Verktækni - 2018, Blaðsíða 34

Verktækni - 2018, Blaðsíða 34
34 VERKTÆKNI 2018/24 RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR (sobra) (60%) og fjölæru rýrgresi (40%). Grastorfið er um 3 ± 0,5 cm þykkt með rótarlagi. 3.2 Afrennslissöfnun Þakrennur og ø5,0 cm Skolan-dB plaströr leiddu afrennslisvatnið í söfnunartanka. Fyrri hluta árs tóku 220 L tunnur úr HDPE (e. High Density Polyethylene) plasti (Pit Plastics, Almelo, Holland) við vatn- inu. Um mitt sumar 2015 tunnum skipt út fyrir ø250 mm, 2 m há plaströr úr PE plastefni útbúin með áföstum botni frá Set ehf. á Selfossi, sjá mynd 3. Kranar voru settir í botninn svo unnt væri að tæma tank- ana eftir þörfum. Innra þvermál röranna er 238 mm, og mesta rúmtak 94 L. Með grennri söfnunarrörum minnkaði mæliónákvæmni í vatns- hæð afrennslisóvissu en á móti kom að minna rúmmál varð takmark- andi í stærstu úrkomuatburðunum. 3.3 Vatnshæðarmælingar Í botni söfnunartunna/pípna var komið fyrir þrýstings- og hitamælum af gerð Levelogger Edge 3001 (Solinst, Ontario, Canada). Mælarnir voru hengdir í band þannig að þeir næmu við botn tankanna og bandið fest í áskrúfanlegt lok sem fylgdi mælunum á toppi tankanna. Til að halda mælunum stöðugum við botninn var sett 200 g þyngingar- sökka á hvern mæli. Loftþrýstings- og hita mælir af gerð Barologger Edge 3001 var hengdur efst í einn tankinn. Vatnshæð var reiknuð með því að leiðrétta fyrir loftþrýstingi og hitastigsmuni í lofti og vatni með forritinu Levellogger 4.0 frá Solinst. Mælinákvæmni þessarar aðferðar er gefin sem á ±0,1 cm vatnshæð (fyrir hitastig 0°C til 50°C) frá fram- leiðanda. Þetta skilar sér í mismunandi óvissu eftir stærð söfnunart- ankanna (sjá töflu 2). Talsverðar dægursveiflur mældust í vatnsyfirborði (sjá töflu 2). Sveiflurnar virtust tengjast hitastigi, en ekki fékkst einhlítt samband þannig að hægt væri að leiðrétta fyrir sveiflunum. Mestar sveiflur mældust um 2 cm í fyrri uppsetningunni, en að meðaltali um 1 cm. 3.4 Veður- og snjómælingar Stuðst var við tvenns konar veðurmælingar. Í fyrsta lagi var sett upp veðurstöð við tilraunaþökin (sjá mynd 1). Fyrsta stöðin var af gerðinni HOBO U30-NRC-SYS-B (Onset Computer Corporation, Massachusetts, Bandaríkjunum). Vindmælirinn skemmdist í ofsastormi þann 26. janúar 2015. Ný veðurstöð var sett upp við tilraunaþökin, 25. júní 2015, í leigu frá fyrirtækinu M&T ehf. Veðurstöðin er sjálfvirk og sam- anstendur af Young vindmæli, Lambrecht úrkomumæli með innbyggðu snjóbræðslutæki og Campbell CS500 loftraka og hitastigs og loft- þrýstingsmæli. Til viðmiðunar, voru 10 mínútna veðurgögn fengin af Veðurstofu Íslands úr sjálfvirkri veðurstöð sem staðsett er við Bústaðaveg 7 - 9 í Reykjavík. Á norðurslóðum getur mikið afrennsli myndast í snjóbráð eða þegar rignir á snjó. Því var snjódýpi mælt í upphafi mælitímabils á sex stöð- um á hverju þaki fyrir sig og meðal snjódýpt metin út frá því. Sjónrænt mat var lagt á hve stór hluti þakanna var þakinn snjó í upphafi mæli- tímabilsins. Áætla má að mælinákvæmni í snjódýptinni sé upp á ±0,5 Tímabil Uppsetning Innra flatarmál söfnunartanka Mælióvissa þrýstingsmæla skv framleiðanda Áætluð óvissa í afrennslisrúmmáli Mestar mældar sveiflur Raun-óvissa Feb-Jún 220 L tunnur 2597 cm2 ± 0,1 cm 0,3 L ± 2,2 cm < 5,8 L Júl-Des 94 L plaströr 445 cm2 ± 0,1 cm 0,04 L ± 1,5 cm 0,7 L Mynd 3. Afrennslissöfnun af tilraunaþökum með 220L tunnum (t.v.) og 2 m háum 250x6 mm PE100 plaströrum (t.h). Tafla 2. Mæli- og raunskekkjur í afrennslismagni

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.