Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2018, Síða 18

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2018, Síða 18
- 18 - Þegar grúskað er í gömlum blöðum Sjálfs- bjargar er ýmislegt sem vekur athygli og jafnvel má þar finna atriði sem ekki eru á allra vitorði í dag. Þannig rákumst við á smá pistil í blaði Sjálfsbjargar frá árinu 1971 þar sem fjallað er um stofnun Össurar hf., sem í dag er eitt stærsta fyrirtæki landsins og starfar líka á alþjóðlegum vettvangi. Og viti menn Sjálfsbjörg var þar meðal stofnenda og fyrirtækið hóf starfsemi sína í Sjálfsbjargarhúsinu. Til gamans birtum við hér þennan pistil um stofnunina. „Á síðastliðnum vetri stofnuðu Sjálfs- björg landssamband fatlaðra, Samband íslenskra berklasjúklinga, Styrktarfélag vangefinna ásamt Össuri Kristinssyni, gervilimasmið, hlutafélagið Össur. Hlutafé er kr. 750 þúsund eða kr. 150 þúsund frá hverjum aðila. Hlutafjárframlag Sjálfs- bjargar greiðist með húsaleigu. Tilgangur félagsins er að reka gervilimaverkstæði og skylda starfsemi. Verkstæðið verður á jarðhæð í A-álmu (næst Kringlumýrar- braut) og fær til umráða um það bil 202 m2. Húsnæðið er innréttað samkvæmt tillögum Össurar Kristinssonar og verður aðstaðan góð. Gengið er slétt inn frá götu og einnig er innangengt úr öðrum álmum hússins, en það er mjög hagkvæmt fyrir þá íbúa hússins sem þurfa á þjónustu gervi- limasmiðs að halda. Þarna verða einnig seld belti fyrir bakveika og „Langers“ inn- legg í skó. Beltin verða flutt inn frá Svíþjóð hálfunnin og fullnaðarfrágangur þeirra síðan unnin eftir máli. Össur Kristinsson lauk námi í gervilima- smíði í Svíþjóð á síðastliðnu ári og er mjög ánægjulegt að fá hann til starfa hingað heim. Á verkstæðið hefur verið ráðinn Atli Smári Ingvarsson húsgagnasmiður, Reykja- vík.“ Við þetta má bæta að umrætt húsnæði sem Össur hf. byrjaði í er húsnæðið sem Halaleikhópurinn hefur verið með til afnota undanfarin ár. Össur hf. hóf síðan formlega starfsemi 1. október 1971. Upphaf Össurar hf. Össur Kristinsson – mynd tekin 1971. Höfuðstöðvar Össurar hf. hafa aðeins stækkað frá upphafinu í Hátúninu Viðurkenningar fyrir gott aðgengi sundlauga Nokkrar viðurkenningar hafa verið veittar fyrir gott aðgengi að sundlaugum í kjölfar ársverkefnis Sjálfsbjargar, „Sundlaugar okkar ALLRA!“ Sundlaugin á Egilsstöðum. Björn Ingimarsson bæjar- stjóri Fljótsdalshéraðs og Hafsteinn Ólason sundlaugar- starfsmaður taka við sérstakri viðurkenningu frá Sjálfs- björgu lsh, sem Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum hlaut fyrir gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða að sundlauginni frá hendi Guðna Sigmundssonar formanns Sjálfsbjargar á Mið-Austurlandi (lengst t.v.). Ásvallalaug í Hafnarfirði. Hér afhendir Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar bæjarstjóra Hafnarfjarðar og forsvarsmönnum sundlaugar- innar viðurkenningu fyrir gott aðgengi að sund- lauginni.

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.