Verktækni - 2018, Side 11
VERKTÆKNI / 11
Verkfræðingafélag Íslands hélt
Fjölskyldudag verkfræðinnar í
annað sinn sunnudaginn, 26. ágúst.
Öllum félagsmönnum var boðið í
Húsdýragarðinn með fjölskyldum
sínum. Þátttaka var mjög góð enda
sumarveður, góð stemmning og
Vísindasmiðja HÍ og Stjörnu-Sævar
vöktu mikla hrifningu.
Með þessum degi vill Verkfræðingafélag
Íslands leggja sitt af mörkum til að
efla áhuga barna á vísindum og tækni.
Kannanir hafa sýnt að skortur er á tækni-
menntuðu fólki og mikilvægt að efla áhuga
íslenskra barna á tækni- og raungreinum.
VFÍ og Vísindasmiðja HÍ starfa saman
Verkfræðingafélags Íslands og Vísinda-
smiðja Háskóla Íslands ákváðu að taka
höndum saman um að efla áhuga ungs
fólks á vísindum, tækni og nýsköpun.
Samstarfssamningur þess efnis var undir-
ritaður í marsmánuði 2018. Á grundvelli
samningsins veitti Verkfræðingafélagið
Vísindasmiðjunni 500 þúsund króna styrk
til þess að vinna fræðsluefni fyrir vef
Vísindasmiðjunnar. Byrjað var á efni tengdu
forritun en Vísindasmiðjan hefur lagt aukna
áherslu á að efla færni bæði kennara og
nemenda í að nýta möguleika forritunar og
tengja hana mismunandi námsgreinum.
Samstarfssamningurinn gerir einnig
ráð fyrir að Vísindasmiðjan taki þátt í
Fjölskyldudegi verkfræðinnar sem haldinn
er í ágúst ár hvert. Hefur þetta tekist
einstaklega vel og mikill fjöldi lagt leið sína
í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og kynnst
hluta af þeim tækjum, tilraunum og tólum
sem finna má í Vísindasmiðjunni.
Fræðsla um loftslagsmál
Samningur VFÍ og Vísindasmiðjunnar er
endurskoðaður árlega og nú er unnið að
því að útfæra verkefni sem miðar að því að
fræða gesti Vísindasmiðjunnar um lofts-
lagsmál. Áherslan er á lausnir fremur en
slæmar framtíðarhorfur, jafnframt á mik-
ilvægi þess að nemendur öðlist ekki bara
skilning á þeim þáttum sem orsakað hafa
þau vandamál sem nú steðja að, heldur
einnig getu – og trú á eigin getu – til að
leysa vandamálin.
Forritun fyrir börn félagsmanna VFÍ
Einnig er í undirbúningi tilraunaver-
kefni þar sem börnum félagsmanna
Verkfræðingafélagsins verður boðið upp
á kennslu í forritun í Vísindasmiðjunni.
Ráðgert er að fyrsta hópnum verði boðið
á vormánuðum 2019 verður sá viðburður
auglýstur með tölvupósti til félagsmanna
VFÍ.
VFÍ vill einnig taka þátt í að efla
Legókeppnina, First Lego League Ísland.
Verður unnið að því að móta samstarf við
Háskóla Íslands á nýju ári.
Vísindasmiðja Háskóla Íslands var
opnuð vorið 2012 og aðsetur hennar er í
Háskólabíói. Markmiðið smiðjunnar er að
efla áhuga ungmenna á vísindum og fræð-
um með gagnvirkum og lifandi hætti og
styðja þannig við kennslu á sviði náttúru-
og raunvísinda. Leiðbeinendur í smiðjunni
eru kennarar og nemendur Háskóla Íslands.
Smiðjan er fyrst og fremst ætluð nem-
endum 5.-10. bekkjar og er hún opin
grunnskólahópum fjóra daga vikunnar,
þeim að kostnaðarlausu. Vísindasmiðjan
nýtur afar mikilla vinsælda og hefur verið
nær fullbókuð frá því að hún var opnuð
fyrir um sex árum. Áætlað er að ríflega
20 þúsund grunnskólabörn hafi heimsótt
Vísindasmiðjuna á þessum tíma.
Í farandsýningu Vísindasmiðjunnar
sem er fastur liður á Fjölskyldudegi verk-
fræðinnar eru í boði tilraunir, þrautir, tæki,
tól, leikir og óvæntar uppgötvanir fyrir
alla aldurshópa. Gestir geta meðal annars
kynnst undraverðum eiginleikum ljóss, lita,
hljóðs og rafmagns, teiknað listaverk með
rólu, leikið á syngjandi skál, smíðað vind-
myllu, mótað heillandi landslag og margt
fleira. Öll fjölskyldan getur upplifað vísindin
með lifandi hætti, uppgötvað og leikið sér
af hjartans lyst.
Fjölskyldudagur verkfræðinnar og samstarf
við Vísindasmiðju HÍ
Myndin er frá undirritun samnings VFÍ og Vísindasmiðju HÍ. Páll Gíslason formaður
Verkfræðingafélags Íslands og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirrita samninginn
við risaborðið í Vísindasmiðjunni. Hlutföllin eru eins og fjögurra ára börn sitji við borð í venjulegri
stærð. Mynd/Kristinn Ingvarsson.