Verktækni - 2018, Blaðsíða 15
VERKTÆKNI / 15
Landsvirkjun renna út 31. desember 2018.
Kjarasamningurinn við Félag ráðgjafar-
verkfræðinga (FRV) rennur út 28. febrúar
2019 og kjarasamningar við ríkið, sveitar-
félögin og Reykjavíkurborg (tveir samn-
ingar við RVK) renna út 31. mars 2019.
Kjarasamningur félagsins við Landsnet
rennur svo út 31. apríl 2019. Undirbúningur
kjaraviðræðna er hafinn og liður í honum
er að félagsmönnum verður send könnun
um áhersluatriði í komandi samningum.
Fyrirtækið Maskína mun sjá um fram-
kvæmd könnunarinnar. Markmiðið er
meðal annars að greina hvað félagsmenn
vilja leggja áherslu og hvort munur er á
milli mismunandi hópa eftir starfsvettvangi.
Námskeið í launaviðtölum
Námskeið í launaviðtölum hafa verið
mjög vel sótt. Stefnt er að því að halda
næsta námskeið í marsmánuði næst-
komandi. Leiðbeinandi á námskeiðunum
er Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent
við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla
Íslands. Námskeiðið er ókeypis og verður
auglýst með tölvupósti til félagsmanna.
Breytingar á reglum Styrktarsjóðs VFÍ
Aðild að Styrktarsjóði VFÍ eiga verk-
fræðingar og tæknifræðingar sem starfa hjá
ríki, borg og öðrum sveitarfélögum. Einnig
starfsmenn hálfopinberra fyrirtækja eins
og OR, ON og Veitna. Sjóðurinn greiðir
sjúkradagpeninga og styrki vegna útlagðs
kostnaðar sjóðfélaga.
Sjóðfélagar fengu tölvupósti 12. nóv-
ember 2018 þar sem kynntar voru nýjar
úthlutunarreglur sjóðsins sem gilda frá ára-
mótum 2018-2019.
Í stuttu máli fela breytingarnar það í sér
að svokallaðir heilsustyrkir munu í framtíð-
inni verða greiddir út sem hlutfall af upp-
söfnuðu iðgjaldi hvers sjóðfélaga síðustu 36
mánuði.
Með þessu eru teknar upp sambærilegar
reglur og gilda í Sjúkrasjóði VFÍ (launþegar
á almennum markaði). Tryggingafræðileg
úttekt leiddi í ljós að breytingar voru
nauðsynlegar til að tryggja örugga afkomu
Styrktarsjóðsins og möguleika á að hann
geti staðið við samtryggingarlegur skyldur
sínar, sem eru greiðsla sjúkradagpeninga
og styrkja þegar áföll verða í lífi sjóðfélaga.
Heilsustyrkir eru (sbr. nýjar starfsreglur
sjóðsins):
„Líkamsrækt, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun,
sjúkranudd, kírópraktor, meðferð hjá
sálfræðingi, hjúkrunarfræðingi, félags-
ráðgjafa, fjölskylduráðgjafa eða sambæri-
legum viðurkenndum meðferðaraðila.
Foreldranámskeið, krabbameinsskoðun,
hjarta-, lungna- og æðaskoðun. Gleraugu,
linsur og heyrnartæki, lyf, tannlækningar,
lýtalækningar og aðrar lækningar“.
Tekið skal fram að hægt er nota uppsafn-
að iðgjald í allt það sem að framan greinir
eftir þörfum og óskum hvers sjóðfélaga.
Engar breytingar verða á samtryggingar-
legu hlutverki sjóðsins. Allir sjóðfélagar
munu eiga sama rétt til dagpeninga-
greiðslna.
Fæðingarstyrkur, styrkur til ættleiðingar
og tæknifrjóvgunar, dánarbætur og styrkur
til laseraðgerða mun ekki breytast.
Þess ber að geta að iðgjald sem greitt
er fyrir félaga í sjóðnum er mismunandi
eftir kjarasamningum. Þannig eru iðgjöld
sem eru greidd fyrir félaga sem starfa hjá
ríkinu 0,55% af heildartekjum, 0,75% af
heildartekjum þeirra félaga sem starfa hjá
Reykjavíkurborg og 1% af heildartekjum
þeirra félaga sem starfa hjá öðrum sveitar-
félögum.
Með þessum breytingum er framtíð
sjóðsins tryggð og visst réttlæti fæst með
því að heilsustyrkir eru bundnir við iðgjöld
hver og eins. Einnig fá sjóðfélagar meira
frelsi varðandi ráðstöfun réttinda.
Sveit verkfræðinga bar sigur úr
býtum í VerkTækni golfmótinu sem
haldið er árlega. Mótið var að þessu
sinni haldið á Garðavelli á Akranesi.
VerkTækni golfmótið er fyrir verkfræðinga
og tæknifræðinga sem eru félagmenn í
VFÍ, maka þeirra og gesti. Keppt er í
sveitakeppni á milli verkfræðinga og
tæknifræðinga þar sem 5 bestu skor telja
án forgjafar.
Á myndinni togast sveitirnar á um
Héðinsgripinn. – Verkfræðingar hægra
megin, tæknifræðingar vinstra megin.
Verkfræðingar unnu golfmótið
Starfstími Veikindaréttur
0–3 mánuðir í starfi 14 dagar
Næstu 3 mánuðir 35 dagar
Eftir 6 mánuði 119 dagar
Eftir 1 ár 133 dagar
Eftir 7 ár 175 dagar
Eftir 12 ár 273 dagar
Eftir 18 ár 360 dagar
Tafla 3. Veikindaréttur samkvæmt kjarasamningi VFÍ og ríkisins.