Verktækni - 2018, Blaðsíða 8

Verktækni - 2018, Blaðsíða 8
Aðalfundur VFÍ – ársskýrsla 2017-2018 Aðalfundur VFÍ 2018 var haldinn 17. apríl. Í aðdraganda aðalfundar fara fram kosningar í stjórnir félagsins: Aðalstjórn VFÍ, stjórn Kjaradeildar og stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi. Ársreikningur Rekstrarhagnaður ársins var tæpar 55,3 milljónir króna en rekstrartekjur námu 203,4 milljónum króna. Heildareignir í lok ársins samkvæmt efnahagsreikningi námu rúmum 206,1 milljónum króna en heildar- skuldir tæpum 30,6 milljónum króna. Eigið fé var því jákvætt um rúmar 175,6 milljónir króna. Félagafjöldinn Í ársbyrjun 2018 voru félagsmenn VFÍ 4210. Í árslok 2017 voru konur 16,8% félagsmanna. Hlutfallið lækkaði nokkuð við sameiningu VFÍ og TFÍ enda konur hlutfallslega mun færri í tæknifræðinni. Skrifstofa VFÍ veitir einnig félagsmönnum í Stéttarfélagi tölvunar- fræðinga og Stéttarfélagi byggingarfræðinga þjónustu. Í árslok 2017 voru félagsmenn í þessum tveimur félögum samtals 587. Fjölgun kvenna – lægri meðalaldur Við samantekt úr félagakerfinu í árslok 2017 vakti tvennt sérstaka athygli. Í fyrsta lagi hve konum hefur fjölgað í stéttinni og í öðru lagi jákvæð þróun varðandi aldurs- samsetningu. Þetta sést vel er bornir eru saman 30 – 34 ára aldurshópurinn og 65 – 69 ára hópurinn. Yngri hópurinn er nærri þrefalt fjölmennari en sá eldri og konur eru um þriðjungur félagsmanna í aldurshópun- um 30 – 34 ára en einungis þrjár konur eru í hópunum 65-69 ára af 240. Ávarp formanns Í ávarpi sínu sagði Páll Gíslason formaður VFÍ meðal annars: „Á starfsárinu vann stjórn að stefnumótun fyrir félagið. Stjórn var sammála um að grunn leiðarvísir til framtíðar fælist í orðunum fagmennska, frumkvæði, samvinna og sanngirni. Hlutverk félagsins er að vera drifkraftur lífskjara og velferðar félagsmanna sem stendur vörð um gæði menntunar og fagkunnáttu. Félagið vill vera framsækið forystuafl og sterk rödd í málefnum sam- félagsins sem snerta verkfræði og tækni- fræði.“ Stjórnir VFÍ - Aðalstjórn VFÍ Formenn Kjaradeildar og Deildar stjórn- enda og sjálfstætt starfandi eru nú aðal- menn í stjórn í stað þess að hafa einungis áheyrnar- og tillögurétt. Í stjórn VFÍ sitja Páll Gíslason formaður, Kristjana Kjartansdóttir varaformaður, Jóhannes Benediktsson, María S. Guðjónsdóttir, Þorvaldur Tolli Ásgeirsson, Sveinn Ingi Ólafsson, Birkir H. Jóakimsson og vara- meðstjórnendur eru Helgi Þór Ingason og Sigurður Örn Hreindal. Stjórn Kjaradeildar VFÍ Stjórn Kjaradeildar VFÍ er þannig skip- uð: Birkir H. Jóakimsson formaður, Hlín Benediktsdóttir varaformaður, Erlendur Örn Fjeldsted, Heimir Örn Hólmarsson, Margrét Elín Sigurðardóttir og varameð- stjórnendur eru Helga Helgadóttir, Kristín Arna Ingólfsdóttir og Einar Halldórsson. Stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi Í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi eru: Sveinn Ingi Ólafsson for- maður, Davíð Á. Gunnarsson, Svana Helen Björnsdóttir og Gylfi Árnason er með- stjórnandi. Ársskýrsla félagsins er á vefnum: www.vfi.is undir „útgáfa“. 8 / VERKTÆKNIAF stjórnarborði VFÍ Þökkum styrktaraðilum VerkTækni golfmótsins Íslenskir aðalverktakar hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | iav.is Við breytum vilja í verk OHSAS 18001 Occupational Health and Safety Management OHS 606809 ISO 9001 Quality Management FM 512106 FÆRNI | FRUMKVÆÐI | FAGMENNSKA Verkís er öflugt og framsækið ráðgjafarfyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræði. Reynsla og þekking skilar sér til viðskiptavina í traustri og faglegri ráðgjöf og fjölbreyttum lausnum.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.