Verktækni - 2018, Page 35
VERKTÆKNI 2018/24 35
RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR
cm. Alls voru 6 mælitímabil með snjóþekju, þar af 4 með markverðum
snjó (sjá töflu 3).
3.5 Plöntugreining
Plöntugreining var gerð á torfinu 25. október 2015 af Ágústu
Helgadóttur líffræðingi og Hlyni Bárðarsyni doktor í líffræði frá
Háskóla Íslands. Notast var við mælireiti af stærð 50x50 cm og gróð-
urþekjan metin út frá tíðni/þekju hverrar plöntutegundar innan mæli-
reitsins. Samkvæmt greiningu þeirra samanstóð úthagatorfið í þökun-
um fyrst og fremst af mosa (70-90%) og lítið eitt af háplöntum, þá
aðallega vallarsveifgrasi (2-5%) og blávingli (4-5%). Í grastorfinu
greindust hins vegar í 85-95% vallarsveifgras auk mosa í litlu magni
(2-10%). Gróðurþekjan var mikil og lítið um bera mold, bæði á gras-
þökunum og úthaganum.
3.6 Skilgreining afrennslisatburða
Rúmmál afrennslis (V) var reiknað sem margfeldi vatnshæðarbreytingu
og innra flatarmáls röranna (Ar). Hátíðni flökt í mældri vatnshæð var
síað með fallinu loess í Matlab miðað við þröskuld 0,7. Rúmmál
úrkomu var reiknað sem margfeldi mældrar úrkomu (P) og flatarmáli
þakanna (Aþ = 2,46 m2). Tímaraðir af uppsöfnuðu afrennslisrúmmáli,
V(t), frá mismunandi þökum yfir sama úrkomuatburð eru sýndar á
mynd 4. Súlurnar gefa til kynna mælda 10 mín úrkomu.
Afrennsli var skilgreint ef vatnsyfirborð í rörunum eftir síun hækkaði
um 0,1 cm/klst, sem samsvarar mælinákvæmni þrýstingsmæla (sjá
töflu 2). Þegar lítið afrennsli var mælt af þökum og þá fóru mæliskekkj-
ur að skipta meiri máli. Með eldri uppsetningunni (220 L tunnur) voru
atburðir þar sem að afrennsli af bárujárninu (sjá töflu 2) mældist undir
6 L ekki teknir með en eftir að uppsetningunni var miðað við 1 L í
afrennsli af bárujárninu. Alls verða kynntar niðurstöður frá 52 atburð-
um yfir tímabilið febrúar til desember 2015.
Tafla 3. Mæld dýpt (D) og áætlað hlutfall snjóþekju (H).
Mynd 4. Dæmi um mælingar á afrennsli af gróðurþökum (15.-17. ágúst 2015)
Mælitímabil Aths. Þak1:
Úthagi + torf
Þak2:
Úthagi +
jarðv.
Þak3:
Bárujárn
Þak4:
Gras + torf
Þak5:
Gras+jarðv.
D
[cm] H [%] D
[cm]
H
[%]
D
[cm]
H
[%]
D
[cm]
H
[%]
D
[cm]
H
[%]
A2* Í upphafi 5 100 5 100 5 100 5 100 5 100
A3 Í upphafi 4 80 4 75 3 60 4 50 3 30
A4 Í upphafi 8 100 7 100 7 100 8 100 6 100
H14 í lok 0,2 100 0,3 100 0,2 100 0,2 100 0,3 100
H15 í lok 29 100 30 100 27 100 28 100 29 100
H16 í upphafi 0,1 100 0,1 100 0,3 100 0,2 100 0,1 100
Skýringar: * Metið út frá mæligögnum (ekki mælt). A(nr) = Ágúst Elí Ágústsson (2015); H(nr) = Halla Einarsdóttir (2018).