Morgunblaðið - 08.08.2022, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
b
á
f
i
60+ Á TENERIFE
ur
br
e
5. JANÚAR Í20NÆTUR
með Gunnari Svanlaugs
595 1000 www.heimsferdir.is
298.900
Flug & hótel frá
20nætur
Fararstjóri:
Gunnar Svanlaugsson
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Doktor í umhverfissálfræði kallar
eftir því að litið sé til áhrifa umhverf-
is á heilsu og vellíðan fólks í þeirri
miklu uppbyggingu sem á að eiga
sér stað á höfuðborgarsvæðinu og
víðar á næstu ár-
um. Hann segir
að allt of sjaldan
líti sveitarfélög til
þeirra þátta og að
í borginni megi
ýmislegt fara bet-
ur. Doktorinn,
Páll Jakob Lín-
dal, hefur sjálfur
sérstaklega skoð-
að tengsl um-
hverfis við heilsu og vellíðan. Á með-
al þátta sem skipta máli í þeim
efnum að hans sögn er að ekki sé
byggt of þétt, græn svæði séu í há-
vegum höfð, byggð sé fjölbreytt og
allt sé á mannlegum skala – þ.e. í
stærðum og víddum sem fólk getur
tengt sig við – ekki byggt of hátt eða
stórt.
„Við tökum þessa sálrænu þætti
ekki nægilega alvarlega. Við erum
að byggja hér alveg ofboðslega mik-
ið og við höfum verið að þétta byggð
án þess að gera okkur almennilega
grein fyrir þessum sálfræðilegu
áhrifum,“ segir Páll sem telur að líta
ætti sálfræðilega þætti jafn alvar-
legum augum og verkfræðilega við
uppbyggingu húsa og hverfa.
„Það sem er meginvandamálið frá
mínum bæjardyrum séð er að við er-
um ekki að taka vísindalega, mark-
vissa nálgun á þessa sálrænu þætti.
Við erum ekki að taka þá þekkingu
og þær aðferðir sem sálfræðin býr
yfir og flétta það inn í skipulags- og
hönnunarferlana,“ segir Páll.
Hann telur að oft sé lagt upp með
góðan ásetning í þessum efnum í
uppbyggingu í borginni.
„En leiðin til heljar er líka vörðuð
góðum ásetningi. T.d. er gildandi
aðalskipulag Reykjavíkur á margan
hátt afskaplega spennandi í sam-
hengi við umhverfissálfræði. Það eru
mjög mörg góð atriði en svo er
spurning hvernig það er framkvæmt
og útfært. Það er nokkuð sem maður
getur sett stórt spurningarmerki
við.“
Páll bendir á að á höfuðborgar-
svæðinu hafi verið byggð hverfi,
t.a.m. Smárahverfið, þar sem hönn-
un og skipulag verður til þess að
birtuskilyrði eru ekki nægilega góð.
Getur það haft slæm áhrif á heilsu
og vellíðan fólks. Morgunblaðið
fjallaði um sambærilega stöðu í Hlíð-
arendahverfi fyrir um tveimur árum.
Þá eru áform um þéttingu við Ár-
túnshöfða og í Hamraborg sem Páll
telur að þurfi að skoða miklu betur.
„Svo er þetta selt sem lúxus án
þess að það sé í raun innistæða fyrir
því. Fólk kaupir og kaupir og allt
selst vegna þess að það er ekkert
annað í boði. Að hluta til er það drifið
áfram af því að fólk er að uppfylla
sínar grunnþarfir: Að hafa þak yfir
höfuðið. Hraðinn og framboðið er
með þeim hætti að fólk áttar sig oft
ekkert á eða hefur ráðrúm til þess að
velta sálrænum áhrifum umhverf-
isins fyrir sér fyrr en það er orðið
um seinan. Eftir einhvern ákveðinn
tíma uppgötvar fólk að þetta sé ekki
alveg nægilega gott. Vissulega er
það stundum svo að áhrif umhverfis
eru mjög hörð og afgerandi en mjög
oft seytla þau inn og herða tökin
smám saman – hægt og sígandi.
Maður verður oft ekkert almenni-
lega var við það,“ segir Páll.
„Þegar þetta er svona seigfljót-
andi og umhverfið er ekki nógu gott
þá hefur það íþyngjandi áhrif á okk-
ur. Óhagstætt umhverfi gerir líf
okkar erfiðara. Það hefur síðan nei-
kvæð áhrif á líkamlega og andlega
heilsu okkar sem getur leitt til van-
heilsu. Það getur leitt af sér aukinn
kostnað fyrir samfélagið og slíkt.“
Staðan sérstök hér
Páll segir að Íslendingar geti lært
af öðrum þjóðum sem litið hafa til
sálfræðilegra þátta við uppbyggingu
borgarlands. Nefnir hann t.a.m. ná-
granna okkar í Danmörku og segir
að Kaupmannahöfn sé dæmi um
borg þar sem þetta hafi tekist vel.
„Við Íslendingar getum tekið
margt af því sem hefur verið gert
annars staðar en við megum samt
ekki gleyma því að við búum á hjara
veraldar. Okkar staða er að ein-
hverju leyti svolítið sérstök. Þess
vegna þurfum við sjálf líka að skoða
málin hjá okkur, vera með skýr
markmið um það hvað við viljum að
sé gert,“ segir Páll sem kallar eftir
frekari þekkingaröflun hér á landi á
þessum vettvangi.
„Við þurfum að safna gögnum,
greina gögnin, túlka þau og svo hag-
nýta þau. Þannig búum við til þekk-
ingu sem við getum leitað í þegar
kemur að næsta verkefni, og svo
smám saman verður til viðamikill
þekkingarbrunnur. Þekkingin sem
þarf á að halda mun þá liggja fyrir á
sama tíma og ný verður til. Ferl-
arnir slípast til og þannig nýtum við
tímann, spörum tíma og hröðum
ferlunum,“ segir Páll.
Hann stendur að verkefninu
Sjálfbærar borgir framtíðar, þar
sem sýndarveruleikatækni gerir
fólki kleift að upplifa mismunandi
umhverfi í sýndarveruleika á sama
tíma og hægt er að mæla upplifun
þess með margvíslegum hætti.
„Við höfum þróað aðferð þar sem
við getum sett framtíðarumhverfi af
öllu tagi upp og leyft fólki að upplifa
það í þrívíðum sýndarveruleika, frá
því sjónarhorni sem við sem mann-
eskjur upplifum umhverfi okkar – af
jörðu,“ segir Páll.
Hann segir að einkaaðilar og al-
menningur hafi sýnt tækninni áhuga
en minni áhugi sé hjá sveitar-
félögum. „Þau hafa sýnt þessu
áhuga að því leytinu til að þau hafa
viljað vera samstarfsaðilar að nafn-
inu til og skilja að þetta gæti verið
gagnlegt. En þegar kemur að því að
fara út í þetta þá er eins og áhuginn
stoppi. Það hefur verið virkilegt um-
hugsunarefni hvað sveitarfélögin
hafa sýnt því lítinn áhuga að henda í
lítil tilraunaverkefni, sem væru
fyrstu skrefin í innleiðingu á nálgun
sem þessari,“ segir Páll sem bendir
á að rannsóknir bendi til þess að
upplifun í sýndarveruleika sé sam-
bærileg þeim í raunheimi og mögu-
leikarnir því gríðarmiklir.
Aðspurður segir Páll að það þurfi
ekki að taka lengri tíma að byggja
upp hverfi þegar litið er til sál-
fræðilegra þátta. Í stóra samheng-
inu geti það í raun sparað tíma.
„Þú mætir einfaldlega betur und-
irbúinn til leiks, þú ert með betri
forsendur, sterkari undirstöðu og
þannig er hægt að keyra á þetta
miklu hraðar. Við skulum ekki
gleyma því að öll sveitarfélög í land-
inu eru með aðalskipulag, deili-
skipulag, stefnur sem hægt er að
vinna eftir og eru gerð fram í tím-
ann,“ segir Páll.
„Þetta er þessi fyrirhyggja. Með
henni vinnurðu upp tíma annars
staðar. Það fer kannski aðeins meiri
tími í undirbúning en minna þá í eitt-
hvað annað. Í flestum tilvikum er
það þannig að ef þú undirbýrð hlut-
ina vel færðu betri niðurstöður. Það
er mjög sterk fylgni þarna á milli.“
Mikið hefur verið rætt um hús-
næðisskort að undanförnu og hækk-
andi húsnæðisverð. Ríki og sveitar-
félög undirrituðu fyrr í sumar
rammasamning um uppbyggingu 35
þúsund íbúða á árunum 2023 til
2032. „Við eigum núna þegar við er-
um með þessa ofboðslegu uppbygg-
ingu fram undan að taka þessa þætti
alvarlega. Við eigum að taka sál-
fræðilegu þættina með í reikninginn,
virkilega skoða þetta þannig að við
fáum gott, mannvænt, uppbyggilegt
umhverfi til framtíðar. Það er gert
með því að vera í sterku samstarfi
við sérfræðinga, fræðasamfélagið,
háskólana og ráðgjafa á þessu sviði
og að sveitarfélögin leiti eftir því í
staðinn fyrir að reyna að koma sér út
úr því,“ segir Páll.
„Vegna varanleika umhverfisins
eru lélegt skipulag og léleg og van-
hugsuð hönnun ofboðslega dýr fyrir
samfélagið.“
„Það hefur sýnt sig í gegnum rannsóknir og þekkingarsöfnun að um-
hverfi hefur mikil áhrif á okkur. Meginstefið í þessu er afskaplega einfalt:
Gott umhverfi hefur góð áhrif á okkur, slæmt umhverfi hefur slæm áhrif
á okkur,“ segir Páll um grunnatriði umhverfissálfræðinnar.
Stóra spurningin er því hvað sé gott umhverfi og hvað slæmt. T.d.
bendir Páll á að það hafi sýnt sig að fólk laðist að eldri borgarkjörnum er-
lendis sem jafnvel voru byggðir fyrir hundruðum ára. Gegnum 20. öldina
hafi farið að halla undan fæti hvað varðar uppbyggingu sem hefur góð
áhrif á líðan fólks og heilsu.
„Fjármagnið hefur ríkara vægi og líka öll þessi tækni sem þróast og
gerir okkur kleift að gera hluti sem við gátum ekki gert áður. Við erum
með alls konar byggingartækni sem er tiltölulega ný af nálinni: Við get-
um byggt stórar byggingar og háar. Við erum með bíl þar sem við getum
farið vegalengdir á örskotsstundu sem tóku okkur langan tíma o.s.frv.
Klárlega opnar þetta mikil tækifæri en keyrir skalann samtímis upp og
mannlega víddin dettur út: Við förum að búa til umhverfi sem hentar okk-
ur kannski ekki,“ segir Páll og bætir við: „Við erum komin með einhverja
spennu á milli okkar og þess umhverfis sem við erum að skapa. Því má
kannski segja að við séum með þessari þörf okkar til að nýta tæknina og
fjármagnið að ögra eðli okkar, þörfum, atferli og tilfinningum.“
Umhverfið hefur mikil áhrif
FÓR AÐ HALLA UNDAN FÆTI Á 20. ÖLD
Vanhugsuð hönnun dýr samfélaginu
- Sálrænir þættir eru ekki teknir nægilega alvarlega við uppbyggingu hverfa, að mati doktors í um-
hverfissálfræði - Hann segir ásetning góðan en setur spurningarmerki við framkvæmdina
Morgunblaðið/Hari
Byggingarkranar „Við eigum núna, þegar við erum með þessa ofboðslegu uppbyggingu fram undan, að taka þessa þætti alvarlega,“ segir Páll Jakob.
Páll Jakob Líndal