Verktækni - 2018, Page 10

Verktækni - 2018, Page 10
10 / VERKTÆKNI   Þann 27. nóvember var opnað við hátíðlega athöfn nýtt Tæknifræðisetur Háskóla Íslands í Menntasetrinu við Lækinn í Hafnarfirði. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði, undirrituðu samning um afnot Tæknisfræðisetursins af húsnæði Menntasetursins. Í frétt á vef HÍ kemur fram að með flutningi tæknifræðinámsins í Menntasetrið hyggist Háskóli Íslands efla enn frekar umgjörð þess og jafnframt leggja sterkan grunn að styttra fagháskólanámi í tæknigreinum. Tæknifræði til BS-náms hefur undanfarin níu ár farið fram á vettvangi Keilis að Ásbrú í Reykjanesbæ en nemendur útskrifast formlega frá Verkfræði- og náttúruvísinda- sviði Háskóla Íslands. Þar sem starfsemi Keilis að Ásbrú hefur aukist mikið, eflst og þróast og til þess að svara ákalli bæði atvinnulífs og nemenda var ákveðið að ráðast í breytingar á fyrirkomulagi tækni- fræðinámsins og finna því stað nær höf- uðborgarsvæðinu. Samningar náðust við Hafnarfjarðabæ fyrr á árinu um aðstöðu fyrir námið í Menntasetrinu við Lækinn og hófst kennsla þar í haust. Þar stunda nú 43 nemendur nám í greininni.  Flutningurinn er afar mikilvægur fyrir eflingu umgjarðar og aðstöðu tæknifræði- náms en rekstur þess mun alfarið flytjast til Háskóla Íslands um áramót. Karl Sölvi Guðmundsson, dósent við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands, verð- ur forstöðumaður Tæknifræðisetursins en hann hefur unnið ötullega að flutningi þess í Hafnarfjörð ásamt starfsfólki einingarinnar hjá Keili sem kemur nú formlega til starfa hjá Háskóla Íslands. Nýtt Tæknifræðisetur Háskóla Íslands Myndin er frá opnunarathöfn Tæknifræðiseturs HÍ. Frá vinstri: Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði, Karl Sölvi Guðmundsson dósent við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður setursins, Kristinn Andersen deildarforseti Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar og Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis. Mynd/Kristinn Ingvarsson.

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.