Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2018, Page 25
- 25 -
Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar var sett
á laggirnar árið 2012. Vefsíða miðstöðv-
arinnar hefur frá upphafi verið kjarninn
í starfsemi hennar. Á vefsíðunni (www.
thekkingarmidstod.is) má finna margvís-
legan fróðleik sem gagnast hreyfihömluðu
fólki sem og aðilum er tengjast þeim s.s.
fagfólki og aðstandendum. Þar má finna
upplýsingar um réttindamál, aðgengismál,
atriði er tengjast atvinnu og menntun, vel-
ferð, tómstundum og fræðslu. Skorað er
á lesendur að kíkja á síðuna næst þegar
farið er á netið og endilega sendið okkur
ábendingar um hvað betur má þar fara og
eru allar hugmyndir um áhugavert efni vel-
komnar. Þá viljum við sérstaklega benda á
myndbönd þar sem hópur hreyfihamlaðra
einstaklinga tjá sig um sína fötlun og sín
lífsviðhorf. Þetta eru sérlega áhugaverð
myndbönd og því um einstaka jafningja-
fræðslu að ræða. Hér á eftir er greint lítil-
lega frá þessum myndböndum.
Svanur Ingvason
Svanur Ingvarsson, húsasmiður og
kennari, segir frá reynslu sinni af útivist
og íþróttum fyrir og eftir mænuskaða. Í
myndbandinu segir hann m.a: ,,Það finnst
mér tilbreyting, að gera eitthvað annað
heldur en að vera í sama hjólastólnum, að
fara í önnur tæki og leika sér“
Brandur Karlsson Bjarnason
Brandur fjallar um aðdragandann að
stofnun Frumbjargar frumkvöðlamið-
stöðvar Sjálfsbjargar 2016. Þar segir hann
m.a: „Það er gríðarlega mikilvægt að vera
með vettvang þar sem þú getur svona
fengið að blómstra“.
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir
Fötlunarlistakonan Kolbrún Dögg sýnir
brot úr gjörningnum „Taumhald, tjald
og typpi“ sem hún framdi á málþinginu
„Sköpun skiptir sköpum“ 4. september
2015. Hún fjallar einnig um aðgengi fatl-
aðs fólks að listnámi og mikilvægi þess að
hafa NPA (Notendastýrða persónulega
aðstoð).
Rúnar Björn Herrera Þorkelsson
Rúnar Björn er formaður NPA miðstöðv-
arinnar og segir hér frá því hvernig líf
hans snérist við þegar hann fékk Not-
endastýrða Persónulega Aðstoð.
Helga Magnúsdóttir
Hér segir Helga frá reynslu sína af vinnu-
markaðnum og mikilvægi þess að vera
virkur í samfélaginu.
Andri Valgeirsson
Hér segir Andri frá þeim viðhorfum sem
hann hefur fundið fyrir í samfélaginu og
viðhorfi til lífsins.
Arna Sigríður Albertsdóttir
Arna Sigríður talar hér um mikilvægi
hreyfingar og hvað hreyfing hefur gert
fyrir hana. Í myndbandinu segir hún m.a:
„Í dag verð ég sjaldnar veik og mér líður
almennt betur núna heldur en áður en ég
byrjaði að æfa mikið“.
Þorkell Sigurlaugsson
Þorkell ræðir hér um þátttöku hreyfihaml-
aðs fólks í lífinu.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir
Þuríður Harpa segir okkur frá hennar
reynslu af því að byggja upp sjálfsmynd
sína eftir slys.
Þorbera Fjölnisdóttir
Hér talar Þorbera um sína upplifun og
reynslu af fötlun og foreldrahlutverkinu.
Eins og áður sagði eru jafningjamynd-
böndin vistuð á vefsíðu Þekkingarmið-
stöðvar Sjálfsbjargar,
www.thekkingarmidstod.is
Jafningjamyndbönd
Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar