Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2018, Síða 5

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2018, Síða 5
- 5 - Ályktanir samþykktar á Landsfundi Sjálfsbjargar lsh 2018 Ályktun um ferðaþjónustu fatlaðra Frá því nýtt fyrirkomulag í ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu var tekið upp hefur ríkt van- traust af hálfu farþega til ferðaþjónustu fatlaðra. Fyrir lok árs 2018 þurfa sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu að sýna fram á leiðir til úrbóta sem beðið hefur verið eftir við skipulag og þjónustu ferðaþjónustu fatlaðra. Afar mikilvægt er að sveitar- félögin sýni fram á úrbætur í þessum efnum sem allra fyrst. Samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis, liggur fyrir að öll sveitarfélög þurfi að veita hreyfihöml- uðum íbúum sínum ferðaþjónustu, líka í hinum dreifðari byggðum. Landsfundur Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra haldinn 21. apríl 2018 skorar á þau sveitarfélög sem ekki nú þegar veita ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk að einhenda sér í að veita hana, sé eftir henni óskað, enda er hún lögbundin. Ályktunin var borin upp til samþykktar og var hún samþykkt. Ályktun um kjaramál fatlaðra Landsfundur Sjálfsbjargar landssambands hreyfi- hamlaðra haldinn 21. apríl 2018 skorar á ríkisstjórn Íslands að tryggja fötluðu fólki í landinu full mannréttindi. Króna á móti krónu skerðing við- gengst ennþá hjá þeim sem eru á örorkulífeyri. Þá skerðingu ber að afnema nú þegar. Koma þarf í veg fyrir að örorka sé ávísun á fátækt. Samtökin krefjast þess að ríkisstjórnin, sveitarfé- lögin og atvinnulífið tryggi framboð á hlutastörfum nú þegar eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar. Nýtt kerfi utanum örorkulífeyri og hugsanlegt starfsgetumat verður aldrei skiptimynt fyrir bætt kjör. Landsfundurinn krefst þess að farið verði í þær viðræður sem boðaðar hafa verið við forsvarsmenn öryrkja, en hafa ekki formlega farið af stað ennþá. Ályktunin var borin upp til samþykktar og var hún samþykkt. Ályktun um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Landsfundur Sjálfsbjargar harmar að ekki eigi að fullgilda viðauka við samninginn en hann gerir ráð fyrir kvörtunarleið til Sameinuðu þjóðanna sem er nauðsynleg hreyfihömluðu fólki. Skýring stjórnvalda að viðaukinn hafi ekki verið fullgiltur vegna þess að hann feli í sér valdaframsal er vafasöm, m.a. í ljósi þess að ályktun Alþingis gerði ráð fyrir að viðauk- ann ætti að fullgilda fyrir árslok 2017. Bergur Þ. Benjamínsson formaður ásamt gullmerkis- hafanum Ragnari Gunnari Þórhallssyni. Starfsmenn fundarins önnum kafnir. María Richter og Þórdís Rún Þórisdóttir Formaður ÖBÍ, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, ávarpar fundinn. Formaður og fundarstjóri. Þórdís Rún ritari og Hjörtur Eysteinsson fundarstjóri. Þorsteinn Fr. Sigurðsson fram- kvæmdastjóri skýrir málin. Fulltrúar úr Sjálfsbjörg á höfuðborgar svæðinu. Fylgst með. Gjaldkeri Sjálfsbjargar, María Óskarsdóttir, með ýmislegt á prjónunum. l a n D s f u n D u r

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.