Morgunblaðið - 08.08.2022, Page 13

Morgunblaðið - 08.08.2022, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2022 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Vonir um að takist að bjarga van- nærðum mjaldri, sem synti upp ána Signu í Frakklandi, fóru dvínandi í gær. Ekki mun þó vera áformað að aflífa hvalinn að svo stöddu. Mjaldurinn sást fyrst í ánni á þriðjudag í síðustu viku en frá því á föstudag hefur hann haldið sig á milli tveggja árloka um 70 km norð- ur af París. Árvatnið er heitt og hvalurinn, sem greinilega er hor- aður, hefur ekki viljað éta frosna síld eða lifandi silung sem kastað var til hans. Dýralæknar gáfu dýrinu víta- mínblöndu á laugardag í þeirri von að hann hresstist og fengi matarlyst. Líklega sjúkur Lamya Essemlali, formaður dýra- verndunarsamtakanna Sea Sheperd í Frakklandi, sagði við AFP- fréttastofuna að sérfræðingar gæfu litla von um að hægt yrði að bjarga hvalnum því afar ólíklegt væri að hægt yrði að reka hann aftur til sjáv- ar. Ljóst væri að hvalurinn hefði lítið sem ekkert étið vikum saman og þjáðist líklega af einhverjum sjúk- dómi. Hann sýndi þó viðbrögð við umhverfinu, og hreyfði hausinn. Lögreglan í Eure, sem hefur um- sjón með björgunaraðgerðum, sagði verið að skoða ýmsa möguleika, svo sem að ná mjaldrinum upp úr ánni, gefa honum bætiefni, reyna að finna orsök veikindanna og flytja hann síðan út á haf ef hann braggaðist. Einnig kæmi til greina að aflífa dýr- ið ef ljóst yrði að honum yrði ekki bjargað. Mjaldrar halda sig venjulega í hópum í köldum heimskautasjó. Þótt þeir fari stundum suður á bóginn þegar haustar og ís myndast á sjón- um á norðurslóðum synda þeir sjald- an svona langt suður á bóginn. Sam- kvæmt upplýsingum frá stofnuninni Observatory Pelagis, sem sérhæfir sig í rannsóknum á sjávarspendýr- um, heldur sá mjaldrahópur sem næstur er Frakklandi sig nú við Svalbarða, norður af Noregi, um þrjú þúsund kílómetra frá Signu. Þetta er í annað skipti, svo vitað sé, sem mjaldur syndir upp á í Frakklandi. Árið 1948 flæktist slíkur hvalur í netum fiskimanna í ánni Loire. Háhyrningur fannst dauður í Signu í maí sl. milli Le Havre og Rúðuborgar. Dýrið festist á grynn- ingum í ánni og komst ekki aftur til sjávar, svalt líklega til bana. Tveir mjaldrar eru nú í Vestmannaeyjum en þeir voru flutt- ir þangað árið 2019 frá sædýrasafni í Kína. Hvalirnir hafa verið í sérstakri laug en til stendur að flytja þá í Klettsvík þar sem háhyrningurinn Keiko dvaldi um tíma. Vonir dvína um að mjaldri verði bjargað - Hvalurinn synti upp Signu í Frakklandi - Dýrið er vannært og líklega sjúkt - Afar sjaldgæft að mjaldrar syndi svona langt suður - Næsti mjaldrahópur er við Svalbarða 3.000 km frá Signu AFP Fylgst með hval Sérfræðingar á gúmmíbáti fylgjast með mjaldrinum þar sem hann heldur sig við eina af árlokunum í ánni Signu í Frakklandi. Mjaldur Heimild: WWF/National Geographic/Animaldiversity.com Lífslíkur: 30 til 35 ár Sveigjanlegur háls sem gerir dýrinu kleift að hreyfa hausinn upp og niður og til hliðar Þykkt spiklag til einangrunar Lengd: Allt að 6 m. Þyngd: 900 til 1.300 kg Enginn bakuggi heldur hnúður, hugsanleg að- lögun til að varðveita líkamshita í köldum sjó Öndunarop Eins og aðrir hvalir verður mjaldur að koma upp á yfirborðið til að anda að sér súrefni Sívöl bægsli Í hausnum eru einskonar hljóð- gjafar, kallaðir hljóðvarir, semgefa frá sér hljóðbylgjur Gæf sjávarspendýr sem halda sig í hópum sem veiða og synda á milli svæða saman Kálfarnir fæðast gráir eða brúnir en lýsast þegar þeir eldast Gefa frá sér hátíðnihljóð af ýmsu tagi til að skynja umhverfið og eiga samskipti; geta einnig hermt eftir fjölda annarra hljóða Dreifing Notar hljóðbylgjur til að rata, veiða og lifa af Fjögur skip til viðbótar, hlaðin korni og sólblómaolíu, sigldu af stað frá Úkraínu í gær. Milljónir tonna af korni hafa setið fastar í Úkraínu vegna stríðs Rússa þar í landi. Hefur þetta leitt til skorts og hærra matar- verðs í öðrum löndum. Í síðustu viku fór fyrsta skipið frá Úkraínu síðan í febrúar. Nýjustu skipin eru á leið til Tyrklands þar sem innihald þeirra verður skoðað, samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur við Rússland og Sameinuðu þjóðirnar. Skipin sigldu frá höfnum borganna Odessu og Chornomorsk. Þau munu öll ferðast um Bospórus- sundið. Í kjölfar skoðunar eiga tvö skipanna að leggjast að bryggju í Tyrklandi en hin eru á leið til Ítalíu og Kína. AFP/Yasin Akgul Skip Rojen, eitt þeirra skipa sem sigldu frá Úkraínu með mörg tonn af korni. Mörg tonn af korni far- in af stað frá Úkraínu Ísraelsmenn og leiðtogar íslömsku andspyrnuhreyfingarinnar PIJ sam- þykktu í gær vopnahlé. Egyptar höfðu milligöngu um samkomulagið. Vopnahléinu er ætlað að binda enda á þriggja daga hörð átök á Gasa-svæð- inu. Að minnsta kosti 43 Palestínu- menn hafa látið lífið í átökunum. Samningurinn vekur vonir um að átökin, sem hafa verið hin verstu síð- an 11 daga stríði á síðasta ári lauk, líði nú undir lok. Þá létust meira en 200 Palestínumenn og tugir Ísraela. Síðan á föstudag hafa Ísraelar gert miklar loftárásir á bækistöðvar ísl- amskra vígamanna á Gasa-svæðinu. Ísraelar segjast hafa ráðist í loftárás- irnar til þess að bregðast við hótunum herskárra hópa. Íslömsku vígamenn- irnir hjá PIJ hafa svarað loftárásun- um með hundruðum flugskeyta. Fleiri en 300 hafa særst í átökunum á Gasa-svæðinu en það er undir stjórn íslömsku hryðjuverkasamtakanna Hamas. Af hinum 43 Palestínumönn- um sem fallið hafa voru 15 börn. Þá hafa tveir Ísraelar slasast síðan átök- in hófust á föstudag. Samningur vígamannanna og Ísr- aelanna er sagður fela í sér skuld- bindingu Egypta til þess að vinna að lausn tveggja íslamskra vígamanna. Hamas forðast átökin Byggingar á Gasa-svæðinu hafa verið lagðar í rúst í átökunum og Ísr- aelar hafa neyðst til þess að leita skjóls frá flugskeytaregni. Tvö flug- skeytanna beindust að Jerúsalem en Ísraelum tókst að skjóta skeytin nið- ur áður en þau náðu til lands. PIJ starfa með Hamas-hryðju- verkasamtökunum en vinna þó oft sjálfstætt. Hamas-samtökin hafa forðast að taka þátt í átökunum nú. Þau hafa háð fjögur stríð við Ísrael síðan samtökin náðu völdum yfir Gasa-svæðinu árið 2007. Íbúar á Gasa-svæðinu sem AFP-fréttastofan ræddi við höfðu ekki náð að festa svefn síðan átökin hófust. Dalaia Harel, íbúi í ísraelska bæn- um Sderot, skammt frá Gasa-svæð- inu, sagðist vonsvikin yfir að sam- komulag um vopnahlé hefði ekki náðst. „Við erum þreytt á því að átök brjótist út árlega. Við þurfum á því að halda að stjórnmálaleiðtogar klári þetta í eitt skipti fyrir öll. Við styðjum ekki stríð en við getum ekki haldið svona áfram.“ Muhammad Abu Salmiya, forstjóri Shifa-sjúkrahússins í Gasa-borg, sagði í samtali við AFP á sunnudag að læknar sjúkrahússins meðhöndluðu fólk í „mjög slæmu ástandi“. Þá var- aði hann við lyfjaskorti. „Á hverri mínútu tökum við á móti slösuðu fólki,“ sagði Salmiya áður en sam- komulagi um vopnahlé var náð. ragnhildur@mbl.is AFP/Mohammed Abed Flótti Palestínskur maður sem yfirgaf í gær heimili sitt ásamt dóttur sinni á sama tíma og ísraelsk loftárás stóð yfir. Samþykktu vopnahlé á Gasa-svæðinu - Egyptar ætla að vinna að lausn íslamskra vígamanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.