Borgarsýn - 2018, Page 2
Borgarsýn 21 2
Leiðari
Inngangur
Í Reykjavík stendur yfir mikið umbreyt
ingarskeið og víðsvegar má byggingar
rísa og götur sem taka á sig nýja mynd.
Það sem er kannski minna sýnilegt en
þeim mun mikilvægara, er að flest öll
umbreytingarskref eru tekin í þágu betra
umhverfis enda ætlar Reykjavíkurborg
að vera orðin kolefnishlutlaus árið 2040.
Þéttari byggð ýtir undir vistvænar sam
göngur, blönduð byggð tryggir atvinnu
tæki færi og þjónustu í göngufæri og
umbreyt ing gatna er gjarnan til að bæta
aðstæður gangandi og hjólandi. Í inn
viðum nýrra uppbyggingasvæða er lögð
áhersla á blágrænar ofanvatnslausnir
sem felast í því að veita ofanvatni á
náttúru legan hátt niður í jarðveginn í
stað þess að veita því í hefðbundin
frá veitu kerfi. Þannig tekst að viðhalda
vist vænum vatnabúskap og í leiðinni
er hægt að styðja við líffræðilegan
fjölbreytileika.
Víða er gert ráð fyrir djúpgámum sem
munu bæta aðstöðu til flokkunar úrgangs
enda er reglan er sú að þegar fjár festa
á í innviðum á nýjum þétt inga svæðum
skal leggja áherslu á lausnir sem eru
góðar fyrir umhverfið og þar af leiðandi
fyrir borgarbúa. Sem dæmi má nefna
að megin fors enda spenn andi ramma
skipu lags fyrir Skeif una er að það liggur
við svo kallaðan þétt ingar ás frá vestri til
austurs, sem Borg ar lína mun fara um.
Borg ar línan byggir á hugmyndum um
hágæða hrað vagna kerfi um allt höfuð
borgar svæðið en samgöngumiðuð þróun
borga byggir á því að þéttast sé byggt
þar almenningssamgöngur eru hvað
öflugastar.
Í úthverfum borgarinnar er einnig tölu
vert svigrúm fyrir uppbyggingu og er
Hús næði sjálfs eign ar stofn unin Bjarg að
hefja byggingu á 155 íbúðum við Móa
veg í Grafarvogi og einnig er spennandi
upp bygg ing í undirbúningi við Tunguháls
en þar munu rísa um 200 íbúðir, þar af
tæplega helmingur á vegum Bjargs.
Framkvæmdir og viðhald er stór hluti af
starfsemi umhverfisog skipulagssviðs
og það er sérstakt ánægjuefni að nú í
byrjun apríl eigi að taka í notkun glæsi
lega sundlaug við Klettaskóla. Sund
laugin er þjálfunarog kennslulaug sem
Mannlíf
er í nýrri viðbyggingu norðvestan við
núver andi skóla og mun bæta aðstæður
nem enda til muna.
Á síðasta ári voru lagðir 7.350 m2 af
göngu og hjólastígum í borginni og
í rúm lega í helming þeirra var notað
endur unnið malbik. En tilraunir hafa
verið gerðar með slíkt um árbil eins og
lesa má nánar um í blaðinu. Gaman
er að segja frá því að um leið og vora
tekur sjáum við gríðarlega aukningu á
notkun hjólastíganna í borginni og má
í því samhengi nefna að mánudaginn
26. febrúar s.l. mældust 211 reiðhjól á
stígnum í Nauthólsvík en daginn eftir
voru 411 á reiðhjólum. Tvöföldun varð
einnig á Geirsnefi, umferðin fór úr 93
hjólum í 187 og aukningin í Elliðaárdal
var úr 105 í 172 hjól 27. febrúar. Til sendur
að setja upp fleiri teljara á þessu ári til
að safna gögnum. Þetta eru góð tíðindi
enda mikið lýðheilsu og umhverfis mál
að nota vistvæna ferða máta. Lykilatriðið
í að ná Reykjavík kol efnis hlut lausri árið
2040 er einmitt að auka hlut vistvænna
samgangna.
Ólöf Örvarsdóttir
sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Umhverfis og skipulagssvið Reykja
víkur borgar hefur undanfarin ár staðið
fyrir fundarröðinni Borgin, heim kynni
okkar, um umhverfis og skipulags mál.
Fundirnir eru haldnir á haust og vor
misseri á Kjarvalsstöðum á Klambra túni
og hafa alla tíð verið mjög vel sóttir af
almenningi og fagfólki.
Heiti fundanna hafa verið
eftirfarandi:
1. Hver á borgina? 10. október 2014
2. Er borgin heilsusamleg?
12. nóvember 2014.
3. Á að sameina sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu?
13. janúar 2015.
Kjarvalsstaðfundir Umhverfis-
og skipulagssviðs
4. Hver eru áhrif borgarumhverfis
á hamingju? 10. febrúar 2015.
5. Hvaða máli skiptir náttúran í
borgarumhverfi? 10. mars 2015.
6. Er miðborgin fyrir ferðamenn,
íbúa eða alla? 13. október 2015.
7. Vinsamleg borg fyrir börn og
unglinga. 10. nóvember 2015.
8. Loftslagsmál - hvað getum við
gert? 9. febrúar 2016.
9. Menningararfurinn í brennidepli.
15. mars 2016.
10. Fjölmenning í ljósi umhverfis og
skipulags. 12. apríl 2016.
11. Fagurfræðin í borgar skipu-
laginu. 11.október 2016.
Umhverfis- og skipu lags svið Reykja víkur-
borgar hefur skipu lagt tuttugu umræðu-
fundi þar sem til raun gerð til að færa
umræðu um skipu lags- og umhverfis mál
í vítt og breitt samhengi