Morgunblaðið - 08.08.2022, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2022
KRÍT
GRÍSK SÍÐSUMARSÓL
25. ÁGÚST - 5. SEPT.
FLUG OG GISTING
VERÐ FRÁ129.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
A
LVÖ
R
U
PA
R
A
D
ÍS
SEINUSTU
SÆTIN Í
SUMAR
BÓKAÐU
Á
UU.IS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Tómas Arnar Þorláksson
tomasarnar@mbl.is
Fyrirhugaðar endurbætur á Myllu-
bakkaskóla í Reykjanesbæ munu
kosta sveitarfélagið um fjóra millj-
arða króna. Þetta staðfestir Kjart-
an Már Kjartansson bæjarstjóri
Reykjanesbæjar í samtali við
Morgunblaðið.
Eins og áður hefur verið greint
frá hefur greinst töluverð mygla í
Myllubakkaskóla á síðustu árum og
þurfti fjöldi starfsmanna skólans
að fara í veikindaleyfi vegna þess.
Áður hafa lagfæringar farið fram á
skólanum, sem orðinn er 70 ára, en
þær hafa ekki skilað árangri.
Margrét A. Sanders bæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði
fram bókun á fundi bæjarráðs
Reykjanesbæjar 4. ágúst þar sem
hún fór fram á að farið yrði vel yfir
þær leiðir sem stæðu til boða við
endurgerð skólans áður en það yrði
lagst í svo kostnaðarsamar fram-
kvæmdir.
„Eftir fjögurra milljarða endur-
bætur sitjum við kannski uppi með
að hluta til gamalt og úrelt hús-
næði,“ segir Margrét í samtali við
Morgunblaðið. Að hennar mati ætti
ekki að kosta mikið meira að reisa
nýtt skólahúsnæði frá grunni.
„Við erum að gagnrýna að það sé
ekki kannað í þaula hvað þetta
kostar miðað við þá teikningu sem
þeir eru að vinna með. Ætlum við
kannski eftir smá tíma að lenda í
því að þurfa að fara í aðrar endur-
bætur á þeim gamla hluta sem sit-
ur eftir?“
Hún segir mikilvægt að fá sér-
stakt kostnaðarmat á því hvað það
kosti að byggja nýjan skóla áður
en farið sé í kostnaðarsamar end-
urbætur á gamalli byggingu.
„Risaspurning“
Guðlaugur Sigurjónsson, sviðs-
stjóri umhverfis- og skipulagssviðs
í Reykjanesbæ, bendir á að fjórir
grunnskólar verði í 750 metra rad-
íus frá Myllubakkaskóla þegar
framkvæmdum er lokið á nýjum
grunnskóla í Hlíðarhverfi, sem er
nýtt hverfi í Reykjanesbæ.
„Þetta er bara risaspurning sem
fer væntanlega fyrir bæjarráð
næsta fimmtudag,“ segir Guðlaug-
ur aðspurður hvort endurbætur á
Myllubakkaskóla séu nauðsynlegar
með tilliti til allra grunnskólanna í
grenndinni.
Hann nefnir að endurbæturnar á
Myllubakkaskóla séu jafn dýrar og
raun ber vitni vegna þess að ætl-
unin sé að bæta viðbyggingum við
skólann.
Stækkandi bæjarfélag
„Hann er að stækka töluvert og
er að fara upp í 500 manna skóla.
Það er tímabært að fara í fram-
kvæmdir en það spurning hvort
bæjaryfirvöldum finnist rétt að
fara í svona risastórar fram-
kvæmdir,“ segir Guðlaugur og
bætir við að verðmiðinn á end-
urbótunum sé í samræmi við sam-
bærilegar framkvæmdir annars
staðar.
Kjartan Már segir stækkun á
Myllubakkaskóla eðlilega vegna
þess að mikil fólksfjölgun hefur átt
sér stað undanfarið í Reykjanesbæ.
Hann bendir þá á að allir skólarnir
í grennd við Myllubakkaskóla séu
nú þegar fullsetnir. „Við þurfum
alltaf að fjölga og búa til meira
pláss því að íbúum fjölgar hratt.“
Margrét Sanders segir alls ekki
næga peninga til hjá Reykjanesbæ
til að greiða svo mikið fyrir endur-
bæturnar og bæjarfélagið þyrfti að
taka lán til að fjármagna fram-
kvæmdirnar. Kjartan vísar því á
bug og segir að Reykjanesbær
greiði fyrir allar endurbæturnar úr
kassa sveitarfélagsins.
Endurbætur kosta fjóra milljarða
- Mygla hefur greinst í Myllubakkaskóla sem er kominn til ára sinna - Bæjarfulltrúi telur að ekki
ætti að kosta mikið meira að reisa nýtt skólahúsnæði - Fjórir grunnskólar eru í næsta nágrenni
Margir ferðamenn hafa farið um
Vestfirði í sumar á reiðhjólum.
Fréttaritari Morgunblaðsins á
svæðinu hitti um helgina þau Re-
beccu og Edward, par frá Bret-
landi sem var á leið á Ísafjörð í
stafalogni og 15 stiga hita, þó svo
að það hafi verið sólarlaust.
Þau tóku rútu frá Reykjavík til
Stykkishólms og sigldu svo með
ferjunni Baldri, sem gjarnan er
kölluð brúin yfir til Vestfjarða, yfir
Breiðafjörð. Í þessari teggja vikna
ferð ætla þau Rebecca og Edward
að dvelja á Vestfjörðum.
Þegar fréttaritari Morgun-
blaðsins hitti á parið voru þau á
leið yfir Sunnudalsá í Trostans-
firði.
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Hjólað á
Vestfjörðum
í fínu veðri
„Hraunið er að breiða úr sér og
þykkna í Meradölum, en það á svo-
lítið eftir í að það fari að flæða út úr
dalnum,“ segir Magnús Tumi Guð-
mundsson jarðeðlisfræðingur.
Magnús fór að gosstöðvunum í
Meradölum í gær og segir að gang-
urinn í gosinu sé mjög svipaður og
verið hefur síðustu daga. „Það er
ekki að sjá að sé að draga úr gosinu,
en ekki að aukast heldur.“ Á síðustu
tveimur sólarhringum hefur hraunið
við gosstöðvarnar þykknað um þrjá
til fjóra metra. Ekki eru vísbend-
ingar um að nýjar gossprungur séu
að myndast.
Hvað skjálftavirkni varðar segir
Magnús að ekki sé öll spennan búin
á svæðinu, en jarðskjálfti af stærð-
inni 4,1 varð við Krýsuvík rétt fyrir
hádegi í gær. „Það er eðlilegast að
líta á hann sem gikkskjálfta og að
þetta sé samstofna og þessir skjálft-
ar sem voru á þessum slóðum fyrir
og það er bara ekki öll spennan búin
þarna, enda var atburðarásin öll
miklu hraðari núna en fyrir hitt gos-
ið. Þetta gerðist allt mjög hratt,
þannig að það er ekkert óeðlilegt að
það geti hegðað sér þannig.“
Morgunblaðið/Hákon
Eldgos Á síðustu sólarhringum hefur hraunið þykknað um nær fjóra metra.
Hraunið breiðir úr
sér í Meradölum
- Engar vísbendingar um ný gosop