Borgarsýn - 2018, Page 14
Borgarsýn 21 14
Ný sundlaug í Klettaskóla
Framkvæmdir
Í byrjun apríl verður
glæsileg sundlaug
við Klettaskóla
tekin í notkun.
Sundlaugin sem
er þjálfunar og
kennslulaug, er í
nýrri viðbyggingu
norðvestan við
núverandi skóla
Nýja sundlaugin
Í viðbyggingunni eru einnig hátíðar og
matsalur, íþróttasalur og félagsmiðstöð.
Íþróttasalur og hátíðarsalur hafa þegar
verið tekin í notkun en gert er ráð fyrir að
framkvæmdum við skólann ljúki næsta
haust.
Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi
og þjónar öllu landinu . Skólinn hét
áður Öskjuhlíðarskóli og var byggður
í tveimur áföngum árin 1974 og 1985.
Framkvæmdir við nýju viðbygginguna
hófust á vormánuðum 2015, en samhliða
þeim hafa verið gerðar umfangsmiklar
endurbætur á gamla skólanum. Með
nýju viðbyggingunni verða meiriháttar
breytingar á starfsemi skólans með
áherslu á bætt aðgengi og þjónustu
við fatlaða nemendur skólans, en í
skólanum er aðstaða fyrir 80–100
nemendur. Lögð er áhersla á skilvirkni
skóla starfsins með því að hafa alla
kennslu á sömu hæð og umferðarleiðir
stuttar og greiðar. Stjórnunin er miðlæg
á 2. hæð og félagsaðstaða nemenda
á sam liggjandi svæði í kjallara. Í gamla
skól anum var engin aðstaða fyrir stærri
athafnir eins og skólasetningu, jólböll,
sýningar o.þ.h. og því er nýr hátíðar og
matsalur kærkomin viðbót.
Hreyfing og þjálfun mikilvæg
Nemendahópur Klettaskóla er fjöl
breyttur hópur einstaklinga, með
mis mun andi náms og félagslegar
þarfir. Flóknar og sérhæfðar þarfir