Morgunblaðið - 08.08.2022, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.08.2022, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2022 ✝ Þorgerður Dag- bjartsdóttir fæddist á Þúfu í Landsveit 28. októ- ber 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 28. júlí 2022. Foreldrar hennar voru Dag- bjartur Hannesson bóndi, f. 6. desember 1902, d. 27. desem- ber 1983, og Sigrún Kjartansdóttir, f. 8. apríl 1907, d. 19. mars 1975. Systkini Þorgerð- ar eru Kjartan Vignir, f. 12. nóv- ember 1934, d. 13. október 2020, eftirlifandi kona hans er Elín Lorenza Tangolamos, Hannes, f. 29. nóvember 1939, og Ingibjörg, f. 29. nóvember 1939. Þorgerður giftist þann 16. maí 1965 Páli Bergssyni frá Hofi í Öræfum, f. 30. september 1932. ember 1969. Börn þeirra eru a) Karen Inga, f. 27. febrúar 1994, b) Páll Dagur, f. 19. mars 1999, og c) Brynjar, f. 20. janúar 2006. 4) Baldur Pálsson, f. 22. ágúst 1968, giftur Svövu Steingríms- dóttur, f. 16. september 1971. Börn þeirra eru: a) Eva María, f. 21. september 2003, og b) Eiður Þór, f. 9. ágúst 2010. Fyrir átti Baldur c) Hafstein Esjar, f. 25. júlí 1996. Barnsmóðir: Jóhanna Sigríður Esjarsdóttir, f. 3. sept- ember 1970. Þorgerður ólst upp á Þúfu og fór í hefðbundna skólagöngu þess tíma. Hún fór síðar á vertíðir til Vestmannaeyja og kynntist þar eftirlifandi eiginmanni sínum. Þau settust að í Vestmannaeyjum og hófu sinn búskap. Eftir Heimaeyjargosið árið 1973 flutt- ust þau á Selfoss og bjuggu þar alla tíð. Þorgerður var heima- vinnandi húsmóðir með börnin sín þrjú en fór síðar að vinna í Sláturhúsi Suðurlands og vann þar í áraraðir. Útför Þorgerðar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 8. ágúst 2022, og hefst athöfnin kl. 15. Foreldrar Páls voru Guðmundur Bergur Þorsteinsson, f. 22. júlí 1903, d. 15. febr- úar 1995, og Pála Jón- ína Pálsdóttir, f. 17. janúar 1906, d. 20. janúar 1991. Þorgerð- ur og Páll eignuðust fjögur börn. 1) dreng- ur, f. 1963, d. 1963. 2) Dagrún Pálsdóttir, f. 31. desember 1964, gift Kristjáni Karli Heiðberg, f. 26. desember 1958. Börn þeirra eru: a) Andri Páll, f. 24. desember 1986, giftur Sigrúnu Helgu Holm, f. 16. september 1984. Börn þeirra eru Aron Ingi, Hekla Mar- en og Ernir Karl. b) Pálmi Már, f. 31. janúar 1992. c) Gerður Sif, f. 25. janúar 1999. 3) Bergur Páls- son, f. 31. desember 1964, giftur Sigrúnu Þorkelsdóttur, f. 18. des- Elsku mamma, við trúum ekki að þú sért farin eftir stutt veikindi. Við héldum að við fengjum meiri tíma með þér. Þú sem hefur alltaf verið svo hraust og dugleg og kvartaðir aldrei yfir neinu en þú varst orðin þreytt og orkulaus seinustu mánuði. Svo uppgötvað- ist krabbamein sem var komið víða. Þú lagðist inn á sjúkrahús og varst þar í rúmar þrjár vikur. Við vonuðumst til að geta farið með þig aftur heim en það tókst ekki. Það er svo skrítið að koma heim í Lambhagann og þú ekki lengur þar. Það mátti aldrei neinn fara svangur þaðan út og alltaf var til eitthvað nýbakað, kleinur, ástap- ungar, pönnukökur eða annað. Þú varst líka alltaf að gera eitthvað í höndunum, hekla eða prjóna. Flestir í fjölskyldunni eiga lopa- peysu, vettlinga eða ullarsokka eftir þig. Þegar við vorum krakkar saumaðir þú oft föt á okkur. Við þökkum fyrir allar samverustund- irnar, ferðalögin, veislurnar og jólaboðin sem þú hélst alltaf fyrir okkur. Þú varst oft með hugann við sveitina þína þar sem þú ólst upp og þar sem systkini þín búa enn. Þú vildir frétta hvað væri að ger- ast í sveitinni og þér fannst svo gaman að koma þangað. Þú fórst með okkur systkinin í sveitina á sumrin og svo þegar barnabörnin komu þá fannst þér svo gaman að sýna þeim sveitina þína. Þú varst mikill dýravinur og hafðir mikið gaman af hestum þegar þú varst ung. Lengi var hundur á heimilinu sem Baldur kom með og var hann í miklu uppáhaldi hjá þér. Svo seinna þeg- ar Baldur fékk sér hund þá leitaði hann mikið í Lambhagann til ykk- ar og var þar oft í pössun og var ofdekraður þar. Þið voruð alltaf til í að passa börnin okkar og fannst gaman að fá þau í heimsókn. Þú kenndir þeim að prjóna, spila og margt fleira. Þú hafðir ávallt áhyggjur þegar einhver í fjölskyldunni fór í ferða- lag, hvort sem það var erlendis eða bara yfir heiðina, þá vildirðu fá fréttir af því hvort maður væri kominn heim. Við vitum að þú munt ennþá fylgjast með okkur. Takk fyrir alla hjálpina, takk fyrir að hafa alltaf verið til í að hugsa um börnin og dýrin okkar, takk fyrir allt sem þú kenndir okkur. Takk fyrir allt, elsku mamma. Þín börn, Dagrún, Bergur og Baldur. Elsku amma, það er svo sárt að þú sért farin frá okkur. Þú og afi í Lambhaganum voruð eins og klettur í tilverunni, óhaggandi hvað sem á bjátar. Alltaf gat mað- ur mætt í heimsókn og vitað að eitthvað væri til með kaffinu. Við sjáum þig fyrir okkur í brúna hægindastólnum að prjóna eða í eldhúsinu að græja kaffi og klein- ur fyrir okkur, jafnvel heitt súkku- laði á hátíðisdögum. Við eldhús- borðið voru ekki bara borðaðar góðar kökur heldur minnumst við þess einnig þegar þú kenndir okk- ur að spila marías, þá var mikil- vægt að vera klár í reikningi, sem og svartapétur, þá var svartipétur dreginn af handahófi úr bunkan- um og settur undir rassinn. Að sjálfsögðu stranglega bannað að kíkja þar til í leikslok. Í jólaboðum höfum við barnabörnin spilað saman nánast hver einustu jól en allir tóku með nýju spilin sem leyndust í einhverjum jólapakkan- um heim til ömmu og afa. Þar var líka alltaf borðað hangikjöt og flat- kökur sem amma bakaði og drukkið malt og appelsín. Þú kenndir okkur líka að prjóna og stundum kepptum við um það hver gæti puttaprjónað mest. Á einum tímapunkti náði lengjan út allan ganginn og rúmlega það, hlýtur að hafa verið heimsmet, gleymdist bara að skrá það. Amma, þú varst alltaf svo mikill dýravinur og var Kátur hundur- inn ykkar í miklu uppáhaldi. Að sjálfsögðu fékk hann að borða það sem hann langaði í. Eragon strauk líka reglulega að heiman bara til þess að komst í Lambhagann, fá sér að borða og fá klapp á kollinn. Hænurnar í næsta garði voru líka vinsælar hjá þér og voru velkomn- ar inn í þvottahúsið þitt því þú varst alltaf að gefa þeim að eitt- hvað að snæða. Hörkutólið hún amma okkar sem kvartaði aldrei er nú farin og munum við hugsa fallega til þín eins og þú gerðir til okkar í hvert skipti sem við vorum á ferð og flugi. Þú hugsaðir líka alltaf svo vel um blómin í garðinum ykkar afa og hafðir mikinn áhuga á þeim. Þegar þú varst komin inn á sjúkrahúsið baðstu meira að segja um myndir af þeim til að sjá hvernig þau döfnuðu og voru þau öll í blóma. Við vitum að þér líður betur núna og gæðir þér vonandi á klein- um og ástarpungum af bestu lyst. Erfitt er að ímynda sér Lamb- hagann án þín en við vitum að afi mun hugsa vel um hann og við munum hugsa vel um afa. Þegar við rennum úr hlaði eftir heim- sókn í Lambhagann vitum við að þú stendur þétt við hlið afa á tröppunum og veifar eins og þið hafið alltaf gert, alveg þangað til við erum horfin úr augsýn hlaðin góðri orku og hlýtt um hjartans rætur. Þín barnabörn, Andri, Pálmi, Karen, Esjar, Gerður, Páll, Eva, Brynjar og Eiður. Þorgerður Dagbjartsdóttir Litrík og ógleym- anleg samferðakona er látin allt of snemma. Ég vissi af veikindum Þórhöllu en grunaði ekki að þessi ákveðna og viljasterka manneskja þyrfti svo skjótt að lúta í lægra haldi fyrir vágestin- um. Þórhalla Arnardóttir hóf kennsluferilinn við Rimaskóla á upphafsárum skólans. Hún setti strax mark sitt á skólastarfið, ákveðin, kvik í hreyfingum og raddsterk svo eftir var tekið. Hún sýndi skólanum tryggð og trúnað í starfi í hátt á annan áratug. Öll ár- in starfaði Þórhalla sem umsjón- arkennari á miðstigi með áherslu á náttúrufræðigreinar. Í þessum fjölmenna skóla reyndi á gott samstarf og þar var Þórhalla eft- irsótt og og gaf sig alla í verkefnin. Hún setti nemendum sínum skýr- ar reglur, sem eins gott var fyrir þau að hlýða. Þannig taldi kenn- arinn hag nemenda sinna best borgið. Það sýndi sig líka í fram- haldinu á unglingastigi að nem- endur hennar mættu vel agaðir til leiks í hegðun og vinnubrögðum. Þórhalla reyndist frá byrjun metnaðarfullur og góður kennari. Í samstarfi við Jónínu Ómarsdótt- Þórhalla Arnardóttir ✝ Þórhalla Arn- ardóttir fædd- ist 6. júlí 1964. Hún lést 14. júlí 2022. Útför fór fram 29. júlí 2022. ur kom hún skólan- um eftirminnilega á kortið með áhrifa- miklu Kómeníusar- verkefni. Ásamt nokkrum evrópskum framhaldsskólum varð til verkefnið „The Chalk away“ eða „Burt með krít- ina“. Afraksturinn varð hinn árlegi Vís- indadagur Rimaskóla sem enn er haldinn ár hvert á Degi náttúrunnar. Vísindadagur- inn er jákvæð upplifun og allir inn- an skólans taka þátt í alls kyns áhugaverðum vísindatilraunum. Verkefnið hlaut Hvatningarverð- laun Menntaráðs Reykjavíkur- borgar árið 2006. Við þetta verk- efni og önnur störf gerði Þórhalla kröfur til sín og annarra. Hún lét vel í sér heyra ef henni mislíkaði en var líka óspör á hrósið ef vel var að verki staðið að hennar mati. Hrósið hlaut ég oft sem skólastjóri en kunni líka vel að meta hrein- skilni Þórhöllu þegar því var að skipta. Eftir námsleyfi frá Rimaskóla, sem Þórhalla nýtti sér til að auka á færni og þekkingu sína í náttúru- fræðigreinum, færði hún sig yfir á framhaldsskólastigið og kenndi við Verzlunarskóla Íslands þar til yfir lauk. Þórhalla eignaðist góða vini fyrir lífstíð í Rimaskóla. Þrátt fyr- ir að við værum um margt ólíkar persónur þá höfðum við yfirleitt sömu lífsskoðanir og þurftum ekki að eyða dýrmætum tíma í þrætur eða þras en gátum þeim mun oftar glaðst yfir góðum árangri í skóla- starfi eða eigin lífi. Í starfsmannahópi Rimaskóla var Þórhalla hrókur alls fagnaðar í félagsstarfi og ánægjulegum ferðalögum innanlands og erlend- is. Ég mun sakna góðs samstarfs- manns og litríkrar konu sem ávallt bjó yfir vilja og krafti til að láta gott af sér leiða. Góður kennari er gulls ígildi og laun dyggðarinnar eru sæmd. Með þeim orðum kveð ég kæra vinkonu. Ég votta ástvin- um Þórhöllu innilega samúð og bið henni blessunar á nýjum vegum. Helgi Árnason. Kæra fjölskylda. Þórhalla var um margt óvenju- leg og einstök manneskja. Það voru forréttindi og heiður að fá að fylgjast með henni takast á við til- veruna á sinn einstaka hátt, með húmor, gassagangi, hlýju og innsæi. Kolli, Margeir, Örn og Björg Sóley, við fjölskyldan samhryggj- umst ykkur öllum innilega. Ragnheiður Erla Rósarsdóttir, Gústaf Vífilsson og börn. Ég rétti henni höndina, hún lét sem hún sæi hana ekki. Tók utan um mig og kynnti sig með hvellum rómi og þéttu faðmlagi. Þessu átti ég ekki að venjast af ókunnugu fólki. Nýja mágkona mín, jólin 1990. Smávaxna konan með stóra nafnið, stóra manneskjan Þórhalla Arnardóttir. Ég minnist geislandi móðurinnar, bliksins í augunum þegar hún sagði mér fyrst frá Kolla sínum. Skínandi brúðarinn- ar á aðventu 2007. Kennarinn, handverkskonan, jólabarnið, gest- gjafinn, naglagerðarkonan og fé- lagi minn í víngerð/bruggi rétt fyr- ir síðustu aldamót. Ég minnist allra trúnaðarsamtalanna, hlátras- kallanna, Grandglasanna og kaffi- bollanna. Nokkurra ferðalaga. Hvernig tvær kerlingar komu far- angri og þremur stálpuðum krökkum fyrir í pínulitlum fólksbíl og óku af stað í sumarbústað í nokkurra klst. fjarlægð frá Kaup- mannahöfn. „Þið eruð svo ruglað- ar“ hljómaði ótt og títt úr aftur- sætinu. Ameríkufluga þar sem Þórhalla talaði kannski „aðeins of hátt“ á leiðinni. Golfarinn Þór- halla. Það sem hún reyndi að sann- færa mig um nauðsyn þess að byrja sem fyrst. Háskólamann- eskjan Þórhalla. Alltaf að læra eitthvað nýtt og útskrifast úr enn einu náminu. Öll jóla- og nýárs- bréfin. „Í janúar fór ég í legnám.“ Eldri frænka spurði í jólaboði það árið hvort þetta legnám væri nýtt nám í háskólanum. Að leiðarlokum þakka ég elskulegri mág- og vin- konu góða og yndislega samfylgd. Hún var einstök á svo marga vegu. Bar þess merki að hafa hlotið upp- eldi hjá kærleiksríku og góðu fólki. Hugumstór, hjartahlý, greiðvikin og hreinskiptin. Ég votta Kolla, börnunum, foreldrum og öllum ættingjum og vinum Þórhöllu mína einlægu samúð. Það urðu all- ir sem kynntust Þórhöllu ríkari á eftir. Með gleði, jákvæðni og sinni einstaklega góðu lund gaf hún okkur öllum endalaust af sér. Þór- halla Arnardóttir, þessi stóra og skemmtilega kona, drap engan úr leiðindum, svartsýni og ráðaleysi. Takk fyrir mig og mína, elsku Þórhalla. Þorbjörg Margeirsdóttir. Með þakklæti í hjarta og góðum minningum er nú komið að því að kveðja elskulega tengdamóður mína, Þórdísi Sig- urlaugu, sem ávallt var kölluð Dísa. Það er erfitt að hugsa sér hvernig lífið verður án þín, elsku Dísa. Þú sem hefur verið svo stór hluti af daglegu lífi okkar allt frá því að þú fluttir frá Ísa- firði til borgarinnar fyrir 27 ár- um. Við vorum svo lánsöm að búa alla tíð síðan í sama hverfi og milli heimila okkar innan við 5 mínútna gangur og samgangur mikill. Dísa var einstök kona sem tekið var eftir hvar sem hún kom. Hún var hávaxin og stór- glæsileg með einstaklega hlýja nærveru. Dísa lagði mikla rækt við syni sína og þegar við Helgi vorum að kynnast þá var eitt það fyrsta sem ég tók eftir í fari hans hve hlýr og einlægur hann er – eiginleiki sem ég seinna kynntist hjá Dísu tengdamömmu. Minningarnar hrannast upp, þær nýjustu um fallega 90 ára afmælið þitt í maí og veisluna þína sem við erum svo þakklát fyrir. Meðal eldri minninga eru ferðirnar okkar bæði innanlands og utan. Dagsferðir okkar með fallega nestiskörfu fulla af góð- gæti, dúk, kaffikönnu og prímus til Þingvalla, Borgarfjarðar, í Landmannalaugar, á Snæfells- nesið og Suðurlandið. Ferðin okkar til Ítalíu, 70 ára afmæl- isferðin þín þar sem við í þrjár vikur skoðuðum Toskana og nut- um samveru og fegurðar. Fyrsta heimsókn okkar til ykkar á Ísafjörð er mér líka of- arlega í huga. Natnin og dekrið sem þú lagðir í að undirbúa komu okkar var einstakt. Sjálfri leið mér svolítið eins og prins- essunni á bauninni þegar ég lagðist upp í rúmið sem þú varst búin að útbúa fyrir okkur Helga, Þórdís Sigurlaug Friðriksdóttir ✝ Þórdís Sig- urlaug Frið- riksdóttir fæddist 13. maí 1932. Hún lést 16. júlí 2022. Útför fór fram 25. júlí 2022. mörg lög af dýnum og nýstraujuð og viðruð rúmföt. Hlýja þín var svo mikil að Rakel, sem þá var bara sjö ára, að hitta ykkur hjón- in nánast í fyrsta skipti, bað ekki bara um að fá að kallaði þig ömmu og Burra afa, heldur vildi hún ekki fara með okkur Helga suður þegar að heimför kom. Hún fékk að vera eftir hjá ykkur fyrir vestan og dvaldi í góðu yfirlæti þar sem hver dagur var henni sem æv- intýr. Jólin áður en þið fluttuð í bæ- inn og þú sendir okkur fullan kassa af góðgæti, þar á meðal svo listilega fallega útskorið laufabrauð sem þú bjóst svo vel um að hver einasta kaka komst heil með póstinum frá Ísafirði til okkar í Bólstaðarhlíðina. Seinna þegar þú varst flutt suður hnoð- aðir þú í laufabrauðið með okkur sem við skárum og steiktum saman fyrir hver jól, en sjálf hafði ég aldrei áður skorið eða steikt laufabrauð. Þér var mikið í mun að Helgi myndi læra að gera laufabrauðið eins og þú varst vön og svo góður kennari varst þú að laufabrauðið hans er alveg nákvæmlega eins og þitt – það allra, allra besta. Dagurinn sem Þórdís nafna þín var skírð er líka eftirminni- legur og allar dýmætu stundirn- ar sem þið nöfnurnar áttuð sam- an, þá var bæði spjallað, sungið og hvers kyns handverk unnið. Þú hefur búið henni alveg ein- stakar minningar og kunnátta hennar í hvers kyns handverki er ekki síst þér að þakka. Elsku Dísa, síðustu stundirn- ar þínar eru mér líka dýrmæt minning, sjá hvernig þú ljómaðir þegar þú náðir að opna augun og sjá son þinn, eiginmann minn, manninn sem við báðar elskum. Nú ertu farin í draumalandið – hvíldin er þér kærkomin þó söknuður okkar sé mikill, við munum ylja okkur við fallegar minningar. Þín tengdadóttir, Berglind. ✝ Þóra Ingibjörg Jónsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 8. júní 1933. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 11. júlí 2022. Foreldrar hann- ar voru Jón Gunn- arsson loft- skeytamaður og Marta Steinþóra húsmóðir. Systkini Þóru eru Gunnar Brandur og Guðrún Nikolína, bæði látin. Eiginmaður Þóru var Guð- mundur Georg Jónsson, fv. stöðvarstjóri Icelandair í Kaup- mannahöfn, f. 17. febrúar 1932, d. 26. ágúst 2017. Börn Þóru og Guðmundar eru: Elísabet, maki Víðir Tóm- asson, synir þeirra eru Emil Örn og Andri Örn. Jón Þór, synir hans eru Guð- mundur Georg, Hilmir Ingi og Reynir Þór. Rósa Björk, maki Jó- hannes Ólafsson, börn þeirra eru Ólafur, Þóra Ingi- björg og Eva Rún. Yngstur er Snorri, maki Ólöf Harpa Gunnarsdóttir, sonur þeirra Gunnar Ísak . Fyrir átti Þóra Önnu Meyvantsdóttur, börn hennar eru Halldór Jón og Aðalheiður Sigurveig Jóhann- esdóttir. Barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn eru fjöl- mörg. Útför hefur farið fram í kyrr- þey. Fyrir stuttu kíkti ég til Þóru og þá var hún hress og indæl sem fyrr, ekki var líklegt að svo stutt væri eftir hjá henni en hún lést svo 11. júlí sl. Alltaf var gaman og upplífgandi að koma við hjá Þóru, og þeim báðum hjónum meðan Guð- mundur lifði. Jákvæðnin, bros- ið, lífskrafturinn – allt bar þetta vitni um frábæra persónu sem naut lífsins og gerði það besta úr öllu. Það eru forréttindi að hafa kynnst Þóru. Innilegustu samúðarkveðjur sendi ég börnum hennar og öðrum ástvinum. Guð blessi ykkur öll og minningarnar um einstaka konu. Einar Valgeir. Þóra Ingibjörg Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.