Kirkjublaðið - 31.10.1953, Qupperneq 5
KIRKJUBLAÐIÐ
5
Líkræða...
Framh.
við útför hans. Það sáu allir,
sem biskupsdóm hans þekktu.
Svo var hann heill, að ailan feril
sinn frá æskuárum og að efstu
stund helgaði hann kirkju
Krists. Þar fann hann hlutverk-
ið, sem honum hafði verið trúað
fyrir. Hann leit hvorki til hægri
né vinstri eftir öðrum verkefn-
um, þótt vafalaust ætti hann
þeirra kost. Kirkjan átti hug
hans allan og þessvegna var
honum trúað fyrir biskupsstafn-
um. Þrotlaust vann hann að
innri málum hennar, og út á við
kom hann fram henni til sæmd-
ar. Hann ferðaðist sem fulltrúi
þjóðar sinnar og ríkisstjórnar
um byggðir Vestur-lslendinga
og ávann sér þær vinsældir, að
fá munu þess dæmi um aðra
menn, ef til eru. Með skeytum,
blómaskrúði og kveðjum hafa
Vestur-lslendingar sýnt hug
sinn yfir hafið heim. í margs-
konar félagslífi tók hann þátt
og átti samskipti við mikinn
fjölda ólíkra manna. Sumum
kann að hafa þótt sem þetta
hlyti að dreifa starfskröftum
hans, en af nánum kynnum full-
yrði ég, að allt þetta starf var
hann að vinna fyrir kirkjuna.
Með einurð sá hann um það, að
kirkja íslands gleymdist ekki,
þar sem hann var.
Kirkjustjórn hans verður hér
ekki rakin, eða um einstök af-
rek hans talað. Frá því mun
kirkjusaga íslands segja á sín-
um tíma. Á tveim tungum getur
ekki leikið, að með biskupsdómi
hans hefst nýr áfangi í sögu
kirkju vorrar, sem bar á ýmsan
hátt nýjan svip. Það var fjarri
skaplyndi hans að ganga að öllu
gamlar og troðnar brautir. Og
mér er kunnugt um það, að sá
blær frjálslyndis, frjálsmann-
legrar framkomu og víðsýnis,
sem fylgdi honum, vakti athygli
erlendra kirkjuhöfðingja, er
hann sat fundi þeirra.
Um tvo stórbrotna samtíðar-
menn á biskupastólum Islend-
inga var sagt, að annar þeirra
hafi gengið sniðvegu að marki
sínu, en hinn gengið eins og
björninn beint framan að hverj-
um vanda, og hafi þó báðir kom-
ið upp á einum stað. Það er auð-
sætt, hvorum þessara manna
herra Sigurgeir líktist meir í
biskupsdómi sínum. Sniðvegu
hygg ég að honum hafi ekki ver-
ið sýnt um að ganga, en drengi-
lega gekk hann beint að erfið-
leikunum. Vitanlega urðu marg-
ir erfiðleikarnir honum ofjarl-
ar. Margar vonir hans brugðust.
Margt, sem hann vildi vinna, er
óunnið enn. Yfir líkbörum hans,
eins og allra látinna hugsjóna-
manna, svífa vonir, sem ekki
fengu að rætast, vonir, sem
verða enn að bíða þess, að verða
að veruleika. Enginn hugsjóna-
maður hlýtur þá hamingju, að
sjá allt rætast, sem hann
dreymdi. Með kirkjuna og þjóna
hennar vildi hann stefna svo
hátt, að ekki gat allt rætzt, sem
hann þráði. Það varð honum oft
að harmi. „En bak við heilaga
harma er himininn altaf blár“,
og hinn blái himinn bjartra
vona gaf honum altaf nýjan eld,
nýjan þrótt til þeirrar baráttu,
sem entist honum fram á hinstu
stund.
Menn voru honum engan veg-
inn ævinlega sammála um allt
í biskupsstjórn hans. Jafnvel
ekki vinir hans. Til þess var
hann of djarfur og stundum of
berorður. Ef hann hefði kunnað
sniðvegu herra Jörundar á Hól-
um og viljað ganga þá, hefði
margt orðið honum mýkra und-
ir fæti. En skapgerð hans var
önnur. Hann var alla ævi ungi
presturinn, sem lagði fótgang-
andi á ófæruveginn út til Bol-
ungarvíkur og lítt tjáði að letja.
