Borgarsýn - 2018, Blaðsíða 3
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar 3
út frá skemmtilegum sjónarhornum um
brýn efni.
Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis
og skipulagsráðs hefur haft umsjón með
fundunum ásamt Gunnari Hersveini
verk efnis stjóra miðlunar fyrir hönd á
umhverfis og skipulagssviðs Reykja
víkur borgar. Þrír góðir gestir eru á
hverjum fundi sem hafa undirbúið sig vel
og tekið þátt í því að dýpka umræðuna
og finna skemmtilega fleti.
Ríkir hugarfar skapandi hugsunar
í Reykjavík?
Umræðuefni hafa verið af ýmsum toga
og ávallt gerð tilraun til skapa breidd.
Dæmi um efni er spurningin um hvort
Reykjavík sé skapandi borg?
Hugtakið sköpun (e. creativity, creative
city) hefur notið vinsælda undanfarin ár í
borgarumræðu. Andstæðan við skap
andi borg gæti verið einsleit borg. Eitt
einkenni umbreytingar birtist þegar borg
gengur sköpuninni á hönd og skapandi
greinar á ýmsum sviðum menningar
breyta þekktum byggingum í svæði fyrir
listir og menningu. Nýlegt dæmi um það
er Marshall húsið við Grandargarð sem
var síldarbræðsla í hálfa öld en verður
menningar og myndlistarmiðstöð.
12. Ríkir hugarfar sköpunar í
Reykjavík? 15. nóvember 2016.
13. Útivist í borgarumhverfi.
17. janúar 2017.
14. Borg gangandi vegfarenda.
14. febrúar 2017.
15. Borg hjólandi vegfarenda.
14. mars 2017.
16. Til hvers eru borgir?
10. október 2017.
17. Framtíðarborgin Reykjavík.
14. nóv 2017.
18. Snjallborgin Reykjavík.
16. janúar 2018.
19. Ásýnd borgar í litum, ljósum
og listum. 13. febrúar 2018 .
20. Til hvers er skipulag?
13. mars 2018.
Markmiðið með fundunum er að færa
umræðu um skipulags og umhverfismál
í vítt og breitt samhengi. Leitað er eftir
gagnrýnni og hressilegri umræðu þar
sem ólík sjónarmið og reynsluheimar
mætast á málefnalegum grunni. Ekki
er boðið upp á átök milli andstæðra
sjónar miða heldur felst aðferðin í því
að greina og opna fyrir möguleika og
að fólk haldi áfram að hugsa málin eftir
fundina. Þótt kærkomið sé að heyra
ögrandi sjónarmið. Rætt er á mannamáli
Frá einum fundinum á Kjarvalsstöðum
Uppbygging borgarhverfa og þétting
byggðar veltur upp tækifærum og
áskorunum í þessum efnum. Nefna má
að samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur
ber að stuðla að skapandi og ögrandi
umhverfi og auka veg allra skapandi
greina við mótun umhverfis.
Það eru ekki bara miðborgir sem geta
verið skapandi heldur einnig hverfin
eins og til dæmis Breiðholtið þar sem
list í opinberu rými hefur breiðst út
t.a.m. á blokkarveggjum. Ef til vill laðar
það að sér skapandi fólk sem heldur
áfram að móta andrúmsloft, umhverfi
og menningu staðarins. Segja má að
tilraun standi yfir til að gera Breiðholt að
skapandi stað.
Umhverfis og skipulagssvið þakkar
öllum gestum sem hafa lagt fram krafta
sína og öllum borgarbúum og öðrum
gestum sem hafa komið á fundina.
Hægt er að horfa á upptökur af
umræðufundunum á síðunni
netsamfelag.is