Borgarsýn - 2018, Page 15
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar 15
nemenda kalla á mikinn sveigjanleika
varðandi húsnæði, búnað og starfshætti.
Líkamleg hreyfing og þjálfun er mikilvæg
þessum nemendum og styður við betri
námsárangur þeirra. Með sundlaug
á staðnum og bættri íþrótta og
frístundaaðstöðu verður ekki lengur þörf
á að aka nemendum bæjarhluta á milli til
að sækja þessa þjónustu.
Skólinn er staðsettur í grónu hverfi og
við hönnunina var reynt að taka tillit
til þess eins og kostur var. Allt ytra
fyrirkomulag bygginga skólans miðar að
því að ásýnd þess gagnvart aðliggjandi
byggð sé sem mildust og er hluti
viðbyggingarinnar felldur inn í landið.
Þannig er íþróttasalurinn niðurgrafinn
til hálfs og félagsmiðstöðin byggð inn í
landið austan við skólann.
Í sumar verður svo unnið við endurgerð
og frágang skólalóðarinnar, en lóðin er
hönnuð þannig að hún mæti sérstökum
þörfum nemenda skólans.
Verkefnisstjóri framkvæmdar
Einar H. Jónsson
Verktakar
Ístak hf
Suðurverk ehf
Hönnun
OG Arkitektar
VSÓ verkfræðingar
Eftirlit
Verkfræðistofan Hnit ehf
Yffirlitsmynd af framkvæmdum