Hann var allra manna ljúf-
astur í umgengni við vini sína
og sýndi oftast fágætan hæfi-
leika til að umgangast hina ólík-
ustu menn. Um það bera vott
þær stórmiklu vinsældir, er
hann aflaði sér á hinum mörgu
yfirreiðum sínum, vísitazíum,
um prófastsdæmin, en þær rækti
hann af svo mikilli kostgæfni,
að hann var nú langt kominn
með að vísitera landið allt. En
jafnhliða þeirri ljúfmennsku,
sem hann hlaut ástsældir sínar
af, var hann ósveigjanlegur um
allt, sem hann taldi máli skipta,
og gat verið svo einráður, að
vinum hans þótti nóg um. En
árekstrarnir komu oftast til af
því, að hann elskaði dýpri og
helgari ræktarelsku en aðrir
menn málefnið, sem honum var
hjartfólgnast: málefni kirkj-
unnar. Þeir, sem ekki dreymdi
drauma hans um framtíðar-
kirkjuna, hlutu að misskilja
hann og finnast jafnvel fátt til
um eldinn, sem í honum brann.
Hér var vafalaust hvorttveggja:
veikleiki hans og styrkur.
Vér komum hingað frá heim-
ili hins látna biskups, og þótt
þess hafi verið fagurlega minnzt
þar, má ekki undan falla að
minnast þess einnig hér, hve
hamingja hans var stór í heim-
ilinu. Biskupsfrúin og börnin
hjálpuðust að því, að gera heim-
ilið svo úr garði, að ótrúlegt er
að nokkurt heimili í höfuðstaðn-
um hafi hýst eins ótrúlegan
fjölda gesta úr öllum stéttum
þjóðfélagsins, sem hús biskups-
ins. Og biskupsfrúin gerði
meira. Með lífsskilningi sínum,
sínu sannkristna hjarta og sinni
mildu rósemi, veitti hún hinum
örgerða baráttumanni það heim-
ilisskjól, sem honum var ómet-
anlegt. Fyrir það stendur kirkja
íslands í þakkarskuld, sem
aldrei verður goldin, við þig,
göfuga biskupsfrú. Börnum
biskupsins, systur hans, sem
dvelur hér, systur í fjarlægð,
tengdadætrum hans, sonarbörn-
um og ástvinum öllum, vottum
vér hjartanlegustu samúð.
Vér kveðjum hér í dag biskup
Islands. í þessari gömlu kirkju,
þar sem hjartsláttur þjóðar-
innar hefir heyrst á stærstu
augnablikum hennar í meira en
hálfa aðra öld, heyrum vér enn í
dag hjartaslátt þjóðar, sem
harmar biskup sinn og horfir al-
varleg á að einu blaði íslenzkrar
kirkjusögu er flett. Hér á þess-
um stað hefir kirkjan kvatt
marga biskupa sína. Síðastur
var sunginn til moldar á Hólum,
herra Sigurður Stefánsson, en
sá hálærði herra, dr. Hannes
Finnsson, síðastur í Skálholti,
hinum háa stað, sem hófst með
vegsemd, en hrópar nú í niður-
læging sinni, hvort íslenzk þjóð
vilji sæmd sína eða eigi á níu
alda afmæli hins fyrsta stóls á
Islandi. Síðan hafa biskupar
verið kvaddir hér í dómkirkj-
unni, og það ber ljóma yfir nöfn
þessara manna, þegar þau eru
nefnd: Herra Geir Vídalín,
herra Steingrímur Jónsson,
herra Helgi Thordersen, dr.
Pétur Pétursson, herra Hall-
grímur Sveinsson, herra Þór-
hallur Bjarnarson, dr. Jón
Helgason, og nú bætist við:
Herra Sigurgeir Sigurðsson.
Þegar þessi nöfn eru nefnd,
þeirra kirkjuleiðtoga, sem luku
vegferðinni og voru kvaddir hér
á þessum stað, sjáum vér fyrir
oss raðir kynslóðanna, sem
koma og fara, „allar sömu ævi-
göng“. Svo streymir tímans
stóra móða, og í djúpum sínum
felur hún örlög einstaklinga og
þjóða, þúsund bros og þúsund
tár, örlög barnsins jafnt og
þess, sem biskupstignina ber.
Allt breytist. Nýjar kynslóðir
koma með ný lífsviðhorf og nýj-
an sið. Hin ytri form falla,
kenningar standa ekki í stað. En
einn er sá, sem ekki breytist:
Hærra og hærra rís Kristur yfir
allt þetta hverfula, síbreytilega
mannlíf. Vér heyrum, eins og
hljómkviðu þúsund radda, nið-
inn af öldu aldanna. Hún sogar
í djúpið kórkápur kirkjuhöfð-
ingjanna og mítur biskupanna
felur hún í gleymsku. Sic transit
gloria mundi. En hærra og
hærra gnæfir krossinn Krists,
krossinn, sem næst liggur hj arta
þess manns, sem vill vera krist-
inn biskup. Og krossinn bendir
hærra: Yfir jarðneska kvöl, yfir
vonbrigði, sorg og sár, inn í
himin Guðs. Þaðan stefnir ljós,
það eru líknstafir Guðs, sem
lauga í dauðanum, jafnt bisk-
upsins brá sem barnsins auga.
Dýrð sé góðum Guði í hæstum
hæðum.
Amen.
Frá athöfninni í Dómkirkjunni.