Verktækni - 2018, Page 38
38 VERKTÆKNI 2018/24
TÆKNI- OG VÍSINDAGREINAR
Skosk hnoðraþök Reykvísk úthagaþök *
Árstíð VH (%) P (mm) VH (%) P (mm)
Sumar (maí-
september) 70-76 405±38 72-75 166
Vor og haust
(15. mars – apríl;
október – 15.
nóvember)
49-64 150±35 12-20 194
Vetur (15. nóvember –
15. mars) 43-56 137±6 22-17 111
Tafla 4. Samanburður á rannsóknum á árstíðabundinni vatnsheldni léttra gróðurþaka.
* Atburðir sem gáfu af sér > 1 mm afrennsli. VH = vatnsheldni, P = heildarúrkoma tímabils.
4.5 Lækkun afrennslistoppa
Lækkun hámarks 10 mínútna afrennslis gróðurþaka í hverjum atburði
er veruleg í samanburði við bárujárn (sjá töflu 7), eða að meðaltali 0,7
yfir allt tímabilið fyrir þök með torfi sem undirlag, og aðeins hærri eða
0,8 fyrir þök með jarðvegsundirlagi. Þessar niðurstöður eru í góðu
samræmi við Hathaway ofl. (2005) sem mældu um 75% lækkun.
Niðurstöðurnar gefa til kynna að gróðurþökin draga úr álagstoppum í,
en í stærstu úrkomuatburðunum lækka topparnir lítið. Það er því var-
legt að treysta á að gróðurþök minnki álag á frárennsliskerfin í stórum
úrkomuatburðum.
4.6 Ásýnd gróðurs
Eins og kom fram í inngangi greinarinnar, þá skiptir náttúruleg ásýnd
máli fyrir vellíðan borgarbúa. Fólki líður vel með fallegan gróður í
kringum sig. Bæði úthagaþökin litu vel út allt árið um kring, voru með
jafnri áferð, og engum sjáanlegum skemmdum (mynd 6a). Grasþökin,
hins vegar, litu mjög illa út eftir þurrka vorsins (í apríl – júní) og var
gróðurinn lengi að taka við sér. Sér í lagi drapst mikið af gróðri í gras-
þakinu með 3 cm þykku torfi í undirlagi. Jafnvel eftir sumarið og aukna
úrkomu, þá voru stórir þurrkablettir og gróðurinn mjög misleitur í því
þaki (mynd 6b). Um veturinn leit þetta þak illa út, og pollar mynduð-
ust í dældum í grassverðinum. Grasið yfir 7 cm þykku jarðvegslagi
(mynd 6c) var mun jafnara en þó ekki eins þétt eins og mosi úthaga-
torfsins. Af þessu er ályktað að gras sé ekki eins gott hvað varðar ásýnd
gróðurþaka og úthaginn.
Það tíðkast stundum að setja tvöfalt lag af grastorfi á hvolfi sem
undirlag á Íslandi. Meðan það myndi tvöfalda vatnsrýmdina, og þar
með stuðla að meiri vatnsheldni, þá eykur það ekki rými rótarkerfis.
Yfirleitt er þéttleiki torflags það mikill að hann hamlar rótarvöxt og fáar
eða engar rætur vaxa í gegnum fyrra torflagið. Þurrkþol grassins er þar
af leiðandi álíka takmarkað og þegar um eitt torflag er að ræða. Á þeim
forsendum er ekki mælt með slíkri lausn.
4.7 Rekstur og viðhald
Þættir sem geta leitt til þess að þak leki með tíma eru t.d. gallar í frá-
gangi vatnsþéttilagsins, lélegt viðhald niðurfalla og heft afrennsli t.d.
með háum þakkanti. Hægt er að fylgjast með hefðbundnum þökum
og þar verða vandamálin oft sýnilegri, sem einfaldar viðhaldsðgerðir.
Mynd 6: Gróðurþekja 4. október 2015: a) Úthagi með jarðvegsblöndu í undirlagi (þak 2), b) gras með torfi í undirlagi (þak 4) og c) gras með
jarðvegsblöndu í undirlagi (þak 5).