Borgarsýn - 2018, Side 14

Borgarsýn - 2018, Side 14
Borgarsýn 21 14 Ný sundlaug í Klettaskóla Framkvæmdir Í byrjun apríl verður glæsileg sundlaug við Klettaskóla tekin í notkun. Sundlaugin sem er þjálfunar og kennslulaug, er í nýrri viðbyggingu norðvestan við núverandi skóla Nýja sundlaugin Í viðbyggingunni eru einnig hátíðar­ og matsalur, íþróttasalur og félagsmiðstöð. Íþróttasalur og hátíðarsalur hafa þegar verið tekin í notkun en gert er ráð fyrir að framkvæmdum við skólann ljúki næsta haust. Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi og þjónar öllu landinu . Skólinn hét áður Öskjuhlíðarskóli og var byggður í tveimur áföngum árin 1974 og 1985. Framkvæmdir við nýju viðbygginguna hófust á vormánuðum 2015, en samhliða þeim hafa verið gerðar umfangsmiklar endurbætur á gamla skólanum. Með nýju viðbyggingunni verða meiriháttar breytingar á starfsemi skólans með áherslu á bætt aðgengi og þjónustu við fatlaða nemendur skólans, en í skólanum er aðstaða fyrir 80–100 nemendur. Lögð er áhersla á skilvirkni skóla starfsins með því að hafa alla kennslu á sömu hæð og umferðarleiðir stuttar og greiðar. Stjórnunin er miðlæg á 2. hæð og félagsaðstaða nemenda á sam liggjandi svæði í kjallara. Í gamla skól anum var engin aðstaða fyrir stærri athafnir eins og skólasetningu, jólböll, sýningar o.þ.h. og því er nýr hátíðar­ og matsalur kærkomin viðbót. Hreyfing og þjálfun mikilvæg Nemendahópur Klettaskóla er fjöl­ breyttur hópur einstaklinga, með mis mun andi náms­ og félagslegar þarfir. Flóknar og sérhæfðar þarfir

x

Borgarsýn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgarsýn
https://timarit.is/publication/1749

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.