessum skipulags- og fjárhagsmálum verði hið allra fyrsta ráðið farsællega til lykta. Fóstrustéttin stendur einhuga að baki skóla sínum, hún

x

Sumardagurinn fyrsti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumardagurinn fyrsti
https://timarit.is/publication/1751

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.