Borgarsýn - 2018, Page 8

Borgarsýn - 2018, Page 8
Borgarsýn 21 8 Grænt bókhald fyrir alla borgina Umhverfi Unnið var með hugbúnaðarfyrirtækinu Klöppum að því að ná utan um magn­ tölur en gögnum er streymt beint frá birgjum í gegnum upplýsingagátt. Losun gróðurhúsalofttegunda er reiknuð í samræmi við aðferðafræði Green house Gas Protocol, sem fylgt er af aðild ar­ fyrir tækjum loftslagssamnings Reykja­ víkur borgar og Festu. Birting niðurstaðna verður í gegnum töl­ fræðivef Reykjavíkurborgar og í gegnum sér staka umhverfisskýrslu sem verður birt samhliða fjárhagsuppgjöri hvers árs. Helstu niðurstöður 2015–2016 eru að notkun á eldsneyti jókst lítillega milli ára. Aukning er helst í metani á kostnað bensíns og í samræmi við það minnkar losun gróðurhúsalofttegunda vegna eldsneytis notkunar. Grænt bókhald Reykjavíkurborgar er nú sett fram í fyrsta sinn fyrir alla borg ina. Það var þróað hjá umhverfis­ og skipu­ lags sviði meðal annars út frá umhverfis­ stjórn un ar kerfi sviðsins sam kvæmt ISO 14001 staðlinum. Tekið er mið af umhverfis­ og auðlindastefnu borgar­ innar sem finna má í Aðal skipulagi Reykjavikur. Kolefnisleysi árið 2040 Umhverfisþættir sem settir eru fram í grænu bókhaldi Reykjavíkurborgar eru elds neyti, rafmagn og úrgangur. Bók­ haldið nær yfir starfsemi borgarinnar í heild sinni og tekur meðal annars mið af lofts lags mark miðum sem er kolefnis hlut­ leysi árið 2040. Hlutfall vistvænna ökutækja í rekstri borgarinnar lækkar á milli ára. Raf­ magns notkun stendur í stað en mikil aukning á skráðri losun vegna raf­ magns notkunar skýrist af sölu á upp­ runa ábyrgðum og sést einnig á hlutfalli endur nýjan legrar orku sem fer niður um 50%. Úrgangur eykst en flokkaður úrgangur er meiri og er því losun vegna úrgangs minni en ella auk þess sem kostnaður pr. tonn lækkar á milli ára. Vistvæn ökutæki Nefna má sem dæmi úr bókhaldinu að hlutfall vistvænna ökutækja á vegum Reykjavíkurborgar árið 2016 var 82% en bifreiðar sem geta bæði notað metan og bensín eru taldar visthæfar þó að strangt til tekið sé ekki hægt að kalla þá vistvæna nema eingöngu sé notað metan. Í umhverfis­ og auðlindastefnu sem sett var 2013 var markmiðið að 75% bílaflotans væri visthæfur og er því mark miði náð. Hins vegar þarf hlut­ fall visthæfra bíla að vera orðið 100% fyrir árið 2025 til að uppfylla mark mið lofts lags stefnu frá 2016 um að bílafloti borgar innar verði án losun gróður húsa­ lofttegunda. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur verið með grænt bókhald frá árinu 2013. Nú hefur bókhaldið verið tekið upp fyrir borgina alla Magn flokkaðs og óflokkaðs úrgangs 2015 og 2016. Óflokkaður úrgangur er almennt sorp og grófur úrgangur. 3.0000 tonn 2.500 1.500 500 0 1.000 2.000 1.284 2015 Flokkað Magn úrgangs Óflokkað Heildarsumma 1.039 2015 2.323 2015 1.662 2016 988 2016 2.650 2016

x

Borgarsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgarsýn
https://timarit.is/publication/1749

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.