Kirkjublaðið - 22.05.1944, Side 2
1
KIRKJUBLAÐI0
Lýð veldi á Islandi
Viðhorf kirkjunnar
kemur út hálfsmánaðarlega, ca. 25
blöð á ári. Auk þess vandað og stórt
jólahefti.
Verð kr. 15,00 árg.
Nýir áskrifendur fá hina prýðilegu
jólabók blaðsins 1943 í kaupbæti.
Útgefandi og ábyrgðarmaður:
Sigurgeir Sigurðsson, biskup.
Utanáskrift blaðsins er:
KIRKJUBLAÐIÐ
Reykjavík. Pósthólf 532.
Tekið á móti áskrifendum í síma
5015 frá kl. 10—12 og 1—5 e. h.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
B Y G G Ð A-
ANNÁLA R
Á síðustu árum hefir vaknað mik-
ill og lofsverður áhugi á söguritun
héraða landsins. Ýmsar ágætar hér-
aðslýsingar og héraðssögur hafa
þegar verið gefnar út, og enn fleiri
eru í undirbúningi.
í Reykjavík hafa verið stofnuð
mörg félög þeirra manna, sem ætt-
aðir eru og upprunnir úr sömu
byggð eða sýslu. Þessi félög hafa
það markmið bæði að. auka kynn-
ingu þeirra samsýslunga, sem í höf-
uðstaðnum dvelja, og einnig og ekki
síður hitt, að viðhalda tengslunum
við átthaga sína og æskubyggð og
efla velferð hennar og gengi.
Eitt af því, sem þessi félög hafa
tekið sér fyrir hendur, er að leita
samvinnu við sýslunefndir og
hreppsnefndir heima fyrir um öflun
hvers konar gagna og fróðleiks við-
víkjandi hlutaðeigandi byggðarlagi,
sögu þess, menningu og staðháttum,
með það fyrir augum, að samdar
verði og gefnar út ítarlegar héraðs-
sögur og héraðslýsingar.
í mörgum sýslum landsins miðar
þessu þarfa og ágæta verki vel á-
fram, og má vænta þess, að innan
tiltölulega fárra ára verði þjóðin bú-
in að eignast héraðssögur úr öllum
byggðum landsins, og er óþarft að
fara um það mörgum orðum, hvilík-
ur fengur er í slíkum ritum.
Þeir, sem að þessum verkum hafa
unnið og eru að vinna nú, munu
allir hafa komizt að sorglegri raun
um það, hversu örðugt er að afla
hinna nauðsynlegustu gagna til þess
að geta skrifað slíkar héraðssögur.
Heimildirnar eru af skornum
skammti,, dreifðar víðs vegar í bók-
um, blöðum, skjölum og handritum.
Sumt er þetta meira og minna
óáreiðanlegt og úr lagi fært, og víða
hljóta að verða stórar eyður í sög-
una, af því að heimildir vantar með
öllu um viss tímabil.
Allir munu vera á einu máli um
það, að með ritun héraðssagnanna
er verið að vinna þjóðhollt verk og
þarft, og þeim bera verðugar þakkir,
sem til þess leggja fram krafta og
fé. En jafnframt því að safna forn-
um fróðleik um lífið og starfið í hin-
um dreifðu byggðum landsins, þurf-
um við, ef vel á að vera, jafnframt
að sjá um það, að það sem nú er að
gerast, megi einnig geymast og
varðveitast komandi kynslóðum ó-
brjálað og í því formi, að sæmilega
aðgengilegt megi teljast, þegar
fræðimenn framtíðarinnar taka að
skrá héraðssögur nútímans, sem þá
verður orðinn að fjarlægri fortíð.
Ég hefi stundum verið að hugsa
EINAR JONSSON
myndhöggvari
Sjá grein um hann á næstu síðu.
um það, hvílík ómetanleg gullnáma
það myndi vera fyrir þá, sem nú eru
að skrá sögur héraðanna, ef áreiðan-
legir annálar væru nú fyrir hendi í
hverri sveit, þar sem skráð hefði
verið jafnóðum allt það markverð-
asta, er í sveitinni hefði borið við,
jafnvei þótt þeir annálar næðu ekki
nema 50—100 ár aftur í tímann.
Og því ættum við þá ekki að
skapa slíka gullnámu handa sagn-
fræðingum framtíðarinnar ? Hvernig
litist ykkur á, að allar sveita- og
bæjarstjórnir á landinu bindust um
það samtökum nú, á þessum merki-
legu tímamótum í sögu þjóðarinnar,
er lýðveldi verður stofnað hér á ný,
að gangast fyrir því, að í hverri
sveit og hverjum kaupstað verði
hafið að rita árlegan annál byggðar-
innar, þar sem alls þess er getið,
er markverðast hefir skeð á árinu
og byggðina varðar?
í slíkum annál skyldi geta um af-
komu atvinnuvega, verðlag og verzl-
un og annað slíkt, er máli þætti
skipta. Þar væri getið barnsfæðinga,
giftinga, hverjir burt hefðu flutt
eða að komið. Þar væru skráð
mannalát og slysfarir og með hverj-
um atvikum að hefðu borið. Einnig
mætti skrá stuttorða lýsingu og æfi-
ágrip þeirra, er látizt hefðu. Þá
skyldi getið allra hinna stærri fé-
lagslegra framkvæmda, og yfirleitt
engu því sleppt, er markvert gæti
talizt fyrir sögu sveitarinnar.
Prestar gætu víða verið heppilegir
til þess að rita slíka annála í sókn-
um sínum, og sjálfsagt væri að þeir,
ásamt viðkomandi hreppstjóra eða
bæjarstjóra, undirrituðu annál hvers
árs og vottuðu þannig að rétt væri
hermt.
Ég er ekki í vafa um, að slíkir
annálar sem þessir, mundu mjög
fljótlega verða handhæg heimild fyr-
ir þá, sem kynnast vildu sögu sveit-
ar sinnar, því það er alkunna, að
jafnvel um ýmsa þá atburði, sem
gerzt hafa á landi hér fyrir 10 árum
eða svo, er nú erfitt að fá óyggjandi
og sannar heimildir. Og fyrir sagn-
fræðinga framtíðarinnar verða
svona annálar ómetanlegur fjár-
sjóður.
Árlegur kostnaður við samningu
annálanna verður hverfandi lítill, og
það litla fé mun áreiðanlega bera
mikla vexti og margfaldast að gildi
eftir því sem tímar líða fram.
S. V.
fíiskup
kominn
heim
Biskupinn er nú fyrir skömmu
kominn heim heilu og höldnu ér för
sinni til Kanada og Bandaríkjanna.
Átti hann tal við blaðamenn á heim-
ili sínu stuttu seinna og drap þar á
það markverðasta um för sína.
Eins og áður hefir verið skýrt frá
hér í blaðinu, fór biskupinn vestur
um haf í febrúarmánuði síðastliðn-
um til þess að sitja 25 ára afmælis-
hátíð Þjóðræknisfélagsins, sem full-
trúi ríkisstjórnarinnar.
Eftir afmælishátíðina ferðaðist
hann um allar helztu Islendinga-
byggðir vestra; fór meðal annars
vestur á Kyrrahafsströnd og allt
suður til Kaliforníu. Mun hann hafa
flutt rúmlega 50 erindi, predikanir
og ræður á þessu ferðalagi, bæði
fyrir íslenzkum og amerískum til-
heyrendum.
Biskupinn lætur yfirleitt prýði-
lega af för sinni, þó að dálítið væri
hún erfið og þreytandi á stundum.
Voru viðtökurnar hvarvetna hinar
ástúðlegustu, og létu menn víða í
ljós sérstakt þakklæti sitt til ríkis-
stjórnarinnar hér fyrir að hafa sent
þennan fulltrúa sinn, þjóðarinnar og
kirkjunnar í heimsókn yfir hafið.
Alveg sérstaklega gladdi það bisk-
upinn, að finna þá hlýju, ástúð og
tryggð, sem Vestur-íslendingar
hvarvetna ala í brjósti til heima-
landsins og alls þess, sem íslenzkt
er. Allir báðu þeir að heilsa heim,
heilsa kunningjum, ættingjum og
vinum — og heilsa íslandi, móður-
og minningalandinu, vöfðu æfintýra-
ljóma og seiðandi fegurð og tign,
norður í Atlantsálum.
Biskupinn var mjög hugfanginn
af Ameríku, þessum frjóu löndum
Það er alkunna að í þeim
löndum. þar sem Guðs kristni
skipar öndvegi trúarinnar, koma
lang flestir safnaðarnýliðanna
frá sunnudagaskólunum. Þetta
fyrirbrigði 'er meira að segja
mjög áberandi í Japan, þótt
kristindómurinn sé þar ekki
mestu ráðandi. í Japan bætast
árlega við söfnuðinn nær 20.000
skírnarhvítvoðungar, og meira
en 50 hundraðshlutar þeirra
koma frá sunnudagaskólunum,
eða hafa sótt þá lengur eða
skemur. Fyrir skömnlu hófst
gegnsýrður efnishyggjuháskóli í
Tokíó, sem ekki átti snefil af
kristilegum lífsskoðunum í fór-
um sínum, handa um það að
kynna sér áhuga stúdentanna
fyrir trúarbrögðum. Skólameist-
aranum varð það mæðulegt undr-
unarefni, að við rannsókn þessa
kom í ljós, að meiri hluti há-
skólamanna höfðu mikinn áhuga
á kristindómi. Aðalorsökina til
þessarar kristindómskenndar
mátti rekja til áhrifanna frá
sunnudagaskólunum.
Þjóðkirkja íslands fagnar þeim
einhug, sem ríkir meðal ríkisstjórn-
ar fslands og allra stjómmálaflokka
landsins um lausn sjálfstæðismáls-
ins og stofnun lýðveldis á íslandi
eigi síðar en 17. júní næstkomandi
og væntir, að þjóðin einnig sýni fag-
urlega einhug sinn við atkvæða-
greiðsluna hinn 20.-—23. maí n. k.
í því sambandi vil ég minna á það,
að margir hinna íslenzku presta
hafa jafnan tekið virkan þátt í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar frá upp-
mikillar víðáttu og ótæmandi mögu-
leika og f jölbreytni. Hann dáðist að
tækni, framförum og menningu
þessara ungu ríkja, sem sameina í
undursamlega eining hin ólíkustu
þjóðerríi, f jarskyldar tungur, háttu,
siðu og menning.
Hann kvaðst hvarvetna hafa mætt
hinum alúðlegustu og hlýjustu við-
tökum, og það hefði glatt sig að
finna, hve Ameríkumenn bera hlýj-
an hug til íslands og voru fúsir að
fræðast bæði um land og þjóð. Töldu
þeir Vestur-íslendinga jafnan hafa
reynzt hina nýtustu og ágætustu
þegna, er hefðu skarað fram úr öðr-
um á mörgum sviðum, og létu í ljós
þá ósk og von, að vaxandi samskipti,
samúð og skilningur mætti takast
með Bandaríkjaþjóðinni og íslend-
ingum, báðum aðilum til efnalegra
og menningarlegra hagsbóta.
Má fullyrða, að þessi för biskups-
ins hafi orðið til þess að auka vinar-
hug Bandaríkjaþjóðarinnar til ís-
lendinga, jafnframt því sem hún
hefir enn treyst vináttuböndin milli
íslendinga sjálfra beggja megin
hafsins.
Sökum áhrifa frá Norður-
álfu-guðfræðinni, hafa á síðari
tímum komið fram nokkrir
Japanprestar, sem hafa tekið
upp á því að loka augunum fyr-
ir gildi sunnudagaskólafræðsl-
unnar og telja hana ekki á
marga fiska. ’Halda þeir því
fram, að hinn sanni kristindóm-
ur færist fyrst í aukana við
vakningarboðun.
Ég get aldrei fallist á að trú-
arbragðafræðsla sé andvíg vakn-
ingarstarfi. Mín persónulega
reynsla er sú, að ég snérist tii
kristinnar trúar, þegar ég var
á 14. árinu, þá félagi í biblíu-
námsflokki, er kom saman að
eins einu sinni á viku. Ég var
skírður þegar ég var 15 ára
gamall. Og þá fræðslu og full-
vissu um Krist, sem ég átti þá,
hana á eg í öllum aðalatriðum
sunnudagaskólanum að þakka.
Þess vegna hefi ég sterka trú
á því, að unnt sé að leiðbeina
ungum sveinum og meyjum til
Krists' með fræðslu þeirri, sem
þau fá í sunnudagaskólunum.
hafi. Jafnframt hafa prestarnir um
aldir með starfi sínu, þar á meðal
starfinu í þágu þjóðlegrar fræðslu
og með söfnun og varðveizlu þjóð-
legra fræða, átt sinn mikilvæga þátt
í því, að varðveita tungu, sögu og
menning þjóðarinnar, en það verða
jafnan að vera þeir traustu horn-
steinar, er frelsiskröfur sérhverrar
þjóðar hljóta að verulegu leyti að
byggjast á. Má hiklaust vænta þess,
að hin íslenzka prestastétt muni ein-
huga styðja að almennri þátttöku
þjóðarinnar í þeirri atkvæða-
greiðslu, sem í hönd fer, og að þeir
haldi áfram að vera verðir hinna
þjóðlegu verðmæta.
En jafnframt því að fagna endan-
legu fullveldi ríkisins vil ég benda
á, að kirkjan lítur svo á, að fengnu
frelsi fylgi ekki að eins dýrmæt rétt-
indi, heldur einnig mikilvægar
skyldur, sem þjóðin öll verði að
rækja, svo frelsið megi verða henni
að fullum notum og til varanlegrar
blessunar.
Hið innra frelsi, þroski, göfgi og
trú einstaklinganna sjálfra er ófrá-
víkjanlegt skilyrði þess, að hið
stjórnarfarslega frelsi fái notið sín
og þjóðin verði farsæl og langlíf í
landinu.
í þeirri von og trú, að hið ytra og
innra frelsi megi haldast í hendur —
halda vörð um þjóð og land — bið
ég vorn himneska föður að styrkja
og blessa þjóðina, er hún nú stígur
hið örlagaríka, langþráða lokaspor í
aldalangri baráttu sinni fyrir fullri
endurheimt frelsis síns og sjálf-
stæðis.
Reykjavík, 17. maí 1944.
Ég hefi sannfærst um það og
sannreynt, eftir 26 ára starf í
skuggahverfum stórborganna, að
þeir sem bezt studdu þetta um-
bótastarf kirkjunnar í þessum
sóðabælum voru mennirnir, sem
höfðu fengið fræðslu í sunnu-
dagaskólunum og síðan hlotið
skírn. Án sunnudagaskóla eða
trúarbragðafræðslu er alómögu-
legt að fá góða og örugga fé-
laga, sem síðar eiga að bera
uppi samkomurnar í verka-
mannahverfum iðnaðarborg-
anna. Þegar ég byrjaði kristn-
unarstarf mitt í ódámshverfun-
um árið 1909, réði vinur minn,
Hachihama prestur, mér til þess
að reyna að frelsa börnin á þess-
um hörmunarsvæðum á undan
hinum fullorðnu. En ég hugsaði
sem svo, að ef ég eyddi meiri
tíma börnunum til handa en
fullorðna fólkinu, yrði ég að
eiga það á hættu að verða að
bíða minnst 10 eða 15 ár, þang-
að til að ég gæti stofnað söfnuð
í hverfinu. Eg reyndi að koma
upp góðum söfnuði með því að
koma drykkjurútum, slagsmála-
hundum og alls kyns bófum til
að sjá að sér og iðrast, og ég
hafði mikinn áhuga fyrir þessu
og lagði í það mikla vinnu og
fyrirhöfn. En þegar ég hafði
haldið þessu áfi’am í 26 ár, varð
ég að viðurkenna, að börnin í
skuggahverfinu urðu morðingj-
S. V.
Sigurgeir Sigurðsson.
T. KAGAWA:
Sumiudagaskólarnir
Þýðing þeirra og gildi