Morgunblaðið - 08.08.2022, Síða 6

Morgunblaðið - 08.08.2022, Síða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2022 Maður féll 20 til 30 metra niður gil í Norðdal við þjóðveginn uppi á Stein- grímsfjarðarheiði á Ströndum í gær. Úlfar Örn Hjartarson, svæðisstjóri björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Ströndum, staðfesti þetta í samtali við mbl.is í gær. Maðurinn var tölu- vert slasaður, að sögn Úlfars. „Okkar menn komu á staðinn og vegfarandi var búinn að hlúa að hon- um, og okkar menn ásamt sjúkra- flutningamönnum fóru með lækni og hlúðu enn frekar að honum þangað til þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang,“ sagði Úlfar. Óskað var eftir aðstoð björgunar- sveitarinnar klukkan tíu mínútur í tvö en þyrlan lenti með manninn á Land- spítalanum í Fossvogi rétt fyrir klukkan fimm. Úlfar segir að björgunaraðgerðir hafi í heild gengið mjög vel og voru um það bil 20 manns á vettvangi þeg- ar mest lét. Slasaðist eftir 20 til 30 metra fall - Maðurinn er töluvert slasaður Ljósmynd/Björgunarsveitin Dagrenning Björgunaraðgerðir Um það bil tuttugu björgunarsveitarmenn voru á svæð- inu við gilið þegar mest lét. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn. Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is Innleiðing á nýrri landamæraeftir- litsstarfsemi og uppsetning upplýs- ingakerfa á Keflavíkurflugvelli mun kosta ríkissjóð um þrjá milljarða og 199 milljónir og dreifist kostnaður- inn á næstu fimm ár. Kerfin eru hluti af fyrstu heildrænu lögunum um landamæri og landamæraeftirlit á Íslandi sem er fyrirhugað að sam- þykkja í haust. Kostnaðurinn felst að mestu í fjárfestingu og rekstri á nýj- um kerfum ásamt launakostnaði við landamæravörslu en þetta kemur fram í skriflegu svari Gunnars Harð- ar Garðarssonar fyrir hönd embætt- is ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Morgunblaðsins. Lögin sem verða lögð fyrir þingið í haust eru hluti af samræmdu landa- mæraeftirliti hjá Schengen-ríkjun- um sem mun taka gildi hjá öllum aðildarríkjunum samtímis. Sam- þykki laganna mun hafa í för með sér kostnaðarsamar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli og mun landa- mæraeftirlit þar taka umfangsmikl- um breytingum. Þetta staðfesti Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, í samtali við Morgunblaðið. Gamla kerfið tímafrekt Gunnar segir að nýja landamæra- kerfið sem vísað er til í lögunum muni taka við af eldra kerfi sem hélt utan um komur og brottfarir ríkis- borgara utan Schengen-svæðisins með stimplum í vegabréf. Að sögn Gunnars var eldra kerfið tímafrekt og mun nýtt sameiginlegt rafrænt komu- og brottfararkerfi Schengen- svæðisins skrá og geyma upplýsing- ar um dagsetningar, komu- og brott- fararstað og lengd dvalar rafrænt. Hann segir í svari sínu nauðsyn- legt að lögin taki gildi sem allra fyrst til að tryggja heimildir fyrir stjórn- völd hvað varðar uppsetningu og notkun kerfisins. Hann bendir á að Ísland sé skuldbundið til að taka kerfið í gagnið á næsta ári og því tím- inn af skornum skammti til að sam- þykkja frumvarpið. Spurður hvort frumvarpið sé tímabært svarar Gunnar því játandi og ítrekar mikilvægi þess að það sé samþykkt svo að Ísland geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. „Reglugerðir Evrópusambandsins teljast þróun á Schengen-samstarf- inu og er Ísland skuldbundið til að innleiða þær á grundvelli þess.“ Morgunblaðið/Eggert Landamæri Frumvarpið gerir stjórnvöldum mögulegt að standa við alþjóðlegar skuldbindingar um landamæra- eftirlit. Kostnaðurinn felst í fjárfestingu og rekstri á kerfum ásamt launakostnaði við landamæravörslu. Kostnaðarsöm breyting - Þriggja milljarða króna framkvæmd á Keflavíkurflugvelli - Lögin lögð fyrir í haust og þurfa að taka gildi sem fyrst Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Laufey Sif Lárusdóttir, formaður Samtaka íslenskra handverksbrugg- húsa, segir um það bil tíu handverks- brugghús komin með leyfi frá sýslu- manni til að selja eigin framleiðslu út af framleiðslu- stað, nú um það bil mánuði eftir að lög sem heim- ila slíka sölu tóku gildi hinn 1. júlí sl. Fram að því þurftu neytendur að fara í gegnum ÁTVR til þess að kaupa vöruna. Laufey segir að um sé að ræða stórt skref í sögu matar- og drykkjarferðamennsku hér á landi, sístækkandi greinar sem Ísland geti loks tekið þátt í. „Svo sannarlega hefur þetta bætt mikið aðgengi ferðamanna, sem eru að heimsækja brugghús víðsvegar um allt land, til þess að taka minja- gripi með sér heim. Þetta er mun skemmtilegra starfsumhverfi sem við erum hluti af núna.“ Laufey nefnir að handverksbjór flokkist nú sem ferskvara. „Það að geta keypt bjór sem er bruggaður á staðnum, kannski fyrir örfáum vik- um, kominn á flöskur í gær og seldur í dag. Þetta eru forréttindi fyrir við- skiptamenn að geta keypt slíka vöru, eins og hún á eiginlega að smakkast. Vel í stakk búin Þetta er mjög ánægjuleg breyting og í takt við það sem við sjáum í öðr- um löndum sem við viljum vera að bera okkur saman við í hvað flestum málaflokkum,“ segir Laufey og nefn- ir Danmörku sem dæmi. Laufey segir handverksbrugg- húsin vel í stakk búin fyrir það verk- efni sem áfengissala er, auk þess sem þau geri sér fulla grein fyrir ábyrgðinni og þeim kvöðum sem reglugerðin segir til um. „Ástríðan fyrir vörunni er náttúr- lega á þeim stað sem hún er fram- leidd. Þar eru viðskiptavinir sem koma til okkar til þess að kynna sér okkar framleiðslu og eru þá best upplýstir um það hvað einkennir hvaða vöru fyrir sig á viðkomandi stað.“ Laufey segir að í langan tíma hafi gríðarlega mikil eftirspurn frá gest- um handverksbrugghúsa, erlendum sem íslenskum, verið fyrir að geta keypt bjórinn að kynningu lokinni. Nú sé það loks hægt og hjólin séu loks farin að snúast. „Það er mikil gleði meðal handverksbrugghúsa að þetta hafi náð í gegnum þingið og kom okkur svolítið á óvart, enda hef- ur þetta verið svolítið langur slag- ur.“ Áfengislöggjöfin verði endurskoðuð Laufey segir næsta slaginn vera að áfengislöggjöfin verði endur- skoðuð með það fyrir augum að lækka áfengisgjöld á smáframleið- endur. „Í dag er eru áfengisgjöld á bjór hærri en á léttvíni. Það finnst okkur mjög sérstakt, að það sé verið að skattleggja bjór svona svakalega en ekki léttvín. Af hverju er verið að gefa afslátt af léttvíni en ekki bjór?“ Sem dæmi væri hægt að gefa út nokkurs konar skattkort sem nemur ákveðinni upphæð til áfeng- isframleiðenda. „Sumir myndu klára þetta á einni viku og sumum myndi þetta duga fyrir heilt ár.“ Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri tók vel í hina nýju lagabreytingu aðspurður. „Þetta er eitt af því sem ferða- menn hafa áhuga á þegar þeir ferðast um landið, að njóta þess sem búið er til í heimabyggð. Þetta er vafalaust til bóta fyrir litlu brugg- húsin um allt land.“ Tíu brugghús komin með leyfi - Loks hægt að fá bjórinn strax Laufey Sif Lárusdóttir Morgunblaðið/Óttar Geirsson Öl Laufey segir að um sé að ræða stórt skref í sögu matar- og drykkjar- ferðamennsku hér á landi, stækkandi greinar sem Ísland taki nú þátt í. Öldungadeild Bandaríkja- þings hefur samþykkt til- nefningu Joes Bidens Banda- ríkjaforseta á Carrin F. Pat- man sem sendi- herra landsins á Íslandi. Patman hefur verið stjórnar- formaður almenningssamgangna í Harris-sýslu í Texas, en sýslan er sú þriðja fjölmennasta í Bandaríkjunum og felur í sér stórborgina Houston. Áður var hún einn eigenda lögfræðistof- unnar Bracewell LLP og starfaði þar í þrjá áratugi. Biden tilnefndi Patman til embættisins í febrúarmánuði. Þá greindi fréttamiðillinn Politico frá því að hún hefði safnað fjár- framlögum fyrir Biden í síðustu forsetakosningum. Carrin F. Patman nýr sendiherra Carrin F. Patman Einar Kristján Jónsson hefur verið ráðinn næsti sveitarstjóri Skaftárhrepps. Reiknað er með að ráðning hans verði staðfest á sveitarstjórnar- fundi næsta þriðjudag. Einar hefur síð- ustu átta ár gegnt embætti sveitar- stjóra Húnavatnshrepps. Íbúafjöldi í Skaftárhreppi er 641 og tekur hann því við stærra sveitarfélagi, en 410 manns bjuggu í Húnavatnshreppi þegar Einar tók við þar. Einar hefur lokið rekstrar- og við- skiptanámi frá Endurmenntun Há- skóla Íslands. Hann gegndi stöðu deildarstjóra rekstrarsviðs Vátrygg- ingafélags Íslands hf. frá 2003 til 2008 og var rekstrarstjóri Hreinsibíla hf. 2008 til 2010. Þá var hann verkefnastjóri eignaumsjónar og gæðaeftirlits hjá Frumherja frá 2010 til 2014. Hann hefur einnig gegnt félagsstörfum. Hann var formaður skipulagsnefndar Kópavogsbæjar frá 2006 til 2009, sat í stjórn Frjáls- íþróttasambands Íslands, Glímu- félags Íslands og var formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Einar ráð- inn sveit- arstjóri - Nýr sveitarstjóri Skaftárhrepps Einar Kristján Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.