Kirkjublaðið - 31.10.1953, Síða 1

Kirkjublaðið - 31.10.1953, Síða 1
XI. árg. Laugardag'ur 31. október 1953. 17. tbl. Biskup Islands dr. Sigurgeir Sigurðsson Fæddur 3. ágúst 1890 — Dáiun 13. október 1953 Biskup Islands er látinn. Hann andaðist að heimili sínu, bisk- upssetrinu Gimli í Reykjavík, þriðjudaginn 13. október, kl. 1 e. h. Undanfarnar vikur hafði hann kennt nokkurs lasleika, og síð- ustu dagana í september lá hann rómfastur með háan hita og all- þungt haldinn. Eigi að síður fram- kvæmdi hann prestsvígslu í Dóm- kirkjunni, sunnudaginn 4. október, og sinnti störfum öðru hvoru á skrifstofu sinni næstu daga, enda þótt kunnugum gæti ekki dulizt, að hann gekk engan veginn heill til skógar. Laugardaginn 9. október lögðu biskupshjónin af stað í ferðalag vestur á Snæfellsnes. Hafði biskupinn lofað að verða þar viðstaddur afmælishátíð Ingjalds- hólskirkju. Var hann ófáanlegur að brigða það heit, enda þótt vinir hans réðu honum eindregið frá því að leggja upp í svo erfiða og langa ferð. Um kl. 12 á sunnudagskvöld lagði bifreiðin af stað til Reykja- víkur í hinu versta veðri. Hreppti fólkið hrakning mikinn á Fróðár- heiði, þar sem bæði snjór, óveður og náttmyrkur hömluðu ferðum. Urðu farþegarnir stundum að fara út úr bifreiðinni, er hún komst ekki áfram sökum ófærðar, en á fjallinu var bæði stormur og snjó- koma. Gekk svo alla mánudags- nóttina, og ferðinni síðan haldið áfram með litlum hvíldum og ekki komið til Reykjavíkur fyrr en um kvöldið. Þrátt fyrir þessa erfiðu ferð og vökur, kom biskup til starfs síns í skrifstofu sinni á þriðjudags- morguninn, eins og ekkert hefði í skorizt, og vann þar til hádegis. Á leiðinni heim frá skrifstofunni hafði hann orð á því, að hann fyndi til verkjar í herðum, og er hann kom heim, lagði hann sig litla stund, áður en hann neytti hádegisverðar. Síðan ræddi hann um stund við einn af vinum sínum. En skyndilega reis hann á fætur, klæddi sig úr jakkanum, tók af sér biskupskrossinn, er hann jafnan bar í festi um hálsinn, og lagði hann á borðið. Síðan gekk hann óstuddur upp á loft og lagðist í hvílu sína. Kona hans og dætur fylgdu honum, því þeim duldist ekki, að hann hafði skyndilega orðið veikur. Var þegar kallað á lækna. En svo skjót urðu umskiftin, að þegar þeir komu á vettvang andartaki síðar, var hinn ástsæli biskup látinn. Dr. Sigurgeir Sigurðsson, biskup, var fæddur að Túnprýði á Eyrarbakka í Árnessýslu, hinn 3. ágúst 1890. Foreldrar hans voru: Sigurður Eiríksson, síðar regluboði í Reykjavík og þjóðkunnur maður, og kona hans, Svanhildur Sigurðardóttir, hafnsögumanns á Eyrarbakka, Teitssonar. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík vorið 1913 og embættis- prófi í guðfræði við Háskóla íslands hinn 14. febrúar 1917. Hinn 7. október sama ár, vígðist hann aðstoðarprestur til séra Magn- úsar Jónssonar á ísafirði, og var veitt það brauð hinn 11. marz 1918. Gegndi hann prestsþjónustu í ísafjarðarprestakalli til 1. jan- úar 1939 og þar með Bolungarvík, unz hún var gjörð að sérstöku prestakalli í árslok 1925. Ennfremur hafði hann um skeið á hendi aukaþjónustu í Ögurþingum og seinna í Staðarprestakalli í Súg- andafirði. Prófastur í Norður- ísafjarðarprófastsdæmi var hann 1927—1939. Auk hins umfangsmikla prests- starfs sem hann rækti með þeirri alúð og dugnaði, sem af bar, tók hann mikinn og góðan þátt í fé- lagslífi í prestakallinu og gegndi þar fjölmörgum trúnaðarstörfum, sem ekki verða hér rakin. Mátti segja, að hann léti sér ekkert gott og þarft mál óviðkomandi. Hann var einn af stofnendum Prestafé- lags Vestfjarða árið 1928 og for- maður þess alla stund á meðan hann dvaldi vestra. Síðari hluta vetrar 1928 dvaldi hann í Danmörku og Þýzkalandi við framhaldsnám. Og veturinn 1937—38 dvaldi hann aftur erlend- is, einkum við háskólana í Cam- bridge og Oxford, en einnig um 2ja mánaða skeið í Danmörku. Hinn 29. nóvember 1938 var hann skipaður biskup yfir íslandi frá 1. janúar 1939, en þá lét Dr. Jón Helgason biskup af störfum. Gegndi hann því veglega starfi til dauðadags. Af kirkjulegri löggjöf, sem hann beitti sér fyrir í biskupstíð sinni og til framkvæmda hafa komið, má einkum nefna: 1. Lög um skift- ingu Reykjavíkur í prestaköll, þar sem þjóðkirkjuprestum í höf- uðstaðnum var fjölgað úr tveimur í sex og stofnuð þrjú ný presta- köll: Hallgrímsprestakall með tveim prestum, Lauganesprestakall og Nesprestakall. 2. Lög um skipun prestakalla. Þar sem presta- köllum í Reykjavík var enn fjölgað í sjö, þannig að nú eru þar níu þjóðkirk.juprestar í stað tveggja aðeins, er þar voru, er bisk- upinn tók við embætti 1939. 3. Lög mn söngmálastjóra þjóðkirkj- unnar. Hafa þau mjög stutt að því, að efla og bæta kirkjusönginn í landinu, og eru nú starfandi hátt á annað hundrað kirkjukórar í landinu, en voru sárafáir, er biskupinn tók við embætti. 4. Lög um byggingu prestssetra, er greitt hafa fyrir byggingum á prests- setrum landsins. Hafa fleiri og vandaðri prestsseturshús verið byggð á þessu tímabili en nokkru sinni áður. 5. Lög um sóknar- gjöld þar sem að verulegu leyti var bætt úr hinni miklu og vax- andi fjárþröng, er kirkjurnar voru í, og þeim tryggðar meiri tekjur en áður. 6. Launalög, þar sem launakjör prestastéttarinnar voru stórlega bætt frá því, sem áður var, enda var þar hin brýn- asta þörf lagfæringar. Lagði biskup sig mjög fram í þessum mál- um, og má fyrst og fremst þakka það áhrifum hans og starfi, að prestarnir fengu þær launabætur, sem í launalögunum felast. Á öllum sviðum óx biskupsembættið í höndum hans og varð

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.