Verktækni - 2018, Page 39

Verktækni - 2018, Page 39
VERKTÆKNI 2018/24 39 TÆKNI- OG VÍSINDAGREINAR En með gróðurþök getur gallinn verið falinn undir gróðurþekjunni sem leiðir til að fjarlægja þarf stærri hluta þaks ef vandamál kemur upp. Því er mikilvægt að huga sérstaklega vel að frágangi og rekstri gróður- þaka, og einkum þegar þakhalli er lítill og vatn getur legið lengi í dældum. Þýskar leiðbeiningar um uppsetningu og umhirðu gróðurþaka (FLL 2014) ráðleggja að slá grasþök til að lágmarka eldhættu. Tekin var ákvörðun að slá grasið ekki á meðan á þessari rannsókn stóð. Hins vegar er ljóst að minni þörf hefði verið að slá úthagatorfið því það var með færri háplöntur en grastorfið (sjá mynd 6). Að sama skapi var engin þörf á að vökva úthagaþökin sem litu vel út allt árið um kring. Grasþökin hefðu þurft að fá vökvun sérstaklega í þurrkatímabilinu um vorið til að fyrirbyggja að grasið dræpist sbr. kaflann að framan. Meðan það er hægt að koma fyrir léttum vökvunarbúnaði, er betra að komast hjá því. Út frá sjónarmiðum sláttar og vökvunar, þá kom úthaginn betur út en grasið í þessari rannsókn. Júní til desember Allt mælitímabilið Veðurþáttur R2 p R2 p Úrkoma innan atburðar -0,5 til -0,3 < 0,06 -0,4 til -0,3 < 0,03 Lofthiti (fyrir og) innan atburðar 0,5 til 0,8 0,00 0,5 til 0,8 0,00 Úrkoma 14 daga fyrir atburð -0,5 til -0,4 < 0,02 -0,5 til -0,3 < 0,11 Vindhraði 7 daga fyrir atburð -0,5 til -0,3 < 0,05 -0,5 til -0,3* < 0,02 Tafla 5. Fylgni og marktæknistuðlar fyrir einvíða aðfallsgreiningu vatnsheldni og veðurþátta * mv. veðurstöð VÍ tupphaf (klst) tcm (klst) Þak2: Úthagi+jarðv Þak5: Gras+jarðv. Þak2: Úthagi+jarðv Þak5: Gras+jarðv. M Std M Std M Std M Std Ágúst 3 4 2 2 3 1 1 4 Sept 3 3 2 2 3 4 4 7 Okt 3 4 2 1 2 2 2 2 Nóv 2 3 1 1 1 1 1 1 Des -2 1 -1 1 Tafla 6. Seinkun á upphafi og massamiðju afrennslis. Áburður er stundum borinn á þök til að viðhalda gróðurvexti, en þó ekki oftar en tvisvar sinnum á ári (FLL 2014). Engin áburður var borinn á þökin í þessari rannsókn. Hafa skal í huga að bera spart af næring- arefnum sérstaklega á létt gróðurþök, því þau síast hratt í gegnum jarðveginn og enda að stórum hluta í næsta viðtaka. Næringarefnauaðgun í viðtaka er áhyggjuefni í mörgum nágrannalöndum Íslands. 5 Lokaorð Í þessari rannsókn var lagt mat á vatnafræðilega virkni á fjórum útfærsl- um af léttum gróðurþökum á Íslandi, með tveimur tegundum af torfi (mosavöxnum úthaga og grastorfi) og tvenns konar undirlagi (jarðvegs- blöndu og torfi á hvolfi). Almennt samræmdust niðurstöður erlendum rannsóknum. Hæst vatnsheldni mældist í mesta þurrkatímabilinu um hásumar, og var hún þá um 85%. Vatnsheldnin var lægri í köldum vetrarmánuðum (<20%) sem virðist vera í lægri kantinum miðað við sambærileg þök í Skotlandi og Danmörku. Gróðurþök seinkuðu að meðaltali afrennsli um rúman klukkutíma, og lækkuðu 10mín Skýring: M = meðaltal; STD = staðalfrávik ∆ ∆

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.