Verktækni - 2018, Side 14
Í þessari grein verður fjallað
um þær reglur sem gilda um
rétt félagsmanna VFÍ til launa
í veikindum á almennum og
opinberum vinnumarkaði. Jafnframt
verður fjallað um hlutverk sjúkra-
og styrktarsjóða VFÍ og þýðingu
þeirra fyrir félagsmenn.
Kjarasamningsbundinn veikindaréttur á
almennum vinnumarkaði er mun lakari en
á opinberum vinnumarkaði. Félagsmenn
VFÍ á almennum vinnumarkaði ávinna sér
veikindarétt eftir því sem kveðið er á um í
kjarasamningum félagsins við SA og FRV,
sjá töflur 1 og 2 hér á eftir. Veikindaréttur
samkvæmt neðangreindum kjarasamning-
um miðast við daga og mánuði á hverju tólf
mánaða tímabili.
Á almennum vinnumarkaði er mánuður-
inn talinn sem 22 virkir dagar og starfsaldur
telst ekki samanlagður starfstími heldur er
miðað við starfsaldur hjá hverju fyrirtæki
fyrir sig ólíkt því sem er á opinbera mark-
aðnum. Starfsmenn á almenna markaðnum
flytja þar af leiðandi ekki með sér uppsafn-
aðan veikindarétt á milli vinnuveitenda
með sama hætti og á opinberum markaði.
Veikindaréttur foreldra vegna barna undir
13 ára aldri eru 12 vinnudagar á ári bæði á
almennum og opinberum vinnumarkaði.
Veikindaréttur starfsmanna á opinberum
vinnumarkaði er mun betri en á almenn-
um vinnumarkaði. Starfsmaður hjá hinu
opinbera á rétt á 133 veikindadögum eftir
t.d. eitt ár í starfi. Félagsmenn VFÍ sem
ráðnir eru til starfa hjá ríkinu í að minnsta
kosti tvo mánuði á mánaðarlaunum heldur
launum í veikindum til samræmis við töflu
3 hér á næstu blaðsíðu, svo lengi sem veik-
indadagar verða ekki fleiri á hverjum tólf
mánuðum en þar greinir.
Veikindaréttur hjá hinu opinbera tekur
mið af almanaksdögum og starfsaldur á
opinberum markaði telst samanlagður
starfstími hjá stofnunum ríkis, sveitarfélaga
og hjá sjálfseignarstofnunum sem reknar
eru að meirihluta með almannafé.
Á almennum vinnumarkaði, þar sem
veikindaréttur er lakari en á opinbera
vinnumarkaðnum, hafa félagsmenn stéttar-
félaga aðgang að öflugum sjúkrasjóðum.
Sjúkrasjóðirnir á almenna vinnumark-
aðnum gegna lykilhlutverki við að tryggja
félagsmönnum fjárhagslegan stuðning ef
þeir verða fyrir launamissi vegna veikinda
og slysa og þeir hafa tæmt veikindarétt
sinn samkvæmt kjarasamningum. Í lögum
er kveðið á um að öllum atvinnurekendum
sé skylt að greiða í sjúkra- og orlofssjóði
viðkomandi stéttarfélaga. Í kjarasamn-
ingum er kveðið á um þau iðgjöld sem
atvinnurekendum ber að skila í sjóði
stéttarfélaganna. Samkvæmt lögum og
kjarasamningum skulu atvinnurekendur á
almennum markaði greiða 1% af launum
launþega í sjúkrasjóði stéttarfélaga. Þó svo
kjarasamningsbundinn veikindaréttur opin-
berra starfsmanna sé betri en á almennum
markaði starfrækja stéttarfélög þó sjúkra-
og styrktarsjóði fyrir opinbera markaðinn. Í
þessu sambandi starfrækir VFÍ styrktarsjóð
fyrir félagsmenn sem starfa hjá ríki eða
sveitarfélögum en launagreiðandum er skylt
að greiða á bilinu 0,55-1% af launum til
sjóðsins samanborið við 1% greiðsluskyldu
í sjúkrasjóð á almenna markaðnum.
Elsa María Rögnvaldsdóttir,
sviðsstjóri kjaramála VFÍ.
Kjarasamningar – könnun
Verkfræðingafélag Íslands er aðili að 10
kjarasamningum bæði á almennum og
opinberum vinnumarkaði, þar af einum
ótímabundnum samningi við Samtök
atvinnulífsins (SA). Kjarasamningur félags-
ins við SA er réttindasamningur og var
endurskoðaður í júlí 2018. Kjarasamningar
félagsins við Orkuveituna, Rarik og
Veikindaréttur og hlutverk sjúkra-
og styrktarsjóða VFÍ
Starfstími Veikindaréttur
Á fyrsta ári í starfi 2 dagar á mánuði
Eftir 1 ár 2 mánuðir
Eftir 5 ár 4 mánuðir
Eftir 10 ár 6 mánuðir
Starfstími Veikindaréttur
Fyrstu 10 ár í starfi 60 dagar
Eftir 10 ár 90 dagar
Eftir 15 ár 120 dagar
Eftir 20 ár 240 dagar
Tafla 1. Veikindaréttur samkvæmt kjarasamningi VFÍ og SA.
Tafla 2. Veikindaréttur samkvæmt kjarasamningi VFÍ og FRV.
14 / VERKTÆKNIAF kjaramálum VFÍ