Verktækni - 2018, Blaðsíða 33

Verktækni - 2018, Blaðsíða 33
VERKTÆKNI 2018/24 33 RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR Staðsetning Vatnsheldni (%) Þakhalli (%) Þakflötur (m2) Jarðvegsþykkt Heimild Malmö, Svíþjóð 50 2,6 4 x 1,25 3 cm Bengtsson o.fl. 2005 New York, Bandaríkin 36, 47, 61 <2 310-940 3-10 cm Marasco o.fl. 2013 Óðinsvé, Danmörk 47 E.G. 3 x 3 4 cm Locatelli o.fl. 2014 Detroit, Bandaríkin 86, 76 2, 25 2,4 x 2,4 6 cm Getter o.fl. 2007 Reykjavík, Ísland 35, 39 8 2,05 x 1,2 5 cm torf , 7 cm jarðvegur Þessi rannsókn (úthagi) Sheffield, Bretland 61* E.G. 3 x 1 8 cm Stovin o.fl. 2012 Skotland 61-77 0-26,8 12-25 5-15 cm Uhl og Schiedt 2008 Norður Karólína, Bandaríkin 64 3 70, 27 7,5 og 10 cm Hathaway o.fl 2005 * Úrkomuatburðir stærri en 2 mm; E.G. = ekki gefið upp í grein. Tafla 1. Meðalvatnsheldni léttra gróðurþaka á ársgrundvelli mtt. hönnunarþátta Gunnarsson, garðyrkjustjóra Háskóla Íslands, Kristinn Kristinsson húsasmíðameistara og Þóri Arngrímsson húsasmið hjá Háskóla Íslands. Þökin voru 2,05 m löng og 1,20 m breið úr gagnvarinni furu og vatns- vörðum krossviði. 8% kjörhalli var valinn til að tryggja fullnægjandi framræslu (FLL 2014) og vatnsheldni (Getter o.fl. 2007). Tilraunaþökin voru staðsett ofan á áhaldaskúr á lóð Háskóla Íslands sem er í u.þ.b. 2-3 metra hæð frá jörðu til að koma í veg fyrir skemmdarverk og óþarfa umgang sem gæti truflað rannsóknina. 8 m háar byggingar eru í u.þ.b. 4 m og 10 m fjarlægð frá áhaldaskúrnum, og fella því skugga yfir tilraunaþökin þegar sólin er lágt á lofti. Einnig geta myndast stað- bundin vindskilyrði þar sem úrkoma, vindátt og vindhraði mælist annar en ríkjandi vindátt og vindhraði vegna legu og hæð bygginga, sjá mynd 2. Þessar aðstæður voru taldar lýsa vel breytileika í borg- arumhverfinu. Við hönnun var haft að leiðarljósi halda kostnaði hæfilegum og að efnið væri auðfengið hér á landi. Þökin samanstanda af fjórum lögum: Vatnsþétt lag. Neðsta lagið var vatnsvarinn krossviður. Dren- og hlífðarlag. Sérhannaðir drendúkar fyrir gróðurþök fengust ekki hér á landi á þeim tíma þegar tilraunaþökin voru byggð. Því var útbúinn sambærilegur plastdúkur úr Plastofoil 8 sökkuldúki með dren- götum sem voru boruð handvirkt með 4 mm breiðu skrúfjárni. Um 0,6 L af vatni geta safnast fyrir í hólf sökkuldúksins í hverju þaki (um 0,24 /m2) samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda (Plastoform GmbH, Stuttgart, Þýskaland). Götin voru gerð á milli hólfanna, á u.þ.b. 3,3 cm millibili, þ.e. um 2260 göt/þak. Jarðvegsdúkur af gerðinni Fibertex F-20 (Fibertex Nonwovens, Álaborg, Danmörk) var lagður yfir sökkul- dúknum til að fyrirbyggja útskolun á jarðveginum eða stíflun gatanna í sökkuldúknum. Jarðvegslag. Annars vegar var notast við sérstaklega hannaða jarð- vegsblöndu fyrir rannsóknina með vikri (45%), gjallsandi (45%) og moltu (10%). Vikurinn var fenginn frá fyrirtækinu Jarðefnaiðnaður ehf, og er upprunninn úr Heklu. Hann var valinn í blönduna til að auka rakadrægni og loftun og lágmarka þyngd hennar. Gjallsandurinn og moltan voru fengin frá fyrirtækinu Gæðamold ehf. Gjallsandurinn kemur úr fjörum á Eyrarbakka. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru á samskonar gjallsandi er kornstærðadreifing góð og lektar og vatnsheldnieiginleikar hæfilegir fyrir vaxtarlag grass (Verkfræðistofan Efla, 2009). Moltan er unnin úr grasi (50%), trjákurli (30%) og hrossa- skít (20%) (Verkfræðistofan Efla, 2014). Jarðvegurinn var lagður í 7 cm, sem samsvarar meðaldýpi í erlendum rannsóknum (sjá töflu 1). Hins vegar var notast við eitt torflag á hvolfi (3 og 5 cm að þykkt, sjá lýsingu að neðan), sem vísar í gamlar hefðir á norðurlöndum. Gróðurlag. Tvær gerðir af torfi voru fengnar frá Túnverk ehf. Úthagatorf var valið þar sem það inniheldur vanalega harðgerðar plöntur sem eru þurrkþolnar og þurfa lítið af næringarefnum. Þar að auki þarf yfirleitt ekki að slá úthagann þar sem hann inniheldur lág- vaxnar plöntur. Úthagatorfið var tekið úr landi Selalæks í Rangárþingi og eru þökurnar þykkari en grastorfið eða um 5 ± 0,5 cm. Upphaflega var sáð í landsvæðið að Selalæk þar sem að úthagatorfið var tekið um árið 1983. Jarðvegurinn á þessum slóðum er í raun ræktað land en ber þó einkenni mólendis þar sem að náttúrulegar íslenskar plöntur og mosi hafa tekið sér þar bólfestu (Gylfi Jónsson, 2015). Til samanburð- ar var valið sérræktað grastorf sem er bæði algengt hér á Íslandi og er einnig ódýrt og auðfengið. Grastorfið var fengið úr landi Garðsauka við Hvolsvöll, ræktað árið 2006 úr grasblöndu af vallarsveifargrasi Mynd 2 Yfirlitsmynd af tilraunaþökum á lóð Háskóla Íslands. Frá hægri: (1) Úthagi + torf; (2) Úthagi + jarðvegur; (3) Bárujárn; (4) Gras + torf; (2) Gras + jarðvegur;

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.