Verktækni - 2018, Page 16
16 / VERKTÆKNI
Unnið er að því að skipuleggja og ná utan
um hóp eldri félagsmanna í VFÍ. Markmiðið
er að styrkja tengsl og nýta krafta þeirra
og reynslu við að efla starfsemi VFÍ. Tveir
fundir hafa verið haldnir og var öllum
félagsmönnum eldri en 65 ára sent fundar-
boð. Mæting var mjög góð og augljóst að
áhugi er fyrir hendi. Skipuð var nefnd til að
halda utan um starfið og koma með hug-
myndir að viðburðum og verkefnum.
Hópur eldri
félagsmanna
í VFÍ
Myndin er tekin á fundi eldri félagsmanna í nóvember.
Á Tæknidegi Háskólans í Reykjavík voru
afhentar viðurkenningar VFÍ fyrir áhuga-
verð og vel unnin lokaverkefni. Páll
Gíslason formaður VFÍ afhenti viðurkenn-
ingarnar. Þrjú verkefni hlutu viðurkenningu
að þessu sinni. Á myndinni eru Guðrún
A. Sævarsdóttir þáverandi deildarforseti
Tækni- og verkfræðideildar HR, Birgir
Hrafn Sæmundsson, Grétar Bragi Bragason,
Páll Gíslason formaður VFÍ og Kristjana
Kjartansdóttir, varaformaður VFÍ.
Grétar Bragi Bragason, Vél- og
orkutæknifræði. Hönnun og prófun
höggdeyfis fyrir keppnisbíl Team
Sleipnir
Verkefni þetta fjallar um hönnun og próf-
un höggdeyfis fyrir formúlu keppnisbíl
stúdentaliðsins Team Sleipnir. Markmið
verkefnisins er að hanna, greina, smíða
og prófa höggdeyfi ásamt undirplötu sem
stenst reglur SAE og IMechE og öryggis-
skoðun FSUK þannig að bíll Team Sleipnir
fái þátttökurétt í aksturshluta keppninnar
árið 2018. Einnig er markmið verkefnisins
að létta höggdeyfinn um a.m.k. 20% og
minnka stærð hans frá eldri hönnun liðsins.
Niðurstöður verkefnisins er fullbúinn
högg- deyfir sem stenst markmið liðsins
Team Sleipnir og reglur SAE og IMechE og
öryggis- skoðun FSUK árið 2018.
Ómar Þór Sigfússon,
Rafmagnstæknifræði
Hönnun gítarpedals eftir
lampamagnara
Bjögun á hljóðmerki er í nær öllum til-
vikum óæskilegur hlutur í mögnurum
og hljóðrásum, en í heimi gítarleikara
er hún eftirsótt og velkominn. Með yfir-
keyrslu magnara er hægt að ná fram
bjögun á hljóðmerki sem er stór hluti af
rokktónlist. Í þessu verkefni er ætlunin
að skoða hvernig lampi virkar og greina
formagnara í Marshall JCM 800 lampa-
magnara. En meginmarkmið verkefn-
isins er að hanna og búa til gítarpedal
sem hljómar líkt og magnarinn. Nær
öll hermun mun fara fram í LTspice og
úrvinnsla gagna í Matlab, að lokum verð-
ur prentplata hönnuð í Altium og pedall
fullgerður.
Birgir Hrafn Sæmundsson,
byggingartæknifræði
Gler sem byggingarefni
Gler hefur verið framleitt í mörg þúsund
ár. Til að byrja með aðallega í skartgripi
og annað slíkt en nú sjáum við gler allt
um kring hvort sem það er í byggingum,
farartækjum, farsímum eða öðru. Á síðast-
liðnum 60 árum hefur framleiðsla á gleri
tekið miklum framförum og að mati höf-
undar á mikil framþróun eftir að eiga sér
stað í gleri í náinni framtíð. Það er mín spá
að gler komi til með að vera notað meira
sem burðarefni og með því ná hönnuðir
mannvirkja að kalla fram meira gagnsæi
byggingarhluta. Í þessu verkefni er farið yfir
sögu og framleiðslu helstu tegunda glerja
sem eru notuð í byggingariðnaði.
Viðurkenningar fyrir lokaverkefni í tæknifræði