Þingeyingur - 01.03.1940, Blaðsíða 20

Þingeyingur - 01.03.1940, Blaðsíða 20
Dyngjufjalladalur skilur sundur vestari og austari Dyngjufjöll, Liggur hann frá nord- vestri til sudausturs. Hann er mjög einkenni- legur og fagur, þá ad hann sé gródurlaus med öllu. Vid æjum lítid eitt nedan til í dalnum, geftun hestunum hey og mötumst sjálfir. Edvard er alltaf ad mynda, því ekki skortir hann mynda- tsskin, Hann hefur þrjár myndavélar og er ein þeirra kvikmyndavél. Þama er hann alltaf ad pína okkur til ad leika fyrir sig inn á kvik- myndina, sem hann er ad taka.- Vid hleypum hestunum hvad eftir annad og med misjöfnum á- rangri, en vegur er þarna vída mjög gódur. Vid höldum upp dalinn og nú gengur ferdin rösklega. f dalbotninum er mjúkur hraunsandur og því mjög greidfær vegur. Vid höldum alltaf hærra og hærra upp med fjöllunum. Vegurinn verdur erfidari eftir því sem lengra dregur. Vid erum ad komast sudur og austur fyrir fjöll- in. Vattsfell og Thoroddsenstindur bera vid loft. Vid höldTjm til nordurs í skardid á milli þeirra. Vegurinn er nú f gegn um úfid apal- hraun og mjög vandratadur. Nú eru hestar og menn farnir ad þreytast. Med vaxandi spenningi og eftirvæntingu bídum vid þess ad ná áfanga- stad. Ad lokum náum vid þó skardinu, og fyrir nedan okkur blasir vid Askja. - Askja í DyBgjtt- fjöllum. Þetta þráda takmark, sem komid hefir mörgiam erlendtun vísindamönnum til þess ad yfir- gefa land sitt og heimili, til ad loita hér skýrin^ar á vidfangsefnum jardsögunnar. Her eru hin skapandi öfl ad verki. Ægileg eldgos hafa hvad eftir annad breytt hedan lands- lagi og gródri á Nordurlandi. Rannsóknarefnin eru ótæmandi. Landslagid er bædi tignarlegt og stórbrotid. Vid höldum hljódlega nidur ad vatninu. Pramhald. E^ill Tryggvason. Fjölritun: Pinnbogi Jónsson.

x

Þingeyingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þingeyingur
https://timarit.is/publication/1758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